Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1919, Page 20

Sameiningin - 01.09.1919, Page 20
208 Dr. Bieber, er undanfarandi hefir þjónað ensk-lúterska söfnuðinum í Winnipeg, segir nýlega frá vexti lútersku kirkj- unnar í Canada sem fylgir (Am. Luth. Survey): — Árið 1894 var einungis eitt lúterskt kirkjufélag í Canada; nú eru þau fjögur. pá var engin lútersk mentastofnun þar til. Nú eru þær sjö. pað er kunnugt um 51 nemanda á þessum skólum, að þeir eru að undirbúa sig undir preststöðu. Lúterska kirlcjan í Canada telur nú 300,000 skírða meðlimi. Á síðustu tíu árum hefir hún vaxið 140 prócent, og er nú sú fimta í röðinni hvað meðlimatölu snertir af kirkjudeildunum í Canada. Ungur svertingi-, ný-útskrifaður úr vísindadeild Minnesota háskólans, var nýlega fermdur af séra J. A. 0. Stub, í Central Lutheran Church í Minneapolis. pessi ungi maður ætlar sér á þessu hausti að byrja guðfræðisnám við Luther Seminary í St. Paul, til undirbúnings undir preststöðu. Fyrsta ársþing hinnar canadisku deildar norsku kirkjunn- ar í Ameríku var haldið í Saskatoon, Sask. frá 4. til 8. júlí síð- astl. pingið var svo að segja einhuga á móti því að breyta þannig nafni kirkjufélagsins, að það sé ekki lengur einkent sem “norskt”. Atkvæðin féllu þannig að 73 voru á móti breyt- ingunni en 3 með. Lúterskir menn úr ýmsum kirkjufélögum í borgunum St. Paul og Minneapolis hafa tekið saman höndum um bað að stofna