Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1919, Page 11

Sameiningin - 01.09.1919, Page 11
199 Aðal-viðfangsefni mitt á síðastliðnu ári hefir verið starfið við Toyohashi-stöðina; en auk þess hefi eg veitt þá aðstoð við Nagoya-stöðina, sem tími hefir unnist til frá aðal- starfinu og tungumálsnáminu. Eg hefi haldið áfram því starfi í Toyohashi og nágrenninu, sem Mr. Linn hafði hafið árið áður f þeim erindum hefi eg farið 45 mílna járnbraut- arferð þangað frá Nagoya á hverri viku, og dvalið þar 2—3 daga í hvert sinn. petta gjörði eg þangað til sonur okkar fæddist; en þá mátti eg ekki vera svo lengi að heiman í einu. Og síðan eg tók að öllu leyti við umsjón Nagoya-stöðvarinn- ar, hafa ferðir mínar þangað, eins og skiljanlegt er, verið strjálari. Með því að þar hafði aðeins verið unnið eitt ár að trúboði, þurfti að ýmsu leyti að færa starfið út; svo að auk þess sem Mr. Linn hafði bjargast á, stofnuðum við ann- an sunnudagsskóla í borginni og höfum líka starf (sd.skóla og opinberar guðsþjónustur) í þorpi þar nálægt. Starfið við Toyohashi-stöðina nær því sem stendur yfir þrjú sveita- þorp, auk borgarinnar sjálfrar, þar sem við höfum á hverri viku tvo sd.skóla, guðsþjónustur á sunnudögum, náms- manna-fund og viðtal við einstaklinga. pessi viðtöl við ein- staklinga hafa verið smá-fundir, sem við höfum haldið á tveimur stöðum í borginni; trúboðinn heldur stutta ræðu og býður mönnum umræður. Eins og þið getið skilið, er gagnið af þessum fundum að miklu leyti undir manninum komið, sem þeim stjórnar. Ekki er sem stendur unt að benda á neinn sýnilegan árangur af starfinu við Toyohashi- stöðina; og ef eg kærði mig um, gæti eg sagt frá miklum erfiðleikum og raunum. Að því er snertir starfið við Nagoya-stöðina, þá hefir því yfir höfuð að tala verið stjórnað eins og áður hefir verið frá skýrt Á árinu (frá páskum til páska) hafa 11 verið skírðir og 2 fermdir. Síðan á páskum hafa 3 verið skírðir og 2 nýir sunnudagsskólar hafa verið stofnaðir í úthverfum borgarinnar. pessir nýju sd.skólar eru undir umsjón Mr. Shiina, sem útskrifaðist frá prestaskólanum í Tokio í vor og var svo skipaður til þess að vinna hér með mér. pessir 2 sd.skólar eru byrjun yfirgripsmikils sveitar-starfs, sem við höfum ráðgert að hefja að hausti meðfram sömu aðal- brautinni, sem þessir skólar eru við. Mr. Shiina sagðist hafa orðið fyrir harðri mótspyrnu af hendi Búddista á öðr- um staðnum (Kawana) ; börnin hafa hópast að honum, en eftir fundi okkar hafa foreldrar þeirra komið til okkar bál- vondir, og heimtað að við strykuðum nöfn barnanna út af

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.