Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1919, Síða 17

Sameiningin - 01.09.1919, Síða 17
205 eins og sauðurinn þegir fyrir þeim, eins lauk hann ei upp sín- um munni.—Esajas 53, 1-7. Mér er það gleði, að vitna um Jesú Krist þann krossfesta. Hann er kærleikurinn, sem lét lífið fyrir oss. Enginn annar Guð er til og enginn annar frelsari. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið. Dáinn fyrir vorar syndir og upprisinn, oss til réttlætis. petta er vitnisburður Guðs orðs í heilagri ritningu, og annan vitnisburð hefi eg ekki að flytja en þann, sem Guð hefir oss opinberað í sínu orði. Elskum hann, því hann hefir elskað oss að fyrra bragði. Ef sá er nokkur, sem ekki elskar Drottinn Jesúm Krist, sá sé bölvaður; Drottinn kemur. Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður. Minn kærleiki sé með yður öllum í Jesú Kristi. Amen. — 1. Kor. 16, 22-24. Kæri Jesú, þú ert Kristur sonur hins lifanda Guðs. Drott- inn minn og Guð minn, eg bið þig, lát þitt ríki koma með krafti. pinn er mátturinn og dýrðin að eilífu. Am'en. Dýrð sé Guði! Kristján Á. Stefánsson, Hóli, Bolungarvlk. i, -- RADDIR FRÁ ALMENNINGI Deikl þessa annast séra G. Guttonnsson. Lofgjörð að loknu stríði. — Frá Gamalli konu í Winnipeg. Lofið Drottin, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir, því að náð hans og miskunn hefir gefið oss frið á jörðu. Lofað og blessað sé hans heilaga nafn að eilífu. Hallelúja. Drottinn, þú konungur alheimsins og faðir allrar miskunn- ar, eg gleðst í þínum kærleika. Mig langar til að lofsyngja nafni þínu af öllu hjarta svo lengi sem eg lifi — já, og um alla eilífð. Veit mér styrk af náð þinni, ó Guð, svo að hjarta mitt geti auglýst þína dýrð. pú friðarins og gleðinnar Guð, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! ó, hvað þú ert góður; ó, hvað þú ert elsku- ríkur við öll þín börn! pú Drottinn drotnanna og konungur konunganna, hversu stór eru þín verk, hversu voldugir þínir vegir, hversu réttlátir þínir dómar yfir þjóðunum! pví að nú hefir þú, fyrir son þinn elskulegan, friðarhöfð- ingjann, gefið þjóðunum frið. Nú hefir þú, Drottinn, litið í náð til barna þinna; nú hefir þú niðurbrotið rangsleitnina með sprota þíns réttlætis; nú hefir þú slökt ófriðar-bálið með heil- ögum anda munns þíns. pinn voldugi kraftur hefir yfirbugað magn óvinanna; svo að þeir urðu að láta undan; þín guðdómlega

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.