Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 66
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR50
HANDBOLTI Ágúst Þór Jóhanns-
son, þjálfari Levanger í Noregi,
var í gær ráðinn landsliðsþjálfari
kvenna og gildir ráðningin fram
á sumar. Hann verður með Einar
Jónsson, þjálfara Fram, sér til
aðstoðar. Fram undan eru leikir
gegn Úkraínu í undankeppni HM
sem fer fram í Brasilíu í desember
næstkomandi. Ísland mun þó fyrst
spila á æfingamóti í Tyrklandi í
næsta mánuði.
Ísland komst í fyrsta sinn á
stórmót í fyrra þegar liðið keppti
á EM í Danmörku. Ágúst segir að
óneitan lega sé stefnan sett á að
komast einnig á næsta stórmót.
„Við stefnum á það en ég geri
mér grein fyrir því að það verð-
ur erfitt,“ sagði Ágúst í samtali
við Fréttablaðið í gær. „Við eigum
raunhæfa möguleika á því en Úkra-
ína er þó með sterkt og reynslu-
mikið lið. Ég sá liðið spila á EM í
Danmörku þar sem það vann til að
mynda sterkt lið Þýskalands.“
Hann hefur þegar sett sig í sam-
band við Þóri Hergeirsson, lands-
liðsþjálfara Noregs. „Við munum
líklega funda í næstu viku og þá
fæ ég efni frá honum. Mikilvægast
er þó að að halda einbeitingunni á
okkar eigin liði og koma undirbún-
ingsvinnunni í gang,“ sagði Ágúst
en leikirnir við Úkraínu fara fram
í júní.
Ágúst er búsettur í Noregi en
segir það ekki munu koma niður á
þjálfun landsliðsins. „Ég hef fylgst
vel með boltanum heima og séð
nokkra leiki á netinu. Fyrir utan
það er ég með góðan aðstoðar-
mann sem hefur gert það gott í
deildinni í heima auk þess sem ég
þjálfaði þar sjálfur í mörg ár. Ég
þekki flesta leikmennina vel og
þjálfaði þá marga í yngri landslið-
unum.“
Hann segir síðan óvíst hvað ger-
ist að samningstímanum loknum.
„Ég var fenginn til að taka að mér
þetta verkefni og mun sinna því
eins vel og hægt er. Framhaldið
verður svo að koma í ljós.“ - esá
Ágúst Þór Jóhannsson og Einar Jónsson ráðnir til að stýra kvennalandsliðinu:
Markmiðið að komast á HM
ÁGÚST ÞÓR Tekur við þjálfun kvenna-
landsliðsins af Júlíusi Jónassyni sem
hætti í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Deildarmeistarar Vals
í N1-deild kvenna urðu fyrir
miklu áfalli í vikunni þegar
Hildigunnur Einarsdóttir meidd-
ist illa á hné á æfingu. Hún verð-
ur af þeim sökum ekkert með
Valskonum í úrslitakeppninni
sem hefst eftir aðeins eina viku.
„Það eru 99 prósent líkur á
að þetta sé krossbandaslit. Hún
verður ekkert með í úrslitakeppn-
inni,“ sagði Stefán Arnarson,
þjálfari Valsliðsins.
„Það var ein mínúta eftir af
æfingunni og hún var að finta.
Systir hennar ökklabrotnaði í
fyrra þannig að þetta leggst á
sömu fjölskylduna,“ sagði Stef-
án sem segir Hildigunni hafa
spilað mjög vel í vetur. „Hún
hefði örugglega farið inn í lands-
liðið í vor og hún stefndi líka á
það að fara út þannig að þetta
er gríðarlegt áfall. Hún kemur
samt örugglega sterkari til baka,“
segir Stefán. Valsliðið fékk aðeins
á sig tæplega 19 mörk að meðal-
tali í deildinni og þar var Hildi-
gunnur vel liðtæk.
