Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1919, Side 12

Sameiningin - 01.09.1919, Side 12
200 sd.skóla skránni- Og börnin hafa verið hrædd með sögum eins og þeim, að þau myndu verða krossfest eða að við myndum taka þau burtu og deyða þau á einhvern annan hátt, ef þau héldu áfram að koma til okkar. Á strætunum benda börn á Mr. Shiina og hrópa: “Hættulegi og vondi maðurinn!” En Mr. Shiina er trúarsterkur og stöðugur í bæninni og hann vonast fastlega eftir því, að geta með tím- anum komið einhverju góðu til leiðar á þessum stöðvum. Fyrstu 10 dagana í þessum mánuði (Júní) áttum við mjög annríkt við trúvakninga-samkomur, sem við héldum í félagi við Canada-Episcopal trúboðið. Á hverjum eftirmið- degi höfðum við samkomur fyrir börn, og voru að meðaltali viðstödd 200; og á hverju kvöldi var prédikað, og sóttu þær samkomur að meðaltali 500 á kvöldi. Árangurinn var sá, að við fengum í okkar hlut 33, sem vildu af meiri eða minni alvöru kynnast kristindóminum. Einn námsmaður skrifaði okkur um daginn og sagðist hafa látið skrifa nafnið sitt á einum fundinum, en við nánari íhugun hefði hann komist að þeirri niðurstöðu, að þessi trúmál myndu verða til tafar á meðan hann væri við námið, svo að hann hefði afráðið að fresta frekari kynnum af kristindóminum, þangað til hann hefði lokið skólagöngunni. Ung stúlka lét líka skrifa sig; en þegar hún kom heim til sín og sagði frá því, reiddist heimilisfólkið henni ákaflega fyrir það tiltæki, og amma hennar sagði henni, að hún væri of ung til þess að hugsa um slíkt; og nú hefir henni verið bannað að fara að heiman. án þess að einhver sé með henni. Auðvitað fer ekki öllum þannig, en þetta eru góð sýnishorn af hugsunarhætti meiri hlutans. Alls telst okkur svo til, að fyrir starf síðastliðins árs höfum við náð í um 40 manns, sem eru að kynna sér kristna trú og við þurfum að annast um. Hér set eg yfirlit yfir starf okkar hér í Nagoya: Sunnudagar: Sunnudagsskóli, Biblíulestrarflokkur (á ensku), og 2 guðsþjónustur með prédikun. (Einu sinni á mánuði er altarisganga og að meðaltali um 20 altarisgestir). priðjudagar: Barna-samkoma (sd.skóli) heima hjá okkur, og um kvöldið samkoma fyrir menn í undirborginni Ttzuta. Miðvikudagar: Barnasamkoma (sd.skóli) í undirborg- inni Chikusa, og um kvöldið enskufélags-fundur í trúboðs- húsinu. Fimtudagar: Barnasamkoma (sd.skóli) í Kawana- þorpi. f Chikusa og Wawana prédikun við og við. (Starfið í

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.