Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1919, Síða 7

Sameiningin - 01.09.1919, Síða 7
195 Ungmennafélögin. Var það mál lengi og ítarlega rætt frá ýmsum hliðum, en ekki önnur samþykt nú gjörð en sú, að leitast við að endurreisa bandalögin, þar sem ungir menn eru nú aftur komnir heim úr stríðinu. Að öðru leyti skyldu nefndarmenn íhuga málið vandlega fram að næsta fundi og koma þá með tillögur um verkefni og fyrirkomulag. Útgáfuttiál. Skýrslu um hag útgáfufyrirtækjanna lagði Jón J. Vopni fyrir fundinn og var hann kosinn ráðsmaður þeirra fyrir hönd nefndarinnar. Rætt var um íslenzka les- bók handa íslenzkum unglingum, sem óskað var eftir á kirkjuþingi 1917 að samin yrði og gefin út. Hafði útgáfu- nefnd haft það mál til meðferðar, en ekki átt kost á neinum hæfum manni til að semja bókina. Af sömu ástæðu sá framkvæmdarnefndin sér ekki fært að gjöra neitt frekar í því máli að sinni. Nefndin ræddi og um útgáfu kórsöngva, er minst var á á kirkjuþingi 1917, en samþykt var að fresta því máli, þar til prófessor Sv. Sveinbjörnsson kæmi. sem væntanlegur er bráðlega, og leita í því efni ráða ha.ns og aðstoðar. Nefndin samþykti áskorun til safnaðanna um að kaupa eftir þörfum sálmabækur til að hafa í kirkjum sínum og útbýta þeim meðal þeirra, sem sálmabókarlausir koma í kirkjuna. Um “Sameininguna” var rætt og helzt ráðgjört að hækka verð blaðsins um næstu árgangamót upp í $1.50.. Nærri öll tímarit hafa fyrir löngu hækkað í verði sökum pappírsverðs og prentunar. Enn fremur var ráðgert að vinna kröftulega að því að safna nýjum kaupendum, og var þrem nefndarmönnum falið að vinna það verk samkvæmt ráðstöfunum, sem nefndin gerði í þá átt. Fjármál. Rætt var um það, hverjar aðferðir væri heppilegastar til þess að hafa saman fé það, er árlega þarf til starfsmála kirkjufélagsins, og kom mönnum saman um það, að nothæfast myndi það vera, að gefa hverjum einstök- um söfnuði heildaryfirlit yfir þarfirnar og bending um, hversu mikið hann þyrfti að leggja til hverrar einstakrar starfsgreinar, en hver söfnuður réði sjálfur fjársöfnunar- fyrirkomulagi hjá sér eftir ástæðum. pingsyfirlýsingar frá síðasta kirkjuþingi. Skrifari skýrði frá afgreiðslu þeirra: 1. Áskorun til bæjarráðsins á Gimli um undanþágu á skatti á Betel. Svar ókomið og þess ekki enn að vænta. 2. Yfirlýsing um aðstöðu kirkjunnar við mannfélags- mál samtíðarinnar. Hafði yfirlýsingin send verið öllum ís- lenzku blöðunum. Öll höfðu þau birt hana, en ekkert þeirra

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.