„Við þurfum að finna einhverja
lausn við brotthvarf hennar því
hún er búin að vera lykilmaður í
vörninni. Við eigum enn þokka-
lega möguleika á titlinum en
þetta er áfall fyrir okkur.“ - óój
Mikið áfall fyrir Valskonur:
Hildigunnur úr
leik í vetur
HILDIGUNNUR EINARSDÓTTIR Verður
ekkert meira með á þessu tímabili.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Óhætt er að segja að
það er ekki fyrir hvern sem er
að kaupa sér miða á úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu í ár en
hann fer nú fram á Wembley-leik-
vanginum í Lundúnum.
Ódýrasti miðinn kostar 176
pund eða um 32 þúsund krónur
en þar af eru teknar um fimm
þúsund krónur í bókunargjald.
Þetta hefur þótt afar umdeilt í
Bretlandi og margir sem kvarta
undan þessu háa miðaverði. Ekki
síst er kvartað undan óskiljan-
lega háu bókunargjaldi. Dýrari
miðar kosta annað hvort 42 eða
55 þúsund krónur auk áðurnefnds
bókunargjalds.
Michel Platini, forseti Knatt-
spyrnusambands Evrópu sem
stendur að keppninni, hefur
viðurkennt að verðlagningin sé
„ekki skynsamleg“ og að þetta
verði skoðað betur á næstu árum.
Búist er við um 86 þúsund áhorf-
endum á leiknum. - esá
Úrslit Meistaradeildarinnar:
Ódýrasti mið-
inn á 32 þúsund
DÝR SKEMMTUN Miðar á úrslitaleik
Meistaradeildarinnar kosta á bilinu 32 til
60 þúsund krónur. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI José Mourinho, þjálf-
ari Real Madrid, ætlar að þjálfa
í ensku úrvalsdeildinni þegar
hann hættir með spænska stór-
liðið. Hann hefur verið á Ítalíu
og Spáni síðan hann hætti með
Chelsea-liðið árið 2007 eftir að
hafa lent upp á kant við eigand-
ann Roman Abramovich.
„Ég sakna Englands og næsta
starf mitt verður í Englandi,“
sagði José Mourinho í viðtali hjá
The Sun. „Ég held líka að Eng-
land vilji fá mig til baka og þar
eyddi ég skemmtilegasta tíman-
um á mínum ferli,“ sagði Mour-
inho. - óój
José Mourinho:
Starfa næst í
Englandi
FÓTBOLTI Eric Abidal er á batavegi
eftir að hafa gengist undir aðgerð
í síðustu viku þar sem æxli var
fjarlægt úr lifur hans. Umboðs-
maður hans, David Venditelli,
segir að kappinn sé ekki að hugsa
um hvenær hann geti byrjað að
spila á ný.
„Það eina sem skiptir máli er
heilsan hans,“ sagði Venditelli.
Abidal er á mála hjá Barcelona,
sem hefur reynst honum vel á
þessum erfiðu tímum og hefur
fullan hug á að framlengja núver-
andi samning hans sem gildir
til 2012. „Stuðningur Barcelona
hefur verið ótrúlegur og Eric er
ánægður með tillögur félagsins.
En við munum fyrst bíða eftir
niðurstöðum rannsókna áður en
við getum rætt um nýjan samn-
ing.“ - esá
Eric Abidal á batavegi:
Heilsan skiptir
mestu máli
KÖRFUBOLTI Stjarnan er komin
í undanúrslit Iceland Express-
deildar karla í fyrsta skipti í
sögu félagsins eftir svakalegan
sigur, 66-69, í oddaleik í Röstinni.
Leikurinn var gríðarlega jafn og
spennandi og sigurinn hefði getað
dottið báðum megin. Taugar
Grindvíkinga héldu þó ekki á end-
anum og Stjarnan fagnaði ógur-
lega í leikslok.
„Mér fannst þetta æðislegt og
það er sérstaklega gaman þegar
leikir eru svona rosalega spenn-
andi. Hver einasta sókn var hrein-
lega eins og gull á lokakaflanum.
