Sameiningin - 01.09.1919, Síða 15
203
þá herrann kallar hljótum gegna,
hann sér hva'ð oss fyrir beztu er.
Ef á hann setjum trú og traust,
tekur við sælan endalaust.
BiSjum þvl GuS sem bézt vér getum,
bænrækni stundum fyr og sIS,
Jesú Krists I fótspor fetum
framast er megnum llfs um tí'S,
sannlega þá mun sælan vls
meS sjálfum GuSi I Paradls.
S. Mýrdal.
BRÆÐUR.
Engill svefnsins og engill dauðans gengu um jörðina og
héldust í hendur. pað var um kvöld. peir settust að á hól,
skamt frá híbýlum mannanna. Alt í kring var hljótt og kyrt.
Hægir og þögulir, eins og þeirra var vandi, sátu þeir þarna,
þessir tveir vinir mannanna. Og nú kom nóttin.
pá stóð engill svefnsins upp og sáði hægt með hendinni
svefnkornunum litlu og ósýnilegu. Kvöldblærinn flutti þau
heim til sveitafólksins lúna. Og nú lagðist sætur svefn yfir
alt fólkið, frá öldungnum, sem staulast við staf, að brjóstmylk-
ingnum í vöggunni. Sjúklingurinn gleymdi þjáningum sínum,
mæðumaðurinn mótlæti sínu og fátæklingurinn skorti sínum.
Allir létu aftur augun og sofnuðu.
pegar engill svefnsins hafði lokið verki sínu, lagðist hann
aftur hjá bróður sínum. “pegar dagur rennur”, sagði hann
glaður, “þá.blessa mennirnir mig og kalla mig vin sinn og vel-
gjörðamann! ó, hvað það er inndælt að fá að gjöra öðrum gott.
Gott eigum við, að vera þjónar hins algóða!”
petta mælti ástríkur engill svefnsins.
Engill dauðans horfði á hann alvarlegur, og tár glitruðu
í stóru, dökku augunum hans. “Sárt þykir mér það”, sagði
hann, “að eg get ekki eins og þú glaðst af þakklæti mannanna.
Mig kalla börn jarðarinnar óvin sinn og fagnaðarspilli.”
“Bróðir minn”, svaraði engill svefnsins, “munu ekki líka
hinir góðu, þegar þeir vakna til annars lífs, kannast við þig
sem vin sinn og velgjörðamann og blessa þig? Erum við ekki
bræður og þjónar sama föður?”
pá brosti engill dauðans og bræðurnir föðmuðust innilega.
Stjórnaðu vel geði þínu.
(Sönn saga—aðsend).
í bæ einum í Manitoba býr fátækur maður, sem heitir
George. Hann hefir sett sér það, að reyna að stjórna ávalt geði
sínu. Einu sinni var hann að vinna við húsagjörð. Hann klifr-
aði upp stiga og teygði sig til að gjöra það, sem hann þurfti að