Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 2
29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Björn Brynjúlfur, er fólk áfram um átakið? „Mjög svo. Já er leiðin áfram.“ Björn Brynjúlfur Björnsson er talsmaður Áfram-hópsins, baráttuhóps fólks sem vill samþykkja ný Icesave-lög í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 9. apríl næstkomandi. Karlmaður slasaðist í sundi Maður slasaðist á höfði í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í gærkvöld. Maðurinn hafði stungið sér til sunds en lent með höfuðið á botni laugarinnar. Sjúkrabíll flutti manninn á slysadeild og að sögn vakthafandi læknis voru áverkar mannsins ekki taldir mjög alvarlegir. MOSFELLSBÆR UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræm- ingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkis- stjórnin hafi veitt formlegt sam- þykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkis- málanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafs- ráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræm- ingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðar- aðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðs- ins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Forstöðumaður Ekron, samtaka sem annast meðal annars starfsþjálfum og endurhæfingu óvirkra vímuefna- neytenda og öryrkja, hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu fyrir kynferðis- brot. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst barst kæran fyrr í þessum mánuði. Kona sem var skjólstæð- ingur samtakanna kærði forstöðu- manninn fyrir að hafa haft sam- farir við sig. Kvittur um atvikið mun hafa komið upp meðal fólks hjá Ekron sem hvatti konuna til að kæra, sem hún og gerði. Forstöðumaðurinn vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað að öðru leyti en því að hann væri í fríi og málið hjá lög- reglu. „Ég er upptekinn,“ sagði hann. Ekron aðstoðar óvirka alkóhól- ista, fíkniefnaneytendur, öryrkja og alla þá sem ekki eru á vinnu- markaði, samkvæmt heimasíðu samtakanna. Ekron rekur endur- hæfingu og starfsþjálfun að Grensásvegi 16, sem og áfanga- heimili að Hólabergi 80 í Breið- holti, þar sem konan var skjólstæð- ingur. Áfangaheimilið er eingöngu fyrir þá sem eru í starfsþjálfun og endurhæfingu í Ekron. Ríki og tiltekin sveitarfélög hafa styrkt samtökin undan farin ár með þjónustusamningum. Sam- kvæmt upplýsingum frá velferðar- ráðuneytinu var samningur ráðu- neytisins við samtökin síðast framlengdur frá 1. mars síðastliðn- um til 31. maí. Þá hafa samtökin verið styrkt af stofnunum og fyrir- tækjum. - jss SPURNING DAGSINS Tvær aldraðar konur búa fjarri fjölskyldunni á einkareknu elliheimili. Í baráttunni við heilsu- farsvandamál finna þær lífsfyl- lingu í dansi. Öllum opið Aðgangur ókeypis! Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildamyndina: úr heimildarmyndaröðinni “China Screen” (2010) Askja, st. 132, fimmtudagur 31. mars 2011 kl. 17:30-18:30 Mæður og dætur EFNAHAGSMÁL Meira líf reyndist í bandarísku efnahagslífi en búist var við í fyrra. Hagvöxtur mæld- ist 3,1 prósent á fjórða ársfjórð- ungi, sem er 0,3 prósentustigum meira en vænst var, og hagvöxtur á árinu öllu nam 2,9 prósentum. Aukinn útflutningur, verð- hækkanir á matvælum og elds- neyti, að viðbættum meiri vexti í einkaneyslu en reiknað var með, skiluðu þessari niðurstöðu. Bandaríska stórblaðið Washing- ton Post segir erfitt að halda í horfinu á þessu ári þar sem efna- hagslífið eigi mikið undir því að heimshagkerfið takið við sér. - jab Hagkerfið vestra tekur við sér: Efnahagslífið enn viðkvæmt KEYPT Í MATINN Neytendur létu hækkun á matvöruverði ekki stöðva neysluna í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSKORUN Tveir nemendur í Austurbæjar- skóla afhentu Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra undirskriftirnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Um 8.000 manns