Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 38
29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR30
MORGUNMATURINN
„Ég borða alltaf skyrdrykk og
Kelloggs Special K á morgnana.
Var reyndar að lesa að það er
svo mikill sykur í því, það má
því segja að ég sykri mig upp
fyrir daginn.“
Elmar Johnson, læknanemi og fyrirsæta
„Ég er miklu mýkri en leðurjakkinn gefur til kynna,“
segir Kristján B. Heiðarsson, trommari og for-
sprakki þungarokkssveitarinnar Changer.
Kristján, sem starfar sem leikskólakennari, hefur
gefið út stuttskífuna From This Day Forward þar
sem hann spilar og syngur þjóðlagaskotin popplög
sem eru órafjarri þeirri tónlist sem hann hefur hing-
að til flutt. „Það hafa margir verið að benda mér á að
þeir hafi ekki átt von á svona fjölbreytni frá mér. Það
er gaman að koma á óvart,“ segir Kristján og viður-
kennir að ekki séu allir jafnsáttir við tónlistarsmekk
sinn. „Ég hef lent í mörgum rifrildum við félaga
mína um það sem ég hlusta á sem telst ekki gjald-
gengt í metalheiminum. En ég er bara á því að góð
tónlist er góð tónlist, alveg sama hvaða stefnu hún
tilheyrir. Ég hlusta bara á það sem mér sýnist og það
kemur engum öðrum við,“ segir hann léttur.
Lögin þrjú sem eru á stuttskífunni voru tilbúin
fyrir tveimur árum. „Eins og kannski heyrist í text-
unum snýst þetta um stúlku. Þessi lög eru ákveðið
uppgjör við nokkurra ára tímabili í mínu lífi og þess
vegna vildi ég koma þessu frá mér áður en ég færi
gera meira,“ segir Kristján, sem er að undirbúa stóra
sólóplötu sem verður öll sungin á íslensku.
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sér um hljóm-
borðsleik og forritun á stuttskífunni, auk þess að eiga
heiðurinn af upptökum og hljóðblöndun. Til að byrja
með verður From This Day Forward eingöngu fáan-
leg í gegnum tónlistarveituna Gogoyoko.com. -fb
Úr þungarokki í þjóðlagapopp
ÚR ÞUNGAROKKI Í POPPIÐ Kristján B. Heiðarsson fetar nýjar
slóðir á nýrri stuttskífu sem nefnist From This Day Forward.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Áramótaheitið mitt var að gera eitthvað nýtt
í hverri viku. Í þessari viku ákvað ég að læra
flugmanninn en í þeirri síðustu litaði ég hárið
á mér bleikt,“ segir María Birta Bjarnadóttir,
leikkona og verslunareigandi.
María Birta stefnir á að skella sér í einka-
flugmannsnám strax í haust en hana hefur
lengi dreymt um að fljúga um loftin blá.
„Mamma mín er flugfreyja og amma var
flugfreyja. Mig langaði ekkert í það starf
heldur dreymdi mig um að stýra vélinni,“
segir María Birta en hún er svo sannarlega
með mörg járn í eldinum enda að undirbúa
sig undir aðalhlutverkið í myndinni Svartur
á leik ásamt því að reka tvær verslanir í mið-
bænum.
María Birta hefur ákveðið að sameina
báðar búðir sínar, Altari og skóverslunina
Maníu, í húsnæði þeirrar síðarnefndu „Vin-
kona mín kom með þessa hugmynd fyrir
nokkrum dögum en ég var ekki alveg viss
enda erfitt að loka einhverju sem þér þykir
orðið svona vænt um. En það er auðveldara og
hagstæðara að reka eina búð en tvær. Nú er
ég byrjuð að pakka Altari ofan í kassa og ætla
að fara að ráðast í breytingar á Maníu eftir
nokkra daga,“ segir María Birta en Altari lok-
aði í gær.
„Ég var með köfun, að læra að spila á gítar
og fara í einkaflugmanninn á lista yfir hluti
sem ég vildi gera á þessu ári. Ég læri köfun í
sumar, keypti mér gítar fyrir stuttu og búin
að taka ákvörðun um flugnám. Þetta er því
allt að smella.“ - áp
María Birta í einkaflugmannsnám
VERSLUNAREIGANDI, KAFARI, LEIKKONA OG FLUG-
MAÐUR María Birta Bjarnadóttir er með mörg járn í
eldinum en hún ætlar að láta drauminn rætast og fara
í flugmannsnám. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég hafði uppi á þeim sem hafði
keypt allt dótið þegar það kom
til landsins haustið 1968 og svo
hringdi í mig dóttir eins úr stjórn-
inni sem átti eina fjórtán diska,
bolla og grunna diska úr stellinu.
