Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 29. mars 2011 3 Inga Kristinsdóttir býr í Washington DC í Bandaríkjunum. Þar líkt og víðar hefur verið mikil umræða um hreinsun líkam- ans og eiturefni í mat og hefur Inga kynnt sér þau málefni vel. „Þegar móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir rúmum mánuði stakk ég upp á því að við færum saman í detox,“ segir Inga. Gerður, móðir hennar, sagði henni þá frá Heilsu- hóteli Íslands á Reykjanesi og þær ákváðu að athuga hvort þær fengju að koma eftir aðgerðina. „Ég hringdi á staðinn og mér var vel tekið. Við slógum því til og ég pantaði flug til Íslands rétt fyrir aðgerð mömmu,“ segir Inga. Við vissum líka að það er starf- andi læknir við hótelið. „Ég hef alltaf verið hundrað prósent viss um að matur og það sem maður lætur ofan í sig skipti máli,“ segir Gerður. Ég er hálf- partinn á móti lyfjameðferð en mun fara í hana ef þörf krefur en það á eftir að koma í ljós.“ Gerður hefur fylgst vel með starfi Heilsuhótelsins í gegnum tíðina. „Mig lang- aði mikið að fara í detox þegar boðið var upp á slíkt í Póllandi en gerði ekkert í því fyrr en núna,“ útskýrir hún. Inga og Gerður dvöldu á Heilsuhótelinu í tvær vikur. „Það var tekið ofboðslega vel á móti okkur. Starfsfólkið passaði mjög vel upp á mömmu og fylgdist vel með henni. Hér er prógramm allan daginn, mikið um að vera og maður ræður hverju maður tekur þátt í,“ segir Inga. Hún telur upp morgungöngu, jóga, nudd, slökun og inn- rautt sánabað að ógleymdri ristilskolun. „Hún er alger snilld enda flýtir hún fyrir því að hreinsa eiturefnin út,“ segir hún. Þær mæðgur voru sérstaklega ánægðar með félagsskapinn. „Hópurinn var mjög samrýmdur segir Inga og bætir við að á kvöldin gátu gestir hótelsins farið í Bláa lónið auk þess sem boðið var upp á fyrir- lestra og skemmtikrafta á hótelinu á kvöld- in. Margir hafa orðið til að gagnrýna með- ferðir Heilsuhótelsins. Höfðu þær ekki áhyggjur af því? „Hvað getur maður haft áhyggjur af því að borða ávexti og græn- meti, sem fólk hefur lifað á í margar aldir?“ spyr Inga áhyggjulaus. En urðu þær aldrei svangar? „Nei, við fengum að borða eins mikið og við mögu- lega gátum í okkur látið,“ segir Gerður sem hafði upphaflega nokkrar áhyggjur af því að verða svöng. „Það kom mér því ánægju- lega á óvart að svo var ekki, meira að segja á „föstu“ dögunum varð ég ekki svöng.“ Inga segir það hafa verið ótrúlega upp- lifun að fara í gegnum föstu. „Þá er mikil hreinsun í gangi, gamlir verkir koma upp og hverfa síðan,“ segir hún og Gerður bætir við að þær hafi séð mikinn mun bæði á sjálfum sér og öðrum, sérstaklega í andliti. „Ég léttist til dæmis um fimm kíló,“ segir Gerður ánægð. Þær ætla báðar að reyna að halda í þá reynslu sem þær hafa aflað sér í þessar tvær vikur með auknu grænmetis- fæði og sérstökum föstum. „Þetta er búin að vera ótrúleg upp- lifun og líkt og að fara í annan heim.“ Skemmtilegt fólk og ótrúlega hag- stæð dvöl segir Inga ánægð og Gerður er sammála. Mæðgurnar Gerður og Inga upplifðu góðar stundir á Heilsuhótelinu. MYND/VILHELM Efnið Bioflavinoid skortir í nútímafæði mannsins en er nauðsynlegt mannslíkamanum meðal annars til þess að vinna á og útrýma candida-sveppnum og sýkingum í líkamanum. Bioflavinoid er unnið úr hvítu himnunni sem umlykur greipaldinávöxinn. Citroceptið dregur úr sykur- löngun. Gott fyrir alla sem sækja í sætindi. Citrosept er ríkt af andoxunar- efnum og forvörn gegn krabbameini. Citrocept er frábært eftir sýklalyfjanotkun. Pöntunarsími: 5128040 www.heilsuhotel.is Citrosept Bioflavinoid, loksins á Íslandi Kynning „Hvað getur maður haft áhyggjur af því að borða ávexti og grænmeti, sem fólk hefur lifað á í margar aldir?“ Heilsuhótel Íslands á Reykjanesi. Ótrúleg upplifun á Heilsuhótelinu Þegar Gerður Sigurðardóttir greindist með brjóstakrabbamein fyrir rúmum mánuði ákváðu hún og dóttir hennar, Inga Kristinsdóttir, að fara saman á Heilsuhótelið á Reykjanesi eftir aðgerð sem Gerður þurfti að gangast undir. Upplifun þeirra beggja var einkar ánægjuleg. Heilsuhótel Íslands Næstu heilsunám- skeið 2011. 15.-29. apríl 13.-27. maí Við höfum opið í sumar! 17. júní-1. júlí 15.-29. júlí 11.-25. ágúst Pantið tímanlega. www.heilsu- hotel.is Árið 2011 hefur farið vel af stað hjá Heilsuhóteli Íslands. Góð aðsókn hefur verið í heilsumeðferðir á hótelinu og að meðal- tali missa þátttakendur um 180 kg samanlagt á tveimur vikum. Með ánægju og vellíðan auk árangurs sem helsta markmið Heilsuótelsins hafa allir haft sigur. Heilsumeðferðin byggir á að ná tökum á lífsstíl til frambúðar. Fjölmargir koma til hvíldar, auka ein- beitingu og skerpa á þekkingu og vitn- eskju um mataræði og hreyfingu. Á næsta námskeiði, 15.-29. apríl, nýta fjölmargir páska- helgina til að huga að heilsu til uppbyggingar sem nýtist allt lífið. Hálft tonn horfið ! Á tímamótum 11. - 14. apríl 2011

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.