Sameiningin - 01.09.1919, Síða 13
201
Kozoji var lagt niður um vetrarmánuðina, en við búumst við
að byrja aftur bráðlega).
Föstudagar: Biblíunám í trúboðshúsinu fyrir þá. sem
eru að kynna sér kristna trú.
Lestrarstofan er opin á hverjum degi námsfólki og
öðrum. Tímanum, sem ekki er gjört grein fyrir í þessu
yfirliti, er varið til þess að koma á heimili og tala við ein-
staklinga. Á hverjum mánudagsmorgni komum við starfs-
mennirnir saman til bænagjörða, og gjörum að því loknu
áætlun um störf vikunnar. Tvisvar eða þrisvar á mánuði
höfum við prédikunar-samkomur hér í borginni í “Union
Preaching Hall”, sem eg hefi skrifað um áður.
Allir lútersku trúboðarnir í Japan eiga mjög annríkt
við ýmsar ráðstafanir, sem leiða af samsteypu lútersku
heiðingjatrúboðsnefndanna í Ameríku. Eg leyfi mér hér
með að vekja athygli á ráðstöfun sameinuðu nafndarinnar
viðvíkjandi dönsku lútersku trúboðsnefndinni, sem á einnig
trúboð í Japan, og legg fram í því sambandi þessa spurn-
ingu: Væri það ráðlega fyrir kirkjufélag vort að eiga full-
trúa í þessari sameinuðu heiðingjatrúboðsnefnd? Ráðstöf-
un nefndarinnar er á þessa leið: “Samþykt að Heiðingja-
trúboðsnefnd sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku
bjóði dönsku kirkjunni í Ameríku að senda fulltrúa á fundi
nefndar vorrar, er hafi fullkominn atkvæðisrétt, þangað til
Sam. lút. kirkjan hefir sagt til um það, hvort þessi réttindi
skuli veitt, og að Heiðingjatrúboðsnefndin mælist til þess,
að framkvæmdarnefnd Sam. lút. kirkjunnar samþykki þessa
ráðstöfun.”
Virðingarfylst,
S. O. Thorláksson.
Aths. — pessi skýrsla trúboðans kom til mín 26. Júlí
með bréfi dags. 23. Júní. Skýrslan varð síðbúin frá hans
hendi vegna óvenjulega mikils annríkis, sem stafaði með-
fram af því, að aðstoðarmenn hans, Mr. Takashima og Mr.
Shiina voru báðir veikir um tíma, og sjálfur þurfti hann að
flytja sig. Heimilisfang hans er nú: 59 Yaba-cho, 5 no-kiri,
Naka-ku, Nagoya, Japan.
F. H.
Minningarorð.
Orð þessi eru rituð til minningar um feðga, sem heima áttu
að Steinstöðum í Víðinesbygð í Nýja Islandi, og voru kallaðir
heim til föðurins á himnum með liðugu árs millibili.