Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 20
29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Það er ekkert nýmæli meðal starfsmanna ylstrandarinnar að hjóla. „Hann Óttar hefur til dæmis hjólað allra sinna ferða í hátt í þrjátíu ár,“ segir Ísleifur, sem byrjaði að hjóla þegar hann hóf störf á ylströndinni fyrir átta árum. „Þá var lagt hart að mér að hjóla, ég keypti hjól og hjólaði þar til ég drap mig næstum því á því,“ upplýsir hann, en fyrir þremur árum lenti hann í slæmu slysi. „Búið var að strengja snæri við íþróttahúsið á Seltjarnarnesi til að hindra ökumenn frá að leggja við anddyri íþróttahússins. Ég sá ekki snærið og hjólaði á það af fullum krafti. Ég flaug í stórum boga og lenti á grjóti, braut hjólið í tvennt og brotnaði sjálfur illa,“ lýsir Ísleifur sem braut bein í andliti og hálsi og lamaðist að hluta. „Ég var með hjálm, en án hans væri ég líklega ekki hér í dag.” Sjúkraþjálfunin tók langan tíma en ekki leið á löngu þar til hann var kominn í hnakkinn á ný. „Bæði vinnufélagarnir og sjúkraþjálfarinn lögðu hart að mér að byrja aftur. Ég var svolít- ið hræddur til að byrja með en nú get ég farið um allan bæ,“ segir Ísleifur, sem þó mun aldrei ná sér að fullu eftir slysið. Hann ætlar þó ekki að láta örorkuna stöðva sig í því að gera allt sem hann langar til. En er tekið nægilegt tillit til hjólreiðamanna í umferðinni? „Það er bæði og,“ segir Ísleifur. „Þegar mikið snjóaði hér á dög- unum stóðu gatnamálayfirvöld sig ekki sérlega vel í að halda opnum samgönguleiðum fyrir okkur sem förum áfram á eigin afli. Við þurftum því oft að hjóla úti á götu, sem fór stundum í taugarnar á ökumönnum sem telja sig eiga einkarétt á vegunum,“ upplýsir Ísleifur og vildi óska að ökumenn færu var- lega í kringum hjólandi fólk. Fjórði starfsmaður ylstrandar- innar hefur ekki enn fallið fyrir hjólinu. „Hún á reyndar ekki hjól en hún er hins vegar farin að ganga í vinnuna nánast á hverjum degi, svo við erum mjög ánægðir með hana,“ segir Ísleifur glaður í bragði. solveig@frettabladid.is Ísleifur, Óttar og Árni láta hvorki snjó né slæmt veður aftra sér frá því að hjóla í vinnuna. Þeir eru þó sammála um að mun þægilegra er að hjóla nú þegar veðrið er orðið skaplegra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Framhald af forsíðu Tónlistin er æði áhrifarík. Í gegnum hana er jafnvel hægt að ná sambandi við fólk sem getur ekki tjáð sig. „Músíkþerapistar nota tónlist til þess að aðstoða fólk við að vinna úr ýmsum vandamálum,“ segir Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede músíkþerapisti. Hún segir til mörg form músíkþerapíu. „Í virkri músík þerapíu spilar og semur skjólstæðingurinn sjálfur en í óvirkri byggist meðferðin á því að hlusta,“ útskýrir Soffía. Hún segir tónlistina geta hjálpað öllum. „Hún er mikið notuð í starfi með börnum bæði sem sálfræði- meðferð eða þjálfunaraðferð. Hún er líka notuð sem hluti af endur- hæfingu, í vinnu með öldruðum, geðfötluðum eða venjulegu fólki sem vill vinna úr sínum málum,“ segir Soffía en músíkþerapía er kennd í háskóla og því viðurkennd meðferð. Soffía segir Íslend- inga almennt lítið vita um músík þerapíu. Þó eru nokkrir starf- andi músík þerapistar á landinu. Meðal annars á geðdeild Landspítala og í Safamýrarskóla. Þá er Tónstofa Valgerðar eina