Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 10
29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR10
SIGLINGAMÁL Olíulekinn úr Goða-
fossi ógnar fuglalífi á náttúru-
verndarsvæðinu Grønningen
við Lillesand í Óslóarfirði. Um
50 kílómetrar eru á mili strand-
staðar skipsins og Lillesand.
Í samtali við Aftenposten,
segir Halvard Olsen, starfsmað-
ur í Lillesand, menn vera að ná
tökum á lekanum að mestu, en
ógnun við fuglalíf á svæðinu sé
hins vegar mikið áhyggjuefni.
Svæðið sé algengt og stórt varp-
svæði sjófugla og talið er að það
hafi orðið fyrir einna mestum
skaða af lekanum. Ekki verður
farið af stað með hreinsun við
strendurnar eins og er, en nú
stendur varptímabil fuglanna
sem hæst.
Búið er að hreinsa meira en
100 tonn af olíu úr sjónum eftir
strand Goðafoss. - sv
Olíulekinn úr Goðafossi:
Skaðar fuglalíf
við strandstað
JAFNRÉTTISMÁL Helga Guðrún Jóns-
dóttir var kosin nýr for maður
Kvenréttindafélags Íslands á
aðalfundi félagsins í gær. Helga
Guðrún sat sem varaformaður og
bauð sig ein fram til formanns.
Einnig var kosið í fram-
kvæmdastjórn á fundinum en
hana skipa átta konur. Varafor-
maður var kjörin Guðrún Mar-
grét Guðmundsdóttir, sem áður
var ritari félagsins. Úr stjórn vék
Margrét K. Sverrisdóttir, sem
gegnt hefur embætti formanns
félagsins undanfarin þrjú ár,
ásamt Margréti Steinars dóttur
og Sólborgu A. Pétursdóttur.
Fríða Rós Valdimarsdóttir, Inga
Guðrún Kristjánsdóttir og Mar-
grét Björnsdóttir voru kosnar
nýjar í stjórn.
Kvenréttindafélagið hefur
starfað síðan árið 1907. - sv
Kvenréttindafélag Íslands:
Helga Guðrún
nýr formaður
FRAKKINN FLJÚGANDI Í VARSJÁ Hann
kallar sig „Frakkann fljúgandi“, þessi
fjöllistamaður sem skemmti áhorfend-
um á hestadögum í Varsjá í vikunni.
NORDICPHOTOS/AFP
Sk
já
rB
íó
V
O
D
, S
kj
ár
Fr
el
si
o
g
Sk
já
rH
ei
m
ur
e
r a
ðg
en
gi
le
gt
u
m
S
jó
nv
ar
p
Sí
m
an
s.
M
eð
D
ig
it
al
Ís
la
nd
+
fæ
st
a
ðg
an
gu
r a
ð
Sk
já
Ei
nu
m
o
g
Sk
já
Fr
el
si
.
SP
JA
LL
IÐ
Lífæð samskipta
NÁTTÚRA „Mér fannst þetta mjög
sérstakt. Hann var svo tignarlegur
og flottur og svo spakur líka að
ég varð eiginlega meira en hissa,“
segir Gunnlaugur Örn Valsson,
sem rakst á þennan fallega fálka á
göngutúr um Leirvogstungu í Mos-
fellsbæ í fyrradag. Gunnlaugur
var úti að ganga með hundinn sinn
þegar hann sá fuglinn og segir að
hann hafi verið svo gæfur að hann
hafi hafi ekki verið nema um tvo til
þrjá metra frá Gunnlaugi.
Ævar Petersen, fuglafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands,
segir að þarna sé um ungan fálka
að ræða. Algengt sé að þeir komi
nálægt byggð.
„Þeir koma jafnvel inn í bæ og
eru að elta dúfur og svona,“ segir
Ævar. Hann segir að eldri fuglar
ferðist hins vegar ekki jafn mikið
um og hinir yngri. Þá verpi fuglinn
ekki í nágrenni við Reykjavík. - jhh
Tignarlegur og spakur fálki spókaði sig í Leirvogstungu:
Ungur fálki sást í Mosfellsbæ
FÁLKINN Gunnlaugur Örn Valsson var úti
að ganga með hundinn sinn þegar hann
kom auga á fálkann. Hann náði þessari
myndi af honum.
MYND/GUNNLAUGUR ÖRN VALSSON
LÍBÍA, AP „Markmið okkar er að
vernda og aðstoða almenna borgara
og byggðakjarna sem eiga árásir á
hættu,“ sagði kanadíski herforing-
inn Charles Bouchard, sem þessa
dagana er að taka við yfirstjórn
hernaðaraðgerða NATO í Líbíu af
Bandaríkjamönnum.
Hann sagði það alrangt að mark-
mið árásanna væri að aðstoða upp-
reisnarmenn í baráttu þeirra gegn
hermönnum á vegum stjórnar
Múammars Gaddafí.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, hélt því fram að loft-
árásir NATO væru ekkert annað en
alþjóðleg íhlutun í borgarastríðið í
Líbíu. Þessar loftárásir gangi miklu
lengra en ályktun öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna heimilar.
Eftir að loftárásirnar hófust hafa
uppreisnarmenn náð á sitt vald
aftur öllum þeim borgum í vestur-
hluta landsins.
Í gær börðust þeir í næsta
nágrenni fæðingarstaðar Gaddafís,
sem ýmist er nefnd Sirte eða Surt,
og stefna í vesturátt. - gb
Rússar segja árásirnar á Líbíu ganga lengra en ályktun öryggisráðsins leyfir:
NATO segist aðeins vernda fólk
Í UMBOÐI NATO Charles Bouchard, yfirmaður árásanna, á blaðamannafundi á Ítalíu í
gær. NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Hótel, tjaldstæði og
aðrir gististaðir seldu svipaðan
fjölda af gistinóttum á síðasta ári
og árið áður samkvæmt saman-
tekt Hagstofu Íslands. Alls voru
seldar tæplega þrjár milljónir
gistinátta á árinu.
Gistinóttum fjölgaði víðast
hvar á landinu, en fækkaði lítil-
lega á Vesturlandi og Vestfjörð-
um.
Fækkunin var mest á Suður-
landi, og má skýra um tólf pró-
senta samdrátt með eldgosinu í
Eyjafjallajökli. - bj
Fjöldi gistinátta stendur í stað:
Eyjafjallajökull
fældi fólkið frá