Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 14
14 29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Fyrir langa löngu lærði ég hrafl úr kvæðinu „Vikivaki“ eftir Guðmund Kamban. Í því er meðal annars þetta vísu- brot: „Gegn svo mörgu sem Guð þeim sendir menn gera kvíðann að hlíf kvíða oft því sem aldrei hendir og enda í kvíða sitt líf.“ Ég hef oft haft þetta yfir með sjálfum mér þegar ég hef verið áhyggjufullur út af einhverju. En stundum er eins og maður geti ekki varist því að hafa áhyggjur og ég hef áhyggjur út af ýmsu núna. - Ég hef áhyggjur af því að Icesave- frumvarpið kunni að vera fellt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 9. apríl vegna lítillar kosningaþátttöku. - Ég hef áhyggjur af þeim lögfræðinga- sjónleik sem þá fer í gang með tilheyr- andi töfrabrögðum. - Ég hef áhyggjur af því að þá munum við Íslendingar halda áfram að vera úti í kuldanum á fjármálamörkuðum heimsins þar sem enginn trúir því að við stöndum við skuldbindingar okkar. - Ég hef áhyggjur af því að þá muni fjölskyldur og vinahópar halda áfram að vera klofnir út af illvígum deilum um þetta ömurlega mál. - Ég hef áhyggjur af því að ritstjórinn sem skrifaði í Morgunblaðið þegar svo- kölluðum fjölmiðlalögum var vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú einn ötulasti talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna. - Ég hef áhyggjur af því þegar harðvít- ugustu andstæðingar forystu Sjálfstæðis- flokksins eru þeir sem skrifa Morgun- blaðið. - Ég hef áhyggjur af því þegar menn sem ég hef talið sæmilega skynsama kalla það að „standa í lappirnar“ að kasta sér út í margra ára dómstólaþras með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Innst inni veit ég að enginn getur aukið alin við hæð sína með áhyggjum. Ég á að trúa því að fólk mæti á kjörstað hinn 9. apríl. Þó að ekki séu allir hrifnir af því að losa okkur við þetta nöturlega mál á þennan hátt er ég sannfærður um að mikill meirihluti manna vill vera laus við þá skelfilega innihaldslausu og oft á tíðum illskeyttu „Já–Nei“ umræðu um þetta mál sem hér hefur riðið húsum undan farin ár. Ég hef áhyggjur Icesave Björn Dagbjartsson fv. þingmaður Sjálfstæðis- flokksins Röng frétt Fjármálaráðherra sendi Fréttablaðinu kaldar kveðjur úr ræðustóli Alþingis í gær þegar hann sagði hálfs mánaðar gamla frétt blaðsins ranga. Fréttin snerist um kynningu á Icesave-málinu og að óvíst væri hvort eða hvernig stjórnvöld myndu kynna það í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl. Upplýst var að fjármálaráðherra og innan- ríkisráðherra væru ekki sammála um hvað bæri að gera. Fjármálaráðherra vildi senda kjósendum bækling með kynningarefni en innan ríkisráðherrann legði áherslu á að þeim yrði kynnt hvar upplýsingar frá mis- munandi sjónarhornum væri að finna. Fréttin Svo stóð: „Horft er til þess að kynningarefnið verði unnið í fjár- málaráðuneytinu og auglýsingastofu falin framsetning“ og var þar vísað til upplýsinga úr ráðuneytinu. Þessi orð urðu Gunnari Braga Sveinssyni tilefni fyrirspurnarinnar til fjármálaráðherrans í gær. Raunin Í svari sínu lét ráðherrann eins og þetta væri fásinna. En er það svo? Að sönnu hefur verið ákveðið að Lagastofnun HÍ útbúi kynningar- bæklinginn og er það vel. Sú ákvörðun var ekki þrautalaus. Ráðherrum tókst ekki að leysa málið, þingið þurfti að hlutast til um það og sérstakt þingmál þurfti til að koma málinu í þann farveg sem það er nú í. Og þótt fjármálaráðherrann láti það nú hljóma galið sem var til skoðunar fyrir hálfum mánuði getur fólk velt fyrir sér hvar Lagastofnun fær upplýsingar um Icesave-samn- ingana til að miðla til kjósenda. Ætli hún leiti ekki meðal annars þangað sem þær er helst að finna, í fjármálaráðuneytinu? bjorn@frettabladid.is Meginábyrgðin á því að koma upplýsingum til skila til almennings hvílir hins vegar á fjölmiðlum sem eru vettvangur lýðræðislegrar umræðu í landinu. ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið hvort og þá hvernig staðið verði að sérstakri kynningu á Icesave-málinu fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna 9. apríl.Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra segir málið enn í vinnslu. Ráðuneyti hans muni að sjálfsögðu uppfylla þær skyldur sem því eru lagðar á herðar sam- kvæmt lögum en í þeim segir að senda beri öllum heimilum í land- inu sérprentun laganna sem for- seti synjaði staðfestingar. Jafn- framt skuli vakin athygli á því að frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi meðferð þess séu aðgengileg á áberandi stað á vef- síðu Alþingis. Ögmundur segir að þetta verði að sjálfsögðu gert. „Svo lít ég svo á að það sé mikilvægt að kjósend- ur fái vitneskju um hvar upplýs- inga er að afla frá mismunandi sjónarhornum. Hvað gert verður til að ná þessu markmiði er ekki endanlega frá gengið. Megin- ábyrgðin á því að koma upplýs- ingum til skila til almennings hvílir hins vegar á fjölmiðlum sem eru vettvangur lýðræðislegr- ar umræðu í landinu. Ég horfi til fjölmiðlanna, að þeir rísi undir þeirri ábyrgð sinni en að við, fyrir okkar leyti, sjáum til þess að fólki verði greiður aðgangur að upplýs- ingum.“ Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu stendur vilji Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra til þess að útbúinn verði upplýsingabæklingur og sendur kjósendum. Sú leið var farin þegar þjóðar- atkvæðagreiðslan um Icesave fór fram á síðasta ári. Þá var Laga- stofnun Háskóla Íslands falið að útbúa hlutlaust kynningarefni sem bæði var sent inn á heimili og birt á sérstakri vefsíðu. Sú leið verður að líkindum ekki farin nú. Horft er til þess að kynningarefn- ið verði unnið í fjármálaráðuneyt- inu og auglýsingastofu falin fram- setning. Í auglýsingu innanríkisráðu- neytisins í vikunni kom fram hvernig spurningin í þjóðar- atkvæðagreiðslunni verður fram borin. Jafnframt var vísað á vef Alþingis, althingi.is, þar sem skjöl er varða meðferð málsins í þinginu eru birt. bjorn@frettabladid.is Enn óvíst hvort ríkið kynnir Icesave-málið Fjármálaráðherra og innanríkisráðherra eru ekki sammála um hvað stjórnvöld eiga að ganga langt í að kynna Icesave. Fjármálaráðherra vill senda kjósendum bækling en innanríkisráðherra vill uppfylla lagaskyldur og treystir á fjölmiðla. Á KJÖRSTAÐ Kjósendum var sendur bæklingur fyrir Icesave-kosninguna 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL nýliðunar í únaði. „Þar ráða aðrir þættir. bújarðir gætu æglega fallið í verði með auknum kvöðum. Bændum sé lítill greiði gerður með því fniog jarðnæðis séu tekin til skoðunar enda blasi við margs konar vandamál. Hann trúi þó ekki að bændum verði gert erfiðara fyrir en nú er að selja jarðir sínar. - bþs Rúmlega 1.200 manns eiga samtals 500 þúsund milljarða krón Milljarðamæri ut mágkonu sínaugsaldri hefur verið ra mánaða skilorðs-yrir að hafa ráðist og gest á heimili mdi neitaði sök fyrir mburði fórnarlamb-felldur. o menn avíkur hefur x mánaða mánuði skilorðs-amsárásir