Fréttablaðið - 30.03.2011, Side 10
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR10
www.nordicaspa.is
FRÁBÆR VAXTAMÓTUN
MIKIL FITUBRENNSLA
GEGGJAÐ FJÖR &
SKEMMTILEG TÓNLIST
HANDKLÆÐI- OG HERÐANUDD
Í POTTUNUM
SÉRSNIÐIN ÆFINGAÁÆTLUN
MEÐ EINKAÞJÁLFARA
4 VIKNA NÁMSKEIÐ
SKRÁNING444-5090
HEF
ST
5. AP
RÍL
B U T T L I F T
GEGGJAÐUR ÁRANGUR!
BRETLAND „Það er engin framtíð
lengur fyrir Líbíu með Gaddafí
við stjórnvölinn,“ sagði William
Hague, utanríkisráðherra Bret-
lands, að lokinni alþjóðlegri ráð-
stefnu í Lundúnum um hernaðar-
aðgerðirnar í Líbíu.
Á fundinum í Lundúnum var
samþykkt að halda áfram loft-
árásum á liðsmenn Gaddafís og
fylgja eftir loftferðabanni og
vopnasölubanni, ásamt því að
þrýsta á Gaddafí að láta undan
uppreisnarmönnum.
„Gaddafí hefur enn ekki látið af
völdum, og þangað til hann gerir
það verður Líbía hættulegur stað-
ur,“ sagði Hillary Clinton, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, að
fundinum loknum.
Á fundinum voru utanríkisráð-
herrar næstum því fjörutíu ríkja,
þar á meðal NATO-ríkjanna og
aðildarríkja Arababandalagsins,
ásamt Anders Fogh Rasmussen,
framkvæmdastjóra NATO, Ban
Ki-moon, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, Catherine
Ashton, utanríkismálafulltrúa
Evrópusambandsins, og Hesham
Youssef, fulltrúa Arababanda-
lagsins.
„Við vorum öll sammála um að
Gaddafí og stjórn hans hefðu glat-
að öllu réttmæti og yrðu dregin
til ábyrgðar vegna gerða sinna,“
sagði Hague, ánægður með að
samstaða hefði verið svona mikil.
Þrátt fyrir það berast enn mis-
vísandi yfirlýsingar um mark-
mið árásanna og enn virðist óljóst
hver verkaskipting eigi að vera
með Bandaríkjunum, NATO og
einstaka aðildarríkjum NATO um
bæði yfirstjórn og framkvæmd
árásanna.
Barack Obama Bandaríkjafor-
seti notaði ávarp sitt til þjóðar-
innar á mánudagskvöld til að rétt-
læta þátttöku Bandaríkjamanna í
aðgerðunum í Líbíu.
„Hernaðaraðgerðir okkar hafa
það þrönga markmið að bjarga
mannslífum,“ sagði hann, en
sagðist þó ætla að taka þátt með
öðrum ríkjum í því að beita Gad-
dafí þrýstingi í von um að hann
léti af völdum.
gudsteinn@frettabladid.is
Samstaða um að
koma Gaddafí frá
William Hague var ánægður með samstöðu á ráðherrafundinum í Lundúnum.
Obama segir Bandaríkin losa sig undan meginábyrgðinni af árásunum. Enn
berast þó misvísandi yfirlýsingar um markmið árásanna og verkaskiptingu.
ÞUNG Á BRÚN David Cameron, forsætis-
ráðherra Bretlands, og Hillary Clinton,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á
fjölmennum ráðherrafundi í Lundúnum
í gær. Meðal þátttakenda á fundinum
var Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Á SLÓÐUM KJARNORKUSLYSS Sjö
ára drengur, Kenshin Nakajima, sem
bjargað var frá Fukushima, með hundi
sínum við neyðarskýli í Saitama, sem
er skammt frá Tókíó.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UTANRÍKISMÁL Það er réttur þing-
flokks Vinstri grænna að andmæla
því í ríkisstjórn að Atlantshafs-
bandalagið hafi tekið yfir stjórn
aðgerða í Líbíu, sagði Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra í við-
tali við RÚV í gær.
„Við höfum rætt þær aðgerð-
ir sem voru samþykktar og álykt-
að um í öryggisráðinu. Nú er það
NATO sem hefur yfirumsjón með
þessum aðgerðum en í eðli sínu
hafa þær ekkert breyst, þær tillög-
ur sem voru samþykktar. Ég geri
engar athugasemdir við hvernig
utanríkisráðherra hefur haldið á
því máli en Vinstri græn hafa gert
athugasemdir við það og það er bara
þeirra mál,“ sagði Jóhanna.
Aðildarríki bandalagsins verða
að ná samstöðu um allar ákvarð-
anir þess. Fulltrúi Íslands hreyfði
engum andmælum þegar ákveðið
var að taka yfir stjórn aðgerða.
„Nú er það að vísu ekki svo að
Ísland hafi sem slíkt stutt þessar
aðgerðir, en það lagðist ekki gegn
þeim,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son, fjármálaráðherra og formaður
Vinstri grænna, að loknum ríkis-
stjórnarfundi í gær.
Hann sagði í viðtali við RÚV að
þessi afstaða hafi ekki áhrif á setu
Vinstri grænna í ríkisstjórn, en
benti jafnframt á þá stefnu flokks-
ins að vera andvígur aðild Íslands
að Atlantshafsbandalaginu. - bj
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það rétt Vinstri grænna að vera á móti hernaði í Líbíu:
Ísland lagðist ekki gegn aðgerðum NATO
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
Nú er það að vísu
ekki svo að Ísland
hafi sem slíkt stutt þessar
aðgerðir, en það lagðist ekki
gegn þeim.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
FORMAÐUR VG OG FJÁRMÁLARÁÐHERRA