Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.03.2011, Qupperneq 6
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR6 N ánar á sim inn.is Ef þú ert með Sjónvarp Símans færðu 50% afslátt af myndum í Skjábíói í dag. Magnaðir miðvikudagar! 50% afsláttur í SkjáBíói! Skannaðu hérna til að sækja 28 B arcode Scanner Náðu í kvikmyndaforrit STJÓRNMÁL Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsæt- isráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnu- lífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulíf- inu að fá fund með þessum þrem- ur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaup- mannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norður- landaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauð- lindir. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmanna- hafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherr- ans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samninga- viðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkis- valdsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsinga- fulltrúi sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né held- ur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráð- herra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ thorgils@frettabladid.is Jón mætti ekki á fund með SA og LÍÚ Jón Bjarnason mætti ekki til fundar með forsvarsmönnum ríkisstjórnarflokk- anna, Samtaka atvinnulífsins og LÍÚ. Var erlendis, en upplýsingafulltrúi segist ekki kannast við fundarboð. Fjarvera Jóns meðal ástæðna fyrir óánægju SA. MÆTTI EKKI Á FUND Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki til fundar með formönnum stjórnarflokkanna og fulltrúum SA og LÍÚ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Framtakssjóður Íslands ætlar ekki að fjármagna tap- rekstur fyrirtækja í eigu hans, að sögn Finn- boga Jónssonar, framkvæmda- stjóra sjóðsins. Finnbogi var á meðal þátt- takenda á Kaup- hallardegi Arion banka í gær. Þar var hann spurður um stefnu sjóðsins og aðstoð við fyrirtæki hans í fjárþörf. „Við getum stutt við félögin. Ef við leggjum fjármagn í félög þá verður það til uppbyggingar þeirra og til fjárfestinga,“ svar- aði Finnbogi. Hann bendir á að sjóðurinn meti það hverju sinni hvort rekstur fyrirtækja í hans eigu sé sjálfbær til framtíðar eður ei. - jab Fjármagna ekki tapreksturinn: Styðja við félög og fjárfestingar Skúmaskot til ama í Ölfusi: Börn ganga um í ælu og þvagi Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. BJARNI HARÐARSON AÐSTOÐARMAÐUR JÓNS BJARNASONAR SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA FORNMINJAR Merkur handritafundur, sem gæti varp- að nýju ljósi á sögu frumkristninnar, er nú deiluefni Ísraela og Jórdana. Handritin fundust í helli í Jórdaníu, líklega á árunum 2005 til 2007. Ónafngreindur bedúíni er sagður hafa fundið þær, en annar bedúíni er sagður hafa flutt þær til Ísraels. Hann segir fundarstaðinn lengi hafa tilheyrt fjölskyldu sinni. BBC fullyrðir að Jórdanar vilji nú fá blýhandrit þessi aftur frá Ísrael. Handritin eru um það bil sjötíu talsins, en í hverri bók eru aðeins fimm til fimmtán blöð og þau eru ekki stærri en kreditkort. Blöðin eru steypt úr blýi og kopar og bundin saman með hringjum. Skýrt er frá þessu á vefsíðum breska útvarpsins BBC. Þar er vitnað í sérfræðinga sem segja þennan handritafund hugsanlega jafnast á við Dauðahafs- handritin og geti því varpað nýju ljósi á upphaf kristinnar trúar. Bækurnar eru skrifaðar á fornhebresku og skreyttar ýmsum táknum, sem benda til tengsla við frumkristna söfnuði. Fyrstu rannsóknir benda til þess að blýplöturnar séu frá fyrstu öld okkar tímatals, en rannsóknir eiga eftir að leiða í ljós hvort þarna sé um síðari tíma verk og hugsanlega fölsun að ræða. - gb Jórdanar vilja fá bækur frá frumkristni sem fundust í helli aftur frá Ísrael: Gætu skýrt upphaf kristninnar FORN KIRKJUSTAÐUR Þessi hellir í Jórdaníu er talinn vera elsta kirkja kristinna manna. Blýbækurnar fundust einnig í helli í Jórdaníu. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið er sem fyrr lang- mest lesna dagblað landsins, samkvæmt nýrri mælingu Capacent. Lestur á Frétta- tímanum er nú í fyrsta skipti inni í lestrar- mælingum og lestur á DV er mældur aftur eftir nokkurt hlé. Samkvæmt upplýsingum frá Capacent stendur til að mæla lestur á öllum blöðum sem gefin eru út í dagblaðaformi. Því má búast við mælingum á lestri á Viðskipta- blaðinu, Finnur.is og mögulega öðrum blöðum sem gefin eru út reglulega. Nýjustu mælingar Capacent leiða í ljós að 60 prósent landsmanna lesa Fréttablaðið að meðaltali. Það er 0,9 prósentustigum minna en í síðustu mælingu, sem gerð var í október. Lesturinn er mestur meðal höfuð- borgarbúa á aldrinum 18 til 49 ára, 71,8 prósent. Alls lesa 33,2 prósent landsmanna Morgun blaðið, og hefur lesturinn aukist um 1,7 prósentustig frá því í október. Um 28,6 prósent höfuðborgarbúa á aldrinum 18 til 49 ára lesa hvert tölublað. Um 41,8 prósent landsmanna lesa Frétta- tímann, sem kemur út einu sinni í viku, á föstudögum. Um 48,6 prósent höfuðborgar- búa 18 til 49 ára lesa blaðið. Alls lesa 12,5 prósent DV, sem kemur út þrjá daga í viku. Um 10,7 prósent höfuð- borgarbúa á aldrinum 18 til 49 ára lesa blaðið að meðaltali. - bj Sex af tíu landsmönnum lesa Fréttablaðið samkvæmt nýrri lestrarmælingu Capacent: Mæla lestur allra blaða á dagblaðaformi Meðallestur á hvert tölublað 60,0% 33,2% 12,5% 41,8% 60 50 40 30 20 10 0 Heimild: Capacent Ætti að lækka opinberar álögur á eldsneyti? Já 89% Nei 11% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú ákvörðun Reykja- víkurborgar að lána OR 12 milljarða króna? Segðu þína skoðun á Vísi.is FÉLAGSMÁL Skot við innganginn á Félagsmiðstöðinni Svítunni á Þorklákshöfn er til ama fyrir unglinga í Ölfusi, að því er ungmennaráð sveitarfélagsins segir. „Helsti gallinn við húsnæðið er skotið við innganginn því fyrir ofan félagsmiðstöðina er bar og þetta skot virðist verða salerni um helgar. Því er nauðsynlegt að loka þessu skoti svo ungmenni þurfi ekki að ganga í þvagi og ælu þegar þau mæta í félagsmið- stöðina á mánudögum. Ekki er við hæfi að ungmenni í sjötta til tíunda bekk þurfi að ganga inn um inngang sem er í þessu ásigkomulagi,“ segir ungmenna- ráðið sem þó kveður unglingana almennt sátta við aðstöðuna í Svítunni og það sem þar er í boði. Ráðið hefur ákveðið að senda erindið til bæjar- stjórnar. - gar Yfrlýsingar Samtaka atvinnulífsins um að ríkisstjórnin sé ráðalaus þegar kemur að kjaraviðræðum koma á óvart, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við RÚV í gær. Steingrímur sagði góðan gang í vinnunni og að hægt yrði að ná saman um fleira en að kröfur um að framtíðarfyrir- komulag sjávarútvegsmála væru inni í þessum viðræðum. Segist hissa á SA FINNBOGI JÓNSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.