Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. mars 2011 15
Ég veit ekki hvernig er með aðra, en ég verð að segja að
ég er orðin frekar leið á æsingi og
handapati alþingismanna í ræðu-
stól Alþingis og víðar. Annaðhvort
er þetta leikaraskapur, kækur frá
menntaskólaárum eða skortur á
sjálfstjórn. Einhvern veginn finnst
manni viðkunnanlegra að þeir
sem bjóða sig fram til Alþingis
og koma þar með að stjórn lands-
ins, geti haft stjórn á sjálfum sér.
Prúðasta fólk breytist í kenjótta
krakka og upphrópunarpostula
í þessum ræðustól. Þess utan er
nútímatækni á því stigi að það er
óþarfi að brýna röddina. Menn
eru ekki staddir úti á víðavangi án
hljóðnema.
Gott hjá RÚV
Ekki fer hjá því að framúrskar-
andi framtak Ríkisútvarpsins
í landsmálum, þættirnir Hvert
stefnir Ísland, opni augu manns
enn frekar fyrir framangreindu.
Hvorki stjórnendur, þátttakend-
ur í panel né gestir í sal, tjáðu sig
með þessum hætti. Þarna fór fram
fagleg og gagnleg umræða, og
maður hugsaði með sér: Þetta er
hægt! Hér á Íslandi! Mál skoðuð
frá mörgum hliðum, fólk ófeim-
ið að tjá sig, ekki reynt að upp-
hefja sig á kostnað annarra. Það er
kannski óraunsæi, en óneitanlega
vekja þessir þættir vonir um að
ný umræðuhefð gæti skotið rótum
hér á landi á næstu árum ef að
henni er hlúð.
Happ þjóðarinnar
Nú þegar Harpa, tónlistarhús í
austurhluta Reykjavíkurhafnar, er
að hefja starfsemi, verður manni
óneitanlega hugsað til þess hvað
við Íslendingar stöndum í mikilli
þakkarskuld við erlenda tónlistar-
menn fyrr og síðar og hvað þeir
hafa auðgað íslenskt menningarlíf.
Vladimir Ashkenazy er auðvitað
eitt af óskabörnum þjóðarinnar,
þó að hann hafi fæðst í öðru landi.
Þessi magnaði listamaður varð á
sínum tíma hrifinn af hugmynd
fyrsta forstjóra Norræna hússins,
Ivars Eskeland, sem vildi koma
á norrænni listahátíð hér á landi.
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri
tók vel í þá hugmynd og fylgdi
henni eftir. Ashkenazy vildi taka
þátt í slíkri hátíð og hafði samband
við vini sína, sem voru til í að
koma. Þannig varð þetta alþjóðleg
hátíð. Listahátíð í Reykjavík. Og
nú er Ashkenazy að fara stjórna
opnunartónleikum í Hörpu, enda
á hann stóran þátt í að þetta ævin-
týri er að verða að veruleika.
Á stríðsárunum komu hingað
framúrskarandi listamenn eins
og Franz Mixa, Karl Heller, Hans
Stepanek og dr. Victor Urbancic.
Það munaði meira en lítið um
þessa menn. Tónlistarskóli í
Reykjavík var stofnaður fyrir for-
göngu Páls Ísólfssonar og Franz
Mixa. Sjálf man ég vel eftir dr.
Urbancic í þykkum frakka með
skjalatösku í hendi á leið í strætó
á Langholtsveginum dag hvern,
þegar ég var krakki. Og þótti
skrýtið að sjá hann uppáklæddan
með tónsprotann í hendinni í Þjóð-
leikhúsinu þegar ég fór þangað.
Í dag eru aðstæður allt aðrar á
Íslandi, tónlistarlíf öflugt og fjöl-
breytt, og sem betur fer flytja
ennþá útlendingar til landsins. Þar
á meðal hæfileikaríkir listamenn.
Og mikið er maður þakklátur
fyrir það. Síðastliðið sunnudags-
kvöld sat ég í góðum félagsskap í
troðfullum sal Iðnó og naut þess að
hlusta og horfa á Charlotte Böving
sem er dásamlegur listamaður,
með fallega og sérstaka söngrödd.
