Fréttablaðið - 30.03.2011, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2011 3pústþjónusta ●
Betra Púst í Skógarhlíð 10 er ný
pústþjónusta þar sem áhersla er
lögð á fljóta og góða þjónustu auk
þess að þjónusta stærri farartæki
bæði hvað varðar púst, rúðuísetn-
ingar og sérsmíði.
„Við erum búin að vera hérna
í mánuð og viðtökurnar frábær-
ar. Þessa þjónustu vantaði á þetta
svæði,“ segir Smári Óskar Hólm-
arsson, eigandi Betra pústs í Skóg-
arhlíð 10 sem má segja að sé beint á
móti Hlíðarenda. Smári er þó eng-
inn nýgræðingur í faginu því hann
byrjaði að vinna hjá föður sínum á
pústverkstæðinu Fjöðrinni fimm-
tán ára gamall. „Ég hef mikinn og
góðan bakgrunn. Það má eiginlega
segja að þetta sé í blóðinu,“ segir
Smári og hlær.
Í húsnæðinu í Skógarhlíð 10 er
hátt til lofts og vítt til veggja, auk
þess sem innkeyrsludyrnar eru
stærri en gengur og gerist á verk-
stæðum. „Ég get tekið heilu rút-
urnar hérna inn og gert við þær,“
segir Smári. „Hér sérsmíðum við
pústkerfi í öll ökutæki, meira að
segja vinnuvélar, fjórhjól og mót-
orhjól og einnig getum við beygt
vatnsrör fyrir pípulagningaverk-
taka. Ef það er pústkerfi í far-
artækinu þá getum við græjað
það. Auk þess bjóðum við upp á
að skipta um ljósaperur og rúðu-
þurrkur eða bæta á olíuna, ýmis-
legt smotterí sem fínt er að koma
í lag úr því bíllinn er kominn inn á
gólf hjá okkur. Þar að auki bjóðum
við upp á þjónustu sem pústverk-
stæði eru yfirleitt ekki með, en það
eru rúðuísetningar og viðgerðir á
framrúðum í allar gerðir bíla. Við
leggjum ofuráherslu á vönduð og
góð vinnubrögð og að kúnninn fari
héðan ánægður.“
Smári segir viðtökurnar hafa
verið frábærar. „Það hefur verið
ótrúlega mikið að gera hjá okkur
síðan við opnuðum og viðtökurn-
ar farið fram úr björtustu vonum.“
segir hann. „Fólk kemur með bílinn
vegna pústsins og líkar vinnan svo
vel að það kemur aftur til okkar ef
eitthvað annað bilar. Enda er það
prinsippmál hjá mér að bíllinn
fari ekki héðan út fyrr en hann er
í toppstandi. Ég legg mikið upp úr
því að halda kúnnanum vel upplýst-
um og láta hann fylgjast með því
hvað er að og hvað viðgerðin muni
kosta. Við bjóðum líka upp á þá
þjónustu að fólk geti komið hingað
með bílana og við skoðað þá, komist
að því hvað er að og hvað það muni
kosta að gera við það. Sú þjónusta
kostar ekkert aukalega. Í framtíð-
inni er svo meiningin að koma upp
huggulegri kaffiaðstöðu þar sem
fólk getur sest og beðið á meðan
við dyttum að bílnum og haft það
huggulegt.“
Með „Betra púst“ í blóðinu
„Hjá okkur fást pústkerfi í allar tegundir bíla, líka þau sem ekki eru
til en við framleiðum hér á staðnum það sem ekki er fáanlegt ann-
ars staðar á landinu. Við eigum gríðarlega mikið úrval af efni sem
við getum smíð-
að úr,“ segir Einar
S. Ólafsson, annar
eigenda pústþjón-
ustunnar Púst ehf.
að Smiðjuvegi 50 í
Kópavogi.
Einar stofnaði
fyrirtækið ásamt
Elvari Ö. Magnús-
syni bifreiðasmið
árið 2006 en hefur
sjálfur starfað við
smíði pústkerfa
í yfir tuttugu ár.
Hann er því öllum hnútum kunnugur í faginu eins og hann orðar það
og hefur nóg að gera.
„Fólk nýtir sér talsvert sérsmíðiþjónustuna en einnig er mikið að
gera í tengslum við hvarfakúta í bíla. Við höfum orðið okkur úti um
gott úrval af hvarfa- eða mengunarkútum sem kosta minna en ann-
ars staðar, til dæmis hjá umboðunum. Við flytjum allar okkar vörur
sjálfir inn, sem er ástæðan fyrir því góða verði sem við getum boðið
upp á. Ef einhver segði mér að við værum með besta verðið í bænum,
þá yrði ég fyrstur til að trúa því,“ segir Einar hlæjandi. Allar upplýs-
ingar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.pustkerfi.is
Sérsmíðum það sem
ekki fæst annars staðar
„Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til,“ er
mottó Einars S. Ólafssonar og Elvars Ö. Magnússonar hjá
Pústi ehf. MYND/GVA
Hátt eldsneytisverð hefur vakið marga bifreiðaeigendur til
umhugsunar um hvernig minnka megi orkunotkun. Nokk-
ur atriði er viðhald varða geta haft þónokkuð að segja.
Réttur loftþrýstingur í dekkjum skiptir miklu máli
en of lítill loftþrýstingur getur aukið eyðslu um 6%.
Þá skiptir miklu máli að vélin sé rétt stillt og loftsían
hrein til að halda eldsneytiskostnaði niðri.
Annað sem getur haft áhrif er óþarfa farangur en
aukin byrði veldur meiri áreynslu. Mætti þar huga að
því hvort ekki megi fjarlægja toppgrindur og auka-
farangursgeymslur ofan á bílþakinu sem ekki eru í
notkun. - jma
„Við leggjum ofuráherslu á vönduð og góð vinnubrögð,” segir Smári Óskar Hólmarsson, eigandi Betra pústs. MYND: VILHELM
Líftími einstakra hluta bifreiðarinnar er mislangur og því misjafnt
hvenær þarf að huga að því að endurnýja þá eða gera við. Rann-
sóknir hafa verið gerðar á endingu einstakra bílhluta og á
heimasíðu Umferðarstofu, umferdarstofa.is, má finna
töflu sem sýnir niðurstöður slíkra rannsókna.
Sem dæmi um þau meðaltöl sem þar birtast,
um endingartíma einstakra hluta, má nefna
þurrkublöð, sem rannsóknir sýna að end-
ast að meðaltali í 20.000 kílómetra. Þá
endast hemlaborðar og hemlaklossar
að meðaltali í 40.000 kílómetra og
smurolíusía í bensínvél í um eitt
ár. - jma
Allur gangur á endingartíma
Þurrkublöð bifreiða endast sam-
kvæmt rannsóknum að meðal-
tali um 40.000 kílómetra.
Margt eykur orkunotkun
Bílaverkstæði
Almennar viðgerðir
Pústkerfi og sérsmíði
Hjólbarðaverkstæði
Góð dekk Skiltagerð
Bílamerkingar
Alþrif
Bón
Djúphreinsun
Filmur Bílgræjur
Framrúðuviðgerðir Rafgeymar
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.