Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 8
29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 1. Hversu mikið mælist atvinnu- leysi nú meðal Pólverja hérlendis? 2. Fyrir hversu háa upphæð hyggst íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy selja rafjeppa á Norður- löndunum? 3. Hver stóð í marki íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu gegn Kýpur um liðna helgi? SVÖR DÓMSMÁL Tvö mál eru fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur sem bæði tengjast Sigurði Einarssyni, fyrr- verandi stjórnarformanni Kaup- þings og lánveitingum bankans til hans. Í október 2008 hafði Sigurð- ur Einarsson fengið 7,8 milljarða króna að láni hjá Kaupþingi. Annað málið snýr að lánum sem starfsfólk Kaupþings, þar á meðal Sigurður, fékk til kaupa á hluta- bréfum í bankanum. Stjórn Kaup- þings aflétti persónulegri ábyrgð starfsmanna á lánunum 25. septem ber 2008, fjórtán dögum áður en bankinn fór í þrot. Á þeim tíma námu heildarlánveitingar til æðstu stjórnenda bankans 64 milljörðum króna. Slitastjórn bankans rifti síðar ákvörðuninni en bauð þeim sem höfðu fengið lánin að endurgreiða stóran hluta þeirra eða semja um uppgjör. Nokkrir fyrrverandi stjórnend- ur bankans sem hæst lán fengu neituðu að semja við slitastjórn um endur greiðslu og fóru mál þeirra fyrir dómstóla. Slitastjórn Kaupþings krefst þess að Sig- urður endur greiði 579 milljónir króna af lánum sínum. Stjórnarformaðurinn fyrr- verandi krafðist frávísunar á málinu á þeirri forsendu að hann sé með lögheimili í Bretlandi. Úrskurðar um hvort hægt verði að flytja málið hér verður felldur 7. apríl næstkomandi. Fjögur sam- bærileg mál eru á dagskrá Hér- aðsdóms Reykjavíkur og Héraðs- dóms Reykjaness á næstu tveimur mánuðum, þar á meðal gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrr- verandi bankastjóra í Lúxemborg. Þá verður fyrirtaka í lánamáli Arion banka gegn Sigurði í dag. Það fjallar um lán til hans til kaupa á hlut í fjárfestingarsjóðn- um Kaupþing Capital Partners II Fund, sem hélt utan um fjárfest- ingar bankans í óskráðum bréf- um. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að The S Invest Trust, félag Sigurðar, hafi fengið tíu milljónir punda að láni til kaupa í sjóðnum. Það jafn gildir rúmum 1,8 milljörðum króna á núvirði og er jafn há upphæð og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri bankans, fékk að láni. jonab@frettabladid.is Milljarðar undir hjá Sigurði Einarssyni Tekist er á um lán Kaupþings til fyrrverandi stjórnarformanns og annarra æðstu starfsmanna bankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Helstu starfsmenn bankans fengu á sjötta tug milljarða króna að láni hjá bankanum. SIGURÐUR EINARSSON Tekist er á um milljarðalán Kaupþings til fyrrverandi stjórnarformanns bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1. Tuttugu prósent. 2. Fyrir 4,5 milljarða króna. 3. Stefán Logi Magnússon. Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150224 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS), kt. 580407-1100, hefur birt útgefandalýsingu og grunnlýsingu dagsettar 28. mars 2011 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Útgefandalýsinguna og grunnlýsinguna ásamt þeim gögn- um sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á heimasíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til loka- gjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 30. mars 2011 er 445.000.000 kr., heildarnafnverð flokksins eftir þá stækkun er þá 24.787.