Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1919, Page 16

Sameiningin - 01.09.1919, Page 16
204 gjöra; en af því hann var að flýta sér, gáði hann ekki að því, að hann fór einni tröppu of langt. Stiginn stóð við hér um bil 6 feta milligerð, og steyptist hann yfir hana á einu augnabliki. par var trésmiður við vinnu sína og hleypur til George og spyr hann, hvort hann hafi ekki meiðst fjarska mikið. “Nei”, segir George, “eg meiði mig ekki oft, því almáttugur Guð varð- veitir mig frá slysum.” George var vanur að lesa bænir sínar á hverjum morgni og biðja Guð að varðveita sig. Hann gleymdi því aldrei. Degi seinna er George að vinna uppi á palli við sömu byggingu. Smiðurinn rekur sig þá á þverslá, sem hélt uppi pallinum, og meiddi sig í andliti. Verður hann fokvondur og ryður úr sér ljótum orðum og guðlastar, eins og þeim er títt, sem formæla á ensku, og segir, að það hefði verið slæmt að George hefði ekki fótbrotnað, þegar stiginn datt með hann. George spyr með kýmni, því hann vorkendi manninum: “Hvað hefðir þú grætt á því, þó eg hefði fótbrotnað?” Hinn svaraði: “pá hefðir þú ekki orðið orsök í því, að eg meiddi mig.” George Svaraði: “Eg ætla að segja það eitt, herra, að þú lítur út fyrir að vera maður, sem ekki er orðum eyðandi við.” Upp frá þessu gat smiðurinn ekki litið upp á George, því hann var svo sneyptur. Hann hefir hlotið að finna til þess, að George var meiri maður. Sá er meiri maður, sem stjórnar geði sínu vel, heldur en sá, sem vinnur margar borgir. Siiimudagsskólakennaj'i Orð frá íslandi. (Linum þessum fylgdu mörg vinsamleg ummæli um “Sam.” — Höfundinn þekkjum vér ekki. — Ritstj.) Sjá það Guðs lamb, sem burt ber heimsins synd.—Jóh. 1, 29. Hver trúir því sem vér kunngjörum? Og armleggur Drottins, hverjum er hann opinber orðinn? Hann rann upp eins og runnur fyrir hans augliti og sem rótarkvistur úr þurri jörðu. Á honum var engin fegurð, ekkert glæsilegt, að oss gæfi á að líta, ekkert álitlegt, sem oss fyndist til. Hann var fyrir- litinn og af mönnum yfirgefinn, unairorpinn harmkvælum. auð- kendur af sárum, líkur manni þeim, er menn byrgja fyrir and- lit sín, svo fyrirlitinn, að vér mátum hann einkis. pó bar hann vor sár, og lagði á sig vor harmkvæli; en vér álitum hann refs- aðan, sleginn og lítillættan af Guði. Og þó var hann vegna vorra misgjörða særður, og fyrir vorra synda sakir lemstraður; hegningin lá á honum, svo vér hefðum frið, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vegar, sem sauðir, hver vor stefndi sína leið, þó lagði Drottinn á hann syndir vor allra. Sektin var krafin, og hann leið, hann lauk ei upp sínum munni, sem lamb það, er til slátrunar er leitt;

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.