Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 24. mars 2011 45 „Þetta eru myndir sem rosalega margir hafa séð í sjónvarpi en ekki í kvikmyndahúsi,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, formaður Sci-Fi klúbbsins Zardoz í Bíó Paradís. Klúbburinn var stofnaður fyrir skömmu og heldur fyrstu sýninguna á morgun. Þá verða sýndar kvikmyndirnar The Terminator frá 1984 og Robocop frá 1987 sem eru að sögn Hauks tvær af helstu Sci-Fi kvikmyndastórvirkjum níunda áratugarins. Hann segir myndirnar tvær höfða til ótrú- lega stórs hóps. „Ekki bara til sci-fi ofur- nörda,“ segir Haukur. „Mér fannst sterkur leikur að byrja á myndum sem fleiri hefðu mögulega áhuga á að sjá til að kynna klúbb- inn fyrir fólki.“ Sci-Fi klúbburinn Zardoz er með mánaðar- legar sýningar í Bíó Paradís og ætlar að sýna alls konar myndir frá ýmsum tímabil- um, bæði klassísk stórvirki sem og minna þekktar B-myndir. Sýningarnar eru síðasta föstudag hvers mánaðar. „Við ætlum ekki að horfa á Star Trek allan daginn,“ segir Haukur í léttum dúr. „Sci-Fi myndir eru alls konar. Þær leka oft inn í aðra flokka, eins og hasar og jafnvel hrylling. Ég býst við að þetta verði ekki bara sveittir karlmenn í Nexusbolum þótt ég voni svo sannarlega að það verði eitthvað um þá. Þeir eru hjartan- lega velkomnir.“ Miðasala gengur vel að sögn Hauks. Svo vel að sýningin hefur verið færð úr sal tvö í sal eitt. Miðasala fer fram í Bíó Paradís og á Midi.is. Robocop og Terminator í Bíó Paradís VÍSINDASKÁLDSKAPUR Haukur Viðar hyggst kynna klassískar sci-fi myndir fyrir áhugasömum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Plötu Davids Bowie, Toy, sem útgáfufyrirtæki hans hætti við að gefa út árið 2002, hefur verið lekið á netið. Á plötunni eru nýjar útgáfur af mörgum af hans eldri lögum, þar á meðal In the Heat of the Morning og Liza Jane, fyrsta smáskífulaginu hans. Platan kom aldrei út á vegum Virgin, meðal annars vegna höfundarréttar- mála. Eftir að Bowie stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, ISO, hafa fimm lög af plötunni verið gefin út. Bowie hefur ekki gefið út nýja plötu í átta ár. Lítið hefur spurst af honum síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð árið 2004. Týndri plötu lekið á netið Boxhanskar sem Sylvester Stal- lone notaði í Rocky-myndunum og sloppurinn sem Jeff Bridges klæddist í hlutverki sínu sem The Dude í gamanmyndinni The Big Lebowski eru á meðal safngripa sem verða seldir á uppboði í Los Angeles í maí. Jakki sem James Dean klæddist í kvikmyndinni Rebel without a Cause sem kom út 1955 verður einnig til sölu á uppboðinu. Á meðal fleiri muna verður gullkálfur sem var not- aður í myndinni The Ten Comm- andments og handskrifað bréf frá Walt Disney, stofnanda Disney- veldisins. Boxhanskar boðnir upp ROCKY Boxhanskar úr Rocky-mynd- unum verða seldir á uppboði í maí. DAVID BOWIE Plötunni Toy hefur verið lekið á netið, níu árum eftir að hún átti að koma út. Michael Stipe, söngvari R.E.M., segist hafa tekið upp síðustu plötu hljómsveitarinnar á iPhone-símann sinn. Platan Col- lapse Into Now kom út 7. mars og á meðal gesta á henni eru Eddie Vedder úr Pearl Jam, Patti Smith og Peaches. „iPhone-síminn er skrifblokkin mín. Ég meira að segja tók upp og samdi alla plöt- una á símann minn,“ sagði Stipe. „Það er frábært að nota þessa tækni því þá þarf maður ekki að vera með bréfsnepla á víð og dreif.“ Tók upp plötu á iPhone MICHAEL STIPE Söngvari R.E.M. notaði iPhone til að taka upp síðustu plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.