Það fór verulega í taugarnar á mér
þegar þeir tóku öll sóknarfráköst
en þetta hafðist sem betur fer,“
sagði brosmildur þjálfari Stjörn-
unnar, Teitur Örlygsson, eftir
leikinn en hann var sérstaklega
ánægður með varnarleik sinna
manna.
„Við spiluðum hörkuvarnarleik
og létum þá taka mikið af lélegum
skotum. Það var nóg því við vorum
svolítið klaufalegir í sókninni,“
sagði Teitur en liðunum gekk ekk-
ert að skora á lokamínútunum en
tröllaþristur frá Kjartani Atla
Kjartanssyni sem breytti stöðunni
í 64-67 fór langt með að klára leik-
inn fyrir Stjörnuna.
„Þetta var fullorðins þristur. Í
leikhléinu var ég að spá í að setja
annan inn fyrir Kjarra en Kjarri
er nógu klikkaður til að taka svona
skot. Það þarf oft pung í svona skot
og létt kæruleysi,“ sagði Teitur.
Grindvíkingar fóru talsvert á
línuna í kjölfarið en nýttu vítin alls
ekki og þar með fór öll þeirra von
um sigur í þessum leik og skraut-
legu tímabili hjá þeim því lokið.
Teitur er aftur á móti kominn með
sitt lið í undanúrslit í fyrsta skipti
og telur það eiga meira inni.
„Það er búið að vera takmarkið
lengi að komast í gegnum þennan
helvítis múr og það tókst loksins.
Nú þurfum við að fá meira sjálfs-
traust og gera betur. Ég byrjaði að
hamra á því strax inni í klefa eftir
leik að við ættum meira inni. Þess
vegna er svo sterkt að klára þenn-
an leik og eiga meira inni.“
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálf-
ari Grindvíkinga, var að vonum
svekktur eftir leik enda skrautlegu
tímabili lokið hjá þeim. Helgi og
félagar reyndu allt hvað þeir gátu
í gær en það féll ekki með þeim að
þessu sinni.
„Þetta tímabil er búið að vera
eins og í góðri sápuóperu. Við
töpum þessum leik á vítalínunni
undir lokin. Við eigum að klára
svona skot,“ sagði Helgi svekktur.
Hann notaði Nick Bradford eigin-
lega ekki neitt í síðari hálfleik en
Bradford fann sig alls ekki með
Grindavík eftir að hann kom þang-
að í slöku formi.
„Ég veit ekki hvort það voru
mistök að fá Bradford. Ég tók
ákveðna áhættu með því að taka
hann inn og hún gekk ekki upp að
þessu sinni. Það gekk samt meira
á. Ég ætlaði að hjálpa til við leik-
stjórnandahlutverkið, sem og Þor-
leifur Ólafsson, en við meiddumst
báðir. Mér fannst vanta karakter í
liðið og þess vegna tók ég Nick inn.
Það gekk ekki upp og þess vegna
lítur það illa út núna. Við reyndum
samt allt sem við gátum í okkar
ógöngum,“ sagði Helgi, sem vill
einnig kenna eigin reynsluleysi um
að liðið fór ekki lengra í ár.
„Ég er samt svekktur því við
vorum með flott lið til þess að gera
góða hluti en allar mannabreyt-
ingarnar og meiðslin höfðu einnig
mikið að segja. Það er mikið búið
að ganga á.“ henry@frettabladid.is
Stjarnan braut loks múrinn
Eftir að hafa fallið úr keppni í átta liða úrslitum tvö ár í röð tókst Stjörnunni
loksins að komast í undanúrslit í gær. Garðabæjarliðið vann þá magnaðan sigur
í Grindavík í spennuleik. Stjarnan fær Íslandsmeistara Snæfells í næstu umferð.
FÖGNUÐUR Fannar Freyr Helgason og félagar í Stjörnunni náðu mikilvægum áfanga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BRADFORD HJÁLPAÐI LÍTIÐ Nick Brad-
ford gerði lítið í fyrri hálfleik og kom
ekkert við sögu í þeim síðari. Dvöl hans
á Íslandi reyndist stutt því Grindavík er
úr leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI