Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 6
29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 EFNAHAGSMÁL Landsmenn hafa nýtt tímabundna heimild til að taka út séreignarsparnað til að taka 54,8 milljarða króna út úr lífeyris- kerfinu, samkvæmt upplýsing- um frá ríkisskattstjóra. Alls hafa rúmlega 54 þúsund manns nýtt sér þetta úrræði, um fjórðungur fólks á aldrinum 18 til 67 ára. Stjórnvöld opnuðu tímabund- ið fyrir þann möguleika að taka út séreignarsparnað til að bregð- ast við erfiðu efnahagsástandi í kreppunni. Frestur til að sækja um heimild til að taka út lífeyri rennur út um næstu mánaðamót. Þeir sem ætla að nýta sér úrræðið verða að sækja um fyrir föstudag. Frá því heimilað var að taka út sparnaðinn snemma árs 2009 hefur hver af hinum 54 þúsund landsmönnum sem hafa nýtt sér heimildina tekið út að meðaltali ríflega eina milljón króna hver. Þegar úrræðið var kynnt árið 2009 var heimilt að taka út allt að milljón. Sú upphæð hækkaði síðar í 2,5 milljónir, og svo aftur í 5 millj- ónir króna. Sumir hafa því sótt um oftar en einu sinni, alls hafa rúm- lega 93 þúsund umsóknir verið samþykktar. - bj Ekki stendur til að framlengja frest til að sækja um úttekt á séreignarsparnaði sem rennur út á fimmtudag: Fjórði hver hefur tekið út lífeyrissparnað 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 m ar . ‘ 09 m aí ‘0 9 jú l. ‘0 9 se pt . ‘ 09 nó v. ‘0 9 ja n. ‘1 0 m ar . ‘ 10 m aí ‘1 0 jú l. ‘1 0 se pt . ‘ 10 nó v. ‘1 0 ja n. ‘1 1 m ar . ‘ 11 m aí ‘1 1 jú l. ‘1 1 se pt . ‘ 11 nó v. ‘1 1 ja n. ‘1 2 m ar . ‘ 12 m aí ‘1 2 jú l. ‘1 2 se pt . ‘ 12 nó v. ‘1 2 ja n. ‘1 3 Úttektir á séreignarsparnaði Heimild: Ríkisskattstjóri Tölur eru í milljörðum króna. UMHVERFISMÁL Matvælastofnun stendur fyrir fræðslufundi um díoxín milli klukkan þrjú og fjög- ur á morgun. Á fundinum verður fjallað um það hvernig díoxín myndast og hvernig það berst út í umhverfið, matvæli og fólk. Fundurinn verður haldinn á Stórhöfða 23 í Reykjavík. Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að nýleg greining díoxíns yfir viðmiðunarmörkum í nágrenni Ísafjarðar sýni að slík efni geti myndast og borist í umhverfið og dýraafurðir hér á landi, rétt eins og í nágrannalönd- um okkar. Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsend- ingu á vef Matvælastofnunar. Matvælastofnun: Fræðslufundur um díoxín Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Ofþyngd / Offita Heilsulausn 3 - Hentar einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki Hefst 4. apríl Tólf vikur, árs eftirlit Verð kr. 13.900 m.v. árs skuldbindingu Að námskeiðinu standa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari, næringarfræðingur íþróttafræðingar og sál- fræðingar! Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á heilsuborg@heilsuborg.is ORKUMÁL Ástandið í kjarnorku- verinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bend- ir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. Magnið er reyndar sagt lítið og enn er vonast til að brátt muni tak- ast að kæla niður ofnkjarnana svo þeir verði viðráðanlegir. Hættu- leg geislun hefur enn ekki dreifst að ráði út fyrir nánasta nágrenni ofnanna. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan hefur hins vegar blásið nýju lífi í alla andstöðu við nýt- ingu kjarnorku víða um heim. Á Vesturlöndum og víðar hafa kjarnorkuandstæðingar haldið í mótmælagöngur og krafist þess að stjórnvöld leggi niður öll kjarn- orkuver og hætti við áform um frekari uppbyggingu kjarnorku- nýtingar. Stjórnvöld víða um heim hafa einnig brugðist við með ýmsum hætti, jafnvel frestað áformum um frekari uppbyggingu eða hrað- að áformum um að leggja niður kjarnorkuver. Andstaðan hefur verið einna hörðust í Þýskalandi og nú um helgina kostaði það Kristilega demókrata, stjórnarflokk Angelu Merkel kanslara, þingmeirihluta í sambandslandinu Baden-Württ- emberg, þar sem flokkurinn hefur verið samfleytt við völd í nærri sextíu ár. Sitt sýnist þó hverjum og margir hafa bent á að kjarnorkan er, þrátt fyrir þau skelfilegu áhrif sem kjarnorkuslys getur haft, samt sá orkugjafi sem einna umhverfis- vænstur hlýtur að teljast. Margir fara einnig ekki ofan af því að kjarnorkuvinnsla geti sömu- leiðis verið nánast hættulaus ef rétt er að staðið. Þannig halda Finnar ótrauðir áfram að reisa nýtt kjarnorkuver í Olkiluoto við strönd Eystrasalts. Reyndar eru það Frakkar sem tóku að sér að reisa kjarnorku verið, sem sagt er verða það fullkomnasta og öruggasta sem risið hefur. Veggirnir eru sagðir nógu þykkir til að þola flughrap, tækja- búnaðurinn á að þola finnska vetrarkuldann og eru öryggis- ráðstafanir byggðar á áratuga reynslu og tækniþróun. „Við erum með svo mikið af varakerfum að slys á borð við það sem varð í Japan gæti ekki gerst,“ segir Juoni Silvennoinen, yfir- maður byggingarframkvæmd- anna. gudsteinn@frettabladid.is Plúton hefur fundist í jarðvegi utan ofna Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna. Deilur um nýtingu kjarnorku magnast, en víðast hvar er þó haldið áfram uppbyggingu kjarnorku. MÓTMÆLI Í ÞÝSKALANDI Fyrir utan kanslarahöllina í Berlín hafa hópar mætt til að mótmæla kjarnorku. NORDICPHOTOS/AFP KJARNORKUVER Í SMÍÐUM Í Finnlandi er verið að reisa eitt öruggasta kjarnorkuver heims í bænum Olkiluoto við strönd Eystrasalts. NORDICPHOTOS/AFP Sendifulltrúi Japans á Íslandi, Katsuhiro Natsume, boðaði í gær íslenska blaðamenn á sinn fund til að þakka fyrir bæði þann samhug sem Íslendingar hefðu sýnt og þá aðstoð sem veitt hefði verið. Hann sagðist vonast til þess að brátt tækist að ná tökum á ástand- inu í kjarnorkuverinu í Fukushima. Til þessa hefur alvarleg geislamengun eingöngu mælst innan veggja kjarna- ofnanna. Aukin geislavirkni hefur einnig mælst utan versins, en ekki í þeim mæli að fólki stafi hætta af. Natsume sagði 65 Íslendinga búa í Japan, þar af 30 námsmenn. Allir eru þeir óhultir, líka ung kona sem var í Sendai-sýslu þegar hamfarirnar riðu yfir. Hún er nú komin heilu og höldnu heim til Íslands. Sjálfur sagðist hann þeirrar skoð- unar að Japanar ættu að losa sig við kjarnorkuna og taka Íslendinga sér til fyrirmyndar í framtíðinni með því að nýta jarðvarma til orkuvinnslu frekar en að nota kjarnorku. Þakkar Íslendingum samhug og aðstoð KATSUHIRO NATSUME Vonar að Japanar losi sig við kjarn- orkuna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ICESAVE Nýr fræðsluvefur, www. thjodaratkvaedi.is, um þjóðar- atkvæðagreiðslu Icesave-samn- inganna var opnaður í gær. Lagastofnun Háskóla Íslands sér um uppsetningu og viðhald síðunnar. Unnið er að því að þýða efni vefsins á ensku og einnig verður sett upp forrit til að túlka text- ann á táknmáli. Þessum verk- efnum verður lokið í síðasta lagi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lagastofnun. Kynningarbæklingi verð- ur dreift inn á hvert heimili dagana 4. og 5. apríl, en kosn- ingin sjálf verður hinn níunda sama mánaðar. - sv Thjodaratkvaedi.is opnaður: Fræðsluvefur um Icesave-lög KJÖRKASSINN Er vorið komið? Já 64,9% Nei 35,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætti að lækka opinber gjöld á eldsneyti? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.