Fréttablaðið - 30.03.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 30.03.2011, Síða 4
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ORKUMÁL Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segir aðgerðaráætlun fyrir- tækisins að mörgu leyti skyn- samlega. Hann telur þó að tíð forstjóraskipti fyrirtækisins og uppsögn fjármálastjóra á síðustu mánuðum hafi haft slæm áhrif á viðhorf erlendra banka. Hann segir yfirlýsingar bankanna gríð- arleg vonbrigði. Kjartan situr einnig í stjórn OR. „Ég er hræddur um að það hafi verið röng ákvörðun að skipta um þessa tvo lykilstjórnendur,“ segir Kjartan, og á þar við Hjörleif Kvaran, fyrrverandi forstjóra, og Önnu Skúladóttur, fyrrverandi fjármálastjóra. „Einnig hafa öll þau klaufalegu ummæli sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum alveg örugg- lega ekki hjálp- að og sennilega dregið úr vilja bankanna til að endurfjár- magna.“ Kjartan er í meginatrið- um sammála því að selja sem mest af eignum Orkuveitunnar og styður tillögu forstjórans um að koma Gagna- veitunni í verð. Hann dregur þó gjaldskrárhækkanirnar í efa og segir þá útreikninga sem liggi fyrir ekki fullnægjandi. Kjartani líst vel á áform borgar- ráðs að láta gera úttekt á starfsemi Orkuveitunnar aftur í tímann. Það sé þó ekkert nýtt, heldur séu reglu- lega gerðar slíkar úttektir. „Ég tel að það væri rétt að málin yrðu skoðuð alveg frá stofn- un fyrirtækisins,“ segir hann. „Það verður ekki litið framhjá því að afar margar skuldir urðu til á tímabilinu 2003 til 2006.“ - sv Ég er hræddur um að það hafi verið röng ákvörðun að skipta um þessa tvo lykilstjórnendur KJARTAN MAGNÚSSON BORGARFULLTRÚI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Ranghermt var í frétt um rafgreining- arbúnað sem framleiðir vetni í bílvélar að fyrirtækið HB tækniþjónusta hafi hætt við að koma upp slíkum búnaði eftir prófanir. Fyrirtækið sem hætti við heitir HBT International og er íslenskt tæknifyrirtæki. ORKUMÁL Ljóst er að óleyst fjár- þörf Orkuveitu Reykjavíkur út árið 2016 er um 50 milljarðar króna. Þeir peningar eiga að fást með umfangsmikilli hagræðingu og breytingum á starfsemi fyrir- tækisins. Hækkun fráveitu- og hitaveitugjalda, innri hagræðing og frestun fjölda framkvæmda er meðal þess sem er ætlað að brúa þetta stóra bil. Sala á eign- um Orkuveitunnar, þar á meðal höfuðstöðvunum við Bæjarháls, Perlunni og Gagnaveitu Reykja- víkur, á að skila fyrirtækinu um tíu milljörðum króna. Ef ekkert verði að gert er óvíst hvort nægir peningar væru til þess að borga starfsfólki laun í lok aprílmánaðar. Má segja að fyrir- tækið sé tæknilega gjaldþrota. Bjarni Bjarnason, nýráðinn for- stjóri OR, segir mikla endurskipu- lagningu fram undan. „Orkuveitan er strand,“ segir Bjarni. „Og líkt og menn gerðu þegar skipið Goðafoss strandaði á dögunum þarf að bera allt frá borði sem ekki þarf að vera þar.“ Bjarni segir ímyndarvanda fyrirtækisins mjög alvarlegan og nauðsynlegt sé að ráða á honum bót nú þegar. „Orkuveitan veit ekki hver hún er eða hvers er ætlast til af henni,“ segir hann og nefnir þar hina ýmsu titla fyrirtækisins sem tilgreindir eru á heimasíðu þess. Þá segir hann brýnt að endurskoða kjarnastarfsemina. Orkuveitan sé fyrst og fremst veitu- og þjón- ustufyrirtæki í eigu almennings. Bjarni skilgreinir hvorki Gagna- veituna né vinnslu raforku til stór- iðju sem kjarnastarfsemi. Þó ligg- ur ekki fyrir ákvörðun um sölu á Gagnaveitunni. Talið er að hún sé metin á um fimm milljarða króna. Bjarni segir Gagnaveituna í raun einu eign Orkuveitunnar sem skili tekjum svo nokkru nemi. Spurður hvort þetta umfangs- mikla verkefni sem fram undan er vaxi honum í augum segist Bjarni þvert á móti hlakka til. „Þetta er afar mikilvægt fyrirtæki og það skiptir máli að það sé rekið með trausti. Það er svo samofið nútíma lífsgæðum að ég hlakka til að fást við þetta,“ segir hann. Reykjavíkurborg samþykkti í gær tólf milljarða króna björgun- arpakka til þess að mæta lausa- fjárvanda fyrirtækisins. Átta milljarðar verða greiddir út í apríl næstkomandi og fjórir milljarðar árið 2013. Lánveitingin minnk- ar haldbært fé Reykjavíkurborg- ar í árslok, en í tilkynningu frá borgarstjórn segir að sú fjárhæð standi engu að síður í rúmum átta milljörðum króna. Borgarráð ákvað í desember að láta gera ítarlega úttekt á málum Orkuveitunnar og var sú ákvörðun færð til bókar á borgarráðsfundi í fyrradag. Jón Gnarr borgarstjóri segir mál fyrirtækisins afar tyrfið og mjög flókið í alla staði. „Við munum láta gera þessa úttekt eins fljótt og mögulegt er,“ segir Jón. „Og munum fá til þess mjög hæfa og óháða einstaklinga.