Dagskráin heitir: Þetta er lífið …
og om lidt er kaffen klar, hending
úr þekktu lagi eftir Benny Ander-
sen. Ég held að allir hafi farið
glaðir og upptendraðir út.
Þetta er lífið, stóð undir nafni.
Lífið og listin
Jónína
Michaelsdóttir
Blaðamaður
Í DAG
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um
vistun á verkefnum vegna land-
búnaðarmála gerð að umtalsefni.
Þar tekst ritstjóranum að blanda
saman ólíkum málum og dregur
þar af leiðandi kolrangar ályktanir.
Ríkisendurskoðun ber að veita
aðhald og eftirlit. Í haust sendi
stofnunin frá sér úttektarskýrslu
um framkvæmd nefndra verkefna. Í
þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til
umræðu, er ekkert annað sett fram
en að Bændasamtökin ræki verk-
efni sín af ábyrgð og athugasemda-
laust. Það er beinlínis rangt að halda
því fram að BÍ fari með eftirlit með
sjálfum sér.
Yfirvöld hafa falið Bændasamtök-
unum hlutverk. Ef það þykir ástæða
til að endurskoða það, þá er það
gert. Það er misskilningur að halda
að verkefnin skipti félagsskapinn
höfuðmáli, þau eru vel skilgreind
en ekki félagslegt starf bænda sem
er fjármagnað með öðrum hætti.
Bændasamtökin hafa sagt að ef það
er vilji til að endurskoða núverandi
fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin
til þess. Það hefði verið mun alvar-
lega ef Ríkisendurskoðun hefði kom-
ist að því að Bændasamtökin hefðu
ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu
skýrslunnar fengu samtökin hana
til umsagnar en sjónarmiða bænda
er ekki getið. Þar voru tíunduð við-
horf og athugasemdir BÍ til málsins
en umsögnina má nálgast á vef sam-
takanna, bondi.is.
Megintilgangur ritstjórans tengist
þessu málefni varla nema lauslega.
Það skal reynt að sverta Bænda-
samtökin og málið sett í samhengi
við ESB-umsókn stjórnvalda og
afstöðu bænda í þeim efnum. Áður
hefur verið snúið út úr varnarlínum
BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sér-
staklega þeirri línu sem ber yfir-
skriftina „Félagsleg staða og afkoma
bænda verði tryggð.“ Þar er eitt
megin atriðið að „samtökum bænda
verði jafnframt tryggð sambærileg
staða og nú“ eins og segir orðrétt í
ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs
leiðara höfundur að draga þá álykt-
un að varnarlínan eigi við um rekst-
ur og ríkisstyrki til Bændasamtak-
anna, sem er alrangt.
Í varnarlínunni er ekki átt við að
BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni
og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á
að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu
bænda, þ.e. að aðild að ESB raski
ekki rekstrarforsendum þeirra sem
hafa fjárfest í framleiðslutækjum og
greiðslumarki – byggt upp bú sín upp
í góðri trú og í samræmi við gild-
andi stefnu stjórnvalda í landbún-
aðarmálum. Verði samningur gerð-
ur þarf að útfæra afkomutryggingu
sem taki mið af afskriftartíma fjár-
festinganna. Með samtökum bænda
er ekki einungis átt við Bændasam-
tökin því einnig er átt við framleið-
endafélög, s.s. afurðastöðvar, sem
hafa ákveðnu hlutverki að gegna
innan ESB. Samtökin verða að hafa
sömu möguleika á því að gæta hags-
muna sinna og áður, m.a. með því að
tækifæri til tekjuöflunar verði ekki
skert frá því sem nú er.
Meginatriðið er að Bændasamtök
Íslands eru mótfallin aðild að ESB.
Þau hafa hins vegar kosið að móta
lágmarkskröfugerð fyrir íslensk-
an landbúnað. Þær kröfur tengjast
á engan hátt niðurstöðum í skýrslu
Ríkisendurskoðunar og verður að
gera skýran greinarmun þar á.
Skriplað á skötu
Bændasamtökin
Haraldur
Benediktsson
formaður
Bændasamtakanna
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
FERÐAÆVINTÝRI
Í FERMINGARGJÖF
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
54
21
2
03
/1
1
Lesendur okkar
eru á öllum aldri
– og við þjónum
þeim öllum
Allt sem þú þarft