í mið-2009. Í báðum di fórnarlömb n játaði brot sín f hann skilorð æmdur til að úmlega 800 ætur vegna L A ndstæðingar umsóknar Íslands um aðild að Evrópu- sambandinu hafa búið sér til ógurlega Grýlu, sem heitir aðlögun. Þeir halda því fram að aðildarviðræðurnar hafi snúizt upp í aðlögunarviðræður, þar sem Íslendingar verði áður en til aðildar kemur þvingaðir til að gera alls konar breytingar, sem þýði að Ísland verði „að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta“, svo notuð séu orð Jóns Bjarnasonar ráðherra. Atli Gíslason þingmaður sagði eina Grýlusögu í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi: „Síðan er aðlögun í fullum gangi og til marks um það er að aldrei hafa verið lagðar fyrir þingið fleiri tilskipanir ESB en í vetur á öllum sviðum. Þær streyma inn.“ Atli Gíslason á sem ágætur lög- fræðingur að vita betur en að halda þessu fram. Tilskipanir Evrópu- sambandsins, sem lagðar eru fyrir Alþingi til staðfestingar, hafa nákvæmlega ekkert með aðildarumsóknina að gera. Sem aðildar- ríki Evrópska efnahagssvæðisins ber Íslandi skylda til að taka upp í íslenzka löggjöf margvíslegar tilskipanir og reglugerðir ESB, sem verða hluti af EES-samningnum. ESB-tilskipanir munu því halda áfram að streyma til Alþingis á meðan Ísland á aðild að EES. Ástæður þess að mikið hefur verið að gera hjá þingmönnum undanfarið að fara yfir ESB-reglur eru tvær; annars vegar hefur halinn í þýðingum á nýrri löggjöf verið unninn upp og hins vegar fær Alþingi nú fleiri ESB-reglur til umsagnar en áður og fyrr í löggjafar- ferlinu. Það er vegna nýrra verklagsreglna, sem samþykktar voru í forsætisnefnd þingsins í fyrra og miðuðu að því að gera Alþingi virkara í eftirliti með framkvæmd EES-samningsins, í stað þess að láta fulltrúum framkvæmdarvaldsins það nánast alfarið eftir. Varla getur Atli Gíslason verið á móti því, þegar hann gagnrýnir í hinu orðinu að framkvæmdarvaldið beri ekki næga virðingu fyrir þinginu og noti það bara sem gúmmístimpil. Staðreyndin er síðan sú að hin raunverulega, „margháttaða aðlögun íslenzkra samfélagshátta“ að regluverki Evrópusambandsins hefur átt sér stað undanfarin sautján ár, eftir að Ísland gerðist aðili að EES. Á þeim tíma hefur Ísland tekið upp í íslenzkan rétt yfir 8.300 tilskipanir og reglugerðir ESB, að meðtöldum þeim 1.875 sem voru teknar upp við gildistökuna sjálfa árið 1994. ESB-reglurnar hafa gjörbylt íslenzkri löggjöf á mörgum sviðum og sumar breytingarnar, til dæmis á sviði jafnréttis- og umhverfismála, ættu að vera Atla Gíslasyni mjög að skapi. Sú „aðlögun“ sem andstæðingar aðildarumsóknarinnar fara nú ham förum yfir felst í undirbúningi stjórnsýslunnar fyrir hugsan- lega aðild. Margt af honum er nauðsynlegt burtséð frá ESB-aðild, til dæmis vegna athugasemda rannsóknarnefndar Alþingis um veikburða og ófaglega stjórnsýslu, vegna athugasemda Ríkis- endurskoðunar um ónógt aðhald og eftirlit með stjórnsýslu landbún- aðarmála og vegna skyldna Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þessi undirbúningur er, hvernig sem á málið er litið, algjörir smá- munir miðað við 8.300 laga- og reglugerðarbálka sem streymt hafa frá Brussel undanfarin ár – án þess að Ísland hafi haft mikið um þá að segja. Breytingin við ESB-aðild yrði hins vegar sú að Ísland hefði raunveruleg áhrif á eigin „aðlögun“. Innleiðing ESB-tilskipana í íslenzkan rétt hefur ekkert með aðildarumsóknina að gera. Aðlögunargrýlan Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.