skora á stjórnvöld að veita börn- um sem verða vitni að heimilisof- beldi tilhlýðilegan stuðning. Und- irskriftalistar með áskoruninni voru afhentir Guðbjarti Hannes- syni velferðarráðherra í gær. Samtökin Barnaheill – Save the children stóðu fyrir undirskrifta- söfnuninni. Í nýlegri könnun samtakanna kom fram að félags- lega kerfið í Reykjavík virt- ist ekki bjóða börnum í þessari stöðu upp á nægileg úrræði. Barnaheill telja að um 2.000 börn verði vitni að heimilisof- beldi á hverju ári. - bj Um 8.000 skora á stjórnvöld: Vilja stuðning vegna ofbeldis ÁFANGAHEIMILI EKRON Skjólstæð- ingurinn sem kærði forstöðumanninn dvaldi á áfangaheimili Ekron í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞINGI Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram frumvarp í gær þar sem lagt er til að verð á eldsneyti lækki um 28 krónur á lítrann. Telur flokkurinn verðlækk- unina munu lækka vísitölu neysluverðs um allt að eitt prósent og hafa óveruleg áhrif á ríkissjóð, er kemur fram í tilkynningu frá þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Í frumvarpi Sjálfstæðisflokks kemur fram að aðgerðin yrði einungis tímabundin, frá 1. apríl til 31. desember. „Samkvæmt útreikningum FÍB í febrúar 2010 nam eldsneytisreikningur heimilanna vegna fjöl- skyldubílsins um 275 þúsund krónum á síðasta ári. Þar af voru skattar 136 þúsund krónur,“ segir í til- kynningu frá þingflokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokks telja bestu leiðina til að meta skammtímasveiflu vera að lækka skatta tímabundið og því er lagt til að sú leið sé farin. Þeir telja að aðgerðin muni hafa óveruleg áhrif á ríkis- sjóð í ljósi þess að núverandi verðlag hafi valdið samdrætti í sölu að undanförnu. „[L]ækkun eldsneytisverðs [mun] hafa jákvæð áhrif víða í efnahagslífinu sem vinnur einnig á móti tekjutapi ríkissjóðs,“ segir flokkurinn. Bensínlítrinn kostar nú um 231 krónu og þar af tekur ríkissjóður 112 krónur. - sv Sjálfstæðisflokkur telur mögulegt að lækka bensínið án þess að skaða ríkissjóð: Bensínverð lækki um 28 krónur BENSÍNVERÐ Í HÆSTU HÆÐUM Verð á eldsneyti hefur aldrei verið jafn hátt og nú og telur þingflokkur Sjálfstæðisflokks að mögulegt sé að lækka það töluvert. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJARASAMNINGAR Samtök atvinnu- lífsins segja að enn sé nokkuð í land með að viðræðum um kjarasamninga ljúki. Ástæðan sé óvissa varðandi aðkomu ríkis- stjórnarinnar að málum. Þetta segir Vilmundur Jósefs- son, formaður Samtaka atvinnu- lífsins í samtali við Fréttablaðið. „Við ætluðum að reyna að hefja lokakafla samningaviðræðna á miðvikudag, en höfum nú frestað því um óákveðinn tíma vegna þess að það eru svo mörg mál sem standa út af borðinu gagn- vart ríkisstjórninni.“ Vilmundur tiltekur mál líkt og lífeyrismál og málefni sjávar- útvegsins. En boltinn sé nú hjá stjórnvöldum. - þj SA um kjarasamninga: Segja enn langt í saminga Vodafone bauð lægst Innkaupadeild Reykjavíkur opnaði í gær tilboð sem bárust frá Símanum og Vodafone í farskiptaþjónustu fyrir borgina. Tilboð Vodafone, sem er með núverandi þjónustu- samning við borgina, hljóðar upp á 6,3 milljónir króna en lægsta tilboðið af þremur frá Símanum er 6,9 milljónir. REYKJAVÍKURBORG Skjólstæðingur áfangaheimilisins Ekron sakar forstöðumanninn um að hafa brotið á sér: Forstöðumaður kærður fyrir kynferðisbrot Aðkoma NATO er í samræmi við stefnu Utanríkisráðherra segir aðkomu Íslands að yfirtöku NATO á aðgerðum í Líbíu í samræmi við ályktun öryggisráðs SÞ, sem ríkisstjórnin samþykkti. VG setti spurningar við yfirfærslu til NATO, en sjálfstæðismenn segja það tvískinnung. NATO TEKUR VIÐ Utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands í yfirtöku NATO á aðgerðum í Líbíu vera í samræmi við fyrri yfirlýsingar. Sjálfstæðismenn segja Vinstri græn sýna tvískinnung í málinu. NORDICPHOTOS/AFP Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.