Fréttablaðið - 24.03.2011, Síða 61

Fréttablaðið - 24.03.2011, Síða 61
FIMMTUDAGUR 24. mars 2011 45 „Þetta eru myndir sem rosalega margir hafa séð í sjónvarpi en ekki í kvikmyndahúsi,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, formaður Sci-Fi klúbbsins Zardoz í Bíó Paradís. Klúbburinn var stofnaður fyrir skömmu og heldur fyrstu sýninguna á morgun. Þá verða sýndar kvikmyndirnar The Terminator frá 1984 og Robocop frá 1987 sem eru að sögn Hauks tvær af helstu Sci-Fi kvikmyndastórvirkjum níunda áratugarins. Hann segir myndirnar tvær höfða til ótrú- lega stórs hóps. „Ekki bara til sci-fi ofur- nörda,“ segir Haukur. „Mér fannst sterkur leikur að byrja á myndum sem fleiri hefðu mögulega áhuga á að sjá til að kynna klúbb- inn fyrir fólki.“ Sci-Fi klúbburinn Zardoz er með mánaðar- legar sýningar í Bíó Paradís og ætlar að sýna alls konar myndir frá ýmsum tímabil- um, bæði klassísk stórvirki sem og minna þekktar B-myndir. Sýningarnar eru síðasta föstudag hvers mánaðar. „Við ætlum ekki að horfa á Star Trek allan daginn,“ segir Haukur í léttum dúr. „Sci-Fi myndir eru alls konar. Þær leka oft inn í aðra flokka, eins og hasar og jafnvel hrylling. Ég býst við að þetta verði ekki bara sveittir karlmenn í Nexusbolum þótt ég voni svo sannarlega að það verði eitthvað um þá. Þeir eru hjartan- lega velkomnir.“ Miðasala gengur vel að sögn Hauks. Svo vel að sýningin hefur verið færð úr sal tvö í sal eitt. Miðasala fer fram í Bíó Paradís og á Midi.is. Robocop og Terminator í Bíó Paradís VÍSINDASKÁLDSKAPUR Haukur Viðar hyggst kynna klassískar sci-fi myndir fyrir áhugasömum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Plötu Davids Bowie, Toy, sem útgáfufyrirtæki hans hætti við að gefa út árið 2002, hefur verið lekið á netið. Á plötunni eru nýjar útgáfur af mörgum af hans eldri lögum, þar á meðal In the Heat of the Morning og Liza Jane, fyrsta smáskífulaginu hans. Platan kom aldrei út á vegum Virgin, meðal annars vegna höfundarréttar- mála. Eftir að Bowie stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, ISO, hafa fimm lög af plötunni verið gefin út. Bowie hefur ekki gefið út nýja plötu í átta ár. Lítið hefur spurst af honum síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð árið 2004. Týndri plötu lekið á netið Boxhanskar sem Sylvester Stal- lone notaði í Rocky-myndunum og sloppurinn sem Jeff Bridges klæddist í hlutverki sínu sem The Dude í gamanmyndinni The Big Lebowski eru á meðal safngripa sem verða seldir á uppboði í Los Angeles í maí. Jakki sem James Dean klæddist í kvikmyndinni Rebel without a Cause sem kom út 1955 verður einnig til sölu á uppboðinu. Á meðal fleiri muna verður gullkálfur sem var not- aður í myndinni The Ten Comm- andments og handskrifað bréf frá Walt Disney, stofnanda Disney- veldisins. Boxhanskar boðnir upp ROCKY Boxhanskar úr Rocky-mynd- unum verða seldir á uppboði í maí. DAVID BOWIE Plötunni Toy hefur verið lekið á netið, níu árum eftir að hún átti að koma út. Michael Stipe, söngvari R.E.M., segist hafa tekið upp síðustu plötu hljómsveitarinnar á iPhone-símann sinn. Platan Col- lapse Into Now kom út 7. mars og á meðal gesta á henni eru Eddie Vedder úr Pearl Jam, Patti Smith og Peaches. „iPhone-síminn er skrifblokkin mín. Ég meira að segja tók upp og samdi alla plöt- una á símann minn,“ sagði Stipe. „Það er frábært að nota þessa tækni því þá þarf maður ekki að vera með bréfsnepla á víð og dreif.“ Tók upp plötu á iPhone MICHAEL STIPE Söngvari R.E.M. notaði iPhone til að taka upp síðustu plötu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.