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslu- bréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer IS0000018869. Reykjavík, 29. mars 2010. Lánasjóður sveitarfélaga ohf.                          !  ! "##$ $% &  !# !   !!  # ' ( )* ) !) +,)-. UPPLÝSINGATÆKNI Vírusvarnir mega sín lítils þegar notendur velja sjálfir að virkja forrit með því að smella á hlekki á netinu. Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá vefþjónustunni Snerpu á Ísa- firð, segir „almenna skynsemi“ seint verða ofmetna sem forvörn á internetinu. Fólk sem notar samskiptavef- inn Facebook kann að hafa orðið vart við nokkra aukningu á því að jafnvel grandvörustu menn sendi frá sér það sem virðist vera tenglar í vafasamt efni á vefnum. Full ástæða er til að sýna aðgát í þessum efnum, jafn- vel þótt einungis virðist vísað á saklaust grín. Björn segir algengt að fólk þurfi að setja upp kerfisviðbæt- ur til að skoða efni á netinu, svo sem Microsoft Silverlight, Flash eða Shockwave. Mikilvægt sé hins vegar að sýna aðgát þegar fólk er beðið að samþykkja forrit sem það ekki þekkir. „Við köllum þetta trójuhesta, en það eru forrit og forritsbútar sem virðast vera annað en þeir eru,“ segir hann. Fjölmargar útgáfur eru af slíkum svikabrögðum á netinu, en flestar eiga þær sammerkt að fiskað er eftir upplýsingum úr tölvu notandans, oftar en ekki til þess að senda fleirum óvær- una. „Og stundum kemur fyrir að notandinn samþykkir notk- unina, jafnvel án þess að kynna sér skilmála sem upp koma. Þar gæti eins staðið að forritið ætli að nýta sér upplýsingar úr tölvu notandans,“ segir Björn, þessi leikur hefur verið leikinn á Facebook, þar sem fólk lætur plata sig gegn loforðinu um að fá að sjá myndir, myndskeið eða brandara. - óká Stundum er eigið hyggjuvit eina vörnin gegn vá sem leynist á internetinu: Almenn skynsemi besta vörnin á Fésbókinni VÁHLEKKIR Loforð á Facebook um myndir af óförum stúlkna í vefmyndavél, sætum hvolpum eða hrekkjum geta verið gildrur óprúttinna netþrjóta. VIÐSKIPTI Einn féll í tvígang í mati Fjármálaeftirlitsins (FME) á hæfi til að sitja í stjórn fjármálafyrirtækja, eignarhaldsfélaga og vátrygginga- félaga. Þar á meðal eru stjórnir bankanna. Tólf þurftu að endurtaka matið og ákváðu þrír að endurtaka það ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun FME á niðurstöðum hæfnismatsins. Matið náði til 47 stjórnarmanna og stóðust 35 þeirra fyrstu atrennu. Níu stjórnarmenn sögðu starfi sínu lausu og mættu þeir ekki í matið. Líklegt er talið að þeir þrír sem ekki mættu í endurtekið mat og sá sem féll í tví- gang hafi þurft að segja sig úr þeim stjórnum sem þeir áttu sæti í. FME stofnaði sérstaka ráðgjafa- nefnd í janúar í fyrra sem sér um hæfnismatið. Það byggir á ítar- legu viðtali við stjórnarmenn þar sem farið er yfir þekkingu þeirra, skilning á ábyrgð þeirra og hlut- verki sem stjórnarmenn, og við- horf almennt. Nefndin veitir umsögn um hæfi stjórnarmanna og er hún höfð til hliðsjónar við ákvörðun FME um hæfið. Ekki er um tilmæli að ræða, samkvæmt upplýsingum frá FME. Jón Sigurðsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær og vísaði hann á Gunnar Andersen, forstjóra FME: Ekki náðist í Gunnar þegar eftir því var leitað í gær. - jab Fjórir stóðust ekki hæfnismat Fjármálaeftirlitsins til að sitja í stjórnum fyrirtækja: Urðu að standa úr stólum sínum FORSTJÓRI FME 47 stjórnarmenn fóru í hæfnismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Einn fór tvisvar en féll í bæði skiptin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.