stofan á landinu þar sem ein- göngu starfa músík- þerapistar. „Fólk er hins vegar mjög opið fyrir þessu og finnst það spennandi. Enda er þetta form sem opnar möguleika fyrir þá sem geta ekki eða vilja ekki nýta sér önnur með- ferðarform. Tónlistin getur oft verið hvati til að ná sambandi við fólk sem jafnvel getur ekki tjáð sig,“ segir Soffía og árétt- ar að fólk þurfi alls ekki að kunna á hljóðfæri til að nýta sér músík- þerapíu. Tónlistin sem meðferðarúrræði Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede músíkþerapisti segir músíkþerapíu hjálpa fólki til að vinna úr ýmsum vandamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Læknar og húðsjúkdómalæknar í Bandaríkjunum mæla með Maxim-svitastopparanum og er hann einn vinsælasti svita- stopparinn þar og um allan heim, að sögn Söndru Lárusdóttur sem hefur flutt Maxim inn síðan 2004. „Fólk sem svitnar mikið skammast sín oft og þorir ekki að heilsa með handabandi, þjónar vilja vera í svörtum skyrtum svo enginn sjái svitabletti og svona get ég talið upp endalaust, en það er hægt að vera þurr og lausnin er að nota Maxim og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu meir. Maxim er sérstaklega hannað fyrir þá sem svitna mjög mikið undir höndum, í andliti og á fótum og missa mikinn vökva.“ Sandra segir þó að fólk þurfi að nota Maxim rétt og fylgja settum reglum: 1. Notið Maxim aðeins fyrir háttinn, það þvæst ekki af dag- inn eftir, hvorki í sturtu né baði. 2. Notið sparlega. Það þarf aðeins lítið magn af Maxim til að ná árangri en þó má nota meira ef þurfa þykir. Best er að nota Maxim á hverju kvöldi í byrjun þangað til svitamynd- un stoppar og eftir það er nóg að nota Maxim annanhvern dag. 3. Berið ekki á ef handarkrikar eru sárir eða nýrakaðir. 4. Gleypið ekki og varist að efnið berist í augu. Geymið þar sem börn ná ekki til. „þegar byrjað er að nota Maxim-svitastopparann þá á maður aldrei að vera nýrakað- ur, því það getur valdið sviða, og ekki heldur ef húðin er þurr og mjög viðkvæm, þá tekur maður pásu kannski í tvær vikur og byrjar svo aftur með því að setja örlítið í handarkrikann jafnvel Maxim er algjör bylting fyrir þá sem svitna mikið Maxim-svitastopparinn er bylting fyrir þá sem svitna mikið að sögn Söndru Lárusdóttur sem flytur stopparann inn. Læknar og húðsjúkdómalæknar mæla með notkun stopparans. Sigurlaug Gissurardóttir og Íris Gunnarsdóttir á femin.is og Sandra Lárusdóttir, inn- flytjandi Maxim-svitastopparans. efst uppi á smá blett til að sjá hvað gerist, yfirleitt með mjög góðum árangri.“ Sandra segir Maxim vera eina mest seldu vöruna á femin. is, en aðrir útsölustaðir eru Laugarnes apótek, Urðarapótek, Lyfja, Lyfjaval, Árbæjarapótek og Reykjavik Verslun á Face- book. Umboðsaðili: AT Hús ehf. Kynning Ég er að æfa rosalega mikið, fimm til sjö sinn- um í viku stundum tvisvar á dag, og alltaf á ferð- inni. Og þetta var oft vandamál með svitabletti til dæmis ef það var mikið stress í gangi. Ég er algjör- lega laus við þetta vandamál, svitna nánast ekkert undir höndunum. Jú, auðvitað á æfingum en þá er engin lykt og engir blettir. AÐALHEIÐUR ÝR ÓLAFSDÓTTIR SNYRTIFRÆÐINGUR OG KEPPANDI Í MODEL FITNESS Laus við blettina AÐALHEIÐUR ÝR ÓLAFSDÓTTIR ER ÁNÆGÐ MEÐ MAXIM-SVITASTOPPARANN Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.