“ Óvíst er hvenær niðurstöður úttektarinnar munu liggja fyrir. sunna@frettabladid.is Orkuveitan sigldi í strand OR þarf 50 milljarða til þess að borga skuldir sínar. Sala eigna, hækkun gjaldskráa og frestun framkvæmda er meðal annars ætlað að brúa bilið. Nauðsynlegt að endurskoða hlutverk fyrirtækisins, segir forstjóri OR. Aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur í tölum Aðgerð Áætlað fjármagn til ársins 2016 Frestun viðhaldsfjárveitinga 15 milljarðar Dregið verður úr viðhalds- og nýfjárfestingum í veitukerfum OR. Dregið úr öðrum fjárfestingum 1 milljarður Lækkun á ófyrirséðum fjárfestingum kallar á aukið aðhald varðandi fjárfestingar. Hækkun gjaldskráa 8 milljarðar Fráveitugjald verður hækkað um 45 prósent og hitaveitugjald um 8 prósent. Eignasala 10 milljarðar Sala á höfuðstöðvum OR við Bæjarháls, Perlunni, hugsanlega Gagnaveitunni og öðrum eignum sem ekki eru skilgreindar sem kjarnastarfsemi. Veruleg óvissa ríkir um hvort takist að selja eignirnar á tímabilinu. Aukin hagræðingarkrafa 5 milljarðar Starfsmönnum mun fækka um 90 á tímabilinu en ófyrirséð er hvort beinar uppsagnir munu eiga sér stað. Lán frá eigendum 12 milljarðar Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð veita OR verðtryggt lán til 15 ára. Alls 51 milljarður Gjaldskrá á heitu vatni og fráveitu- gjöldum mun hækka 1. maí næstkomandi. Fráveitugjöld munu hækka um 45 prósent en heita vatnið um 8 prósent. Þessar hækkanir verða um 1.500 króna viðbót við hitaveitu- reikninga fyrir100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskrá Orkuveitunnar hækk- aði síðast í nóvember í fyrra. Með komandi breytingum í maí mun hitaveitugjald hafa hækkað um 40 prósent frá því í október 2010. Hækkanir á gjaldi Orkuveitan veit ekki hver hún er eða hvers er ætlast til af henni BJARNI BJARNASON FORSTJÓRI OR LAUSNIN KYNNT Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, kynnti fyrir blaðamönnum umfangsmikla aðgerðaráætlun til bjargar fyrirtækinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fulltrúi minnihluta í stjórn OR segir björgunaráætlanir að mörgu leyti skynsamlegar: Telur tíð forstjóraskipti Orkuveitu mistök OKURVERÐ Svona var eldsneytisverðið 8. mars. Hækkandi eldsneytisverð er meðal þátta sem aukið hafa verðbólgu milli mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSLÍF Verðbólga jókst um 0,95 prósent milli febrúar og mars samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga mælist því 2,3 prósent í mars, en var í fyrri mánuði 1,9 prósent. Fram kemur í umfjöllun Hagstofunnar að verð- bólga hafi aukist um 1,2 prósent síðustu þrjá mánuði, en það jafn- gildi 5,0 prósenta verðbólgu á ári. Fram kemur í umfjöllun Grein- ingar Íslandsbanka um verðbólg- una að hækkandi eldsneytisverð, útsölulok og hækkun íbúðaverðs hafi hvað mestu ráðið um aukna verðbólgu í mars. „Þeir liðir sem héldu aftur af mánaðarhækkun- inni nú voru fyrst og fremst verð dagvöru og þjónustu,“ segir í morgunkorni bankans í gær. - óká Eldsneytisverð hefur áhrif: Verðbólga kom- in í 2,3 prósent KJARTAN MAGNÚSSON GENGIÐ 29.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,1905 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,69 115,23 183,44 184,34 161,54 162,44 21,659 21,785 20,437 20,557 17,994 18,1 1,399 1,4072 181,25 182,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Í blaðinu í gær var ranglega sagt að sækja ætti fé í sjóði Orkuveitunnar til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Sækja á í sjóð borgarinnar, aðaleiganda OR. Þá seldi OR ekki hlut sinn í Lands- virkjun heldur Reykjavíkurborg. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 16° 16° 9° 17° 12° 6° 6° 20° 12° 19° 10° 30° 2° 14° 21° 3° Á MORGUN 5-10 m/s. FÖSTUDAGUR 3-8 m/s. 4 4 3 3 5 3 4 6 8 5 7 8 15 9 3 8 6 6 3 5 4 8 5 5 6 6 8 5 5 5 4 6 RIGNING MEÐ KÖFLUM Það má segja að veður verði nokkuð gott næstu daga þrátt fyrir úrkomu í kort- unum. Vindur verð- ur fremur hægur og ætti að glitta í sólina á milli skúra. Milt í veðri og ætti hitinn að ná að minnsta kosti 4-5°C í allfl estum landshlutum. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.