Úr því varð svo líka viðtal sem
styrkir mjög lokakafla myndarinn-
ar,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálms-
son kvikmyndagerðarmaður.
Eins og Fréttablaðið
hefur greint frá hefur Þor-
steinn unnið að gerð heim-
ildarmyndar um fyrsta
útrásar ævintýri Íslands,
veitingastaðinn Iceland
Food Center, sem var opn-
aður í London
árið 1965 og átti
að sigra breska
bragðlauka.
Þorsteinn var
kominn með
öll púsl sínar
hendur fyrir
utan matar-
stell veitinga-
staðarins sem virtust hafa gufað
upp eftir að hafa verið sent með
Goðafossi til Íslands árið 1968. En
nú er stellið sem sagt komið í leit-
irnar og heimildarmyndin nánast
tilbúin til sýningar, hún verður
frumsýnd um páskana á Stöð 2.
Myndin er að mestu leyti byggð
á gögnum sem Sólveig Ólafsdóttir
sagnfræðingur fann í skjalasafni
Ríkisins, reikningar, myndir og
bréf. „En myndin er líka saman-
burður á tveimur gerólíkum
heimum, Reykjavík 1965 og
svo London 1965, og hvað þessi
hættulega blanda af mikil-
mennskubrjálæði og minni-
máttarkennd getur leik-
ið okkur hart.“ - fgg
Þorsteinn Joð fann
útrásarmatarstellið
STELLIÐ KOM Í LEIT-
IRNAR Þorsteinn Joð
fann síðasta púslið í
heimildarmynd sína
um veitingastaðinn
Iceland Food Center,
fyrsta útrásarævintýri
Íslendinga.
„Ég verð bara hugsi og reyni að vera
alvarlegur og þá lít ég svolítið hrika-
lega út,“ segir Baldur Borgþórsson,
einkaþjálfari hjá World Class.
Frammistaða Baldurs í sjónvarps-
þáttaröðinni Pressu hefur vakið
töluverða athygli en hann leikur
einkalífvörð Gísla Arnar Garðars-
sonar í þáttunum (þeim sem vilja
horfa á einhverja af endur sýningum
Pressu er bent á að lesa ekki lengra).
Á sunnudagskvöld framdi persóna
Baldurs sjálfsmorð í fremur óhugn-
anlegu atriði inni í sturtuklefa lík-
amsræktarstöðvar eftir heljarinnar
eltingarleik við lögregluna og Láru
blaðakonu. Baldur viðurkennir að
það hafi verið svolítið maus að taka
upp þetta atriði. „Ég var svolítið
búinn á því, maður varð að setja sig
í tryllingsgírinn og vera í honum í
kannski sjö klukkustundir. Sem er
mjög orkufrekt og þetta var því erf-
iðara en nokkur æfing sem ég hef
tekið þátt í.“
Baldur hefur ekki áður reynt
fyrir sér á leiklistarsviðinu og er
eiginlega handviss um að Óskar Jón-
asson, leikstjóri þáttanna, eigi sök-
ina á því að hann hafi endað fyrir
framan tökuvélarnar. „Hann er að
æfa hérna í World Class og hefur
eflaust heyrt í mér þegar ég er að
æfa, það er svolítil fyrir ferð í mér
þegar ég tek á því,“ segir Baldur,
sem fór þó í prufur og hreppti því
hlutverkið eftir hinum hefðbundnu
leiðum sjónvarps- og kvikmynda-
bransans. Og þegar kom í ljós að
hlutverkið væri hans hvatti eigin-
konan hann til stíga út fyrir þæg-
indahringinn og prófa eitthvað nýtt.
Baldur segir það hafa verið frá-
bæra upplifun að taka þátt í þessu
verkefni „Þetta gekk allt alveg rosa-
lega vel og mér leið eins og ég hefði
aldrei gert neitt annað. Leikarar,
tökufólk og bara allir létu manni
líða þannig.“ Baldur viðurkennir
hins vegar að hann hafi ekki séð
tvo fyrstu þættina þar sem hann
kemur töluvert við sögu. „Við frúin
ákváðum bara að hafa þetta þann-
ig, að við myndum ekki horfa á þá.
Ég ætla því bara að byrja að horfa á
sunnudaginn næsta.“
freyrgigja@frettabladid.is
BALDUR BORGÞÓRSSON: ÁKVAÐ AÐ HORFA EKKI Á SJÁLFAN MIG Í PRESSU
Í tryllingsgírnum í sjö tíma
HRIKALEGUR Baldur Borgþórsson þykir ákaflega vinalegur í útliti en hefur eflaust hrætt marga með frammistöðu sinni sem líf-
vörður í sjónvarpsþáttunum Pressu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tekur aðeins 7 mínútur
að hella upp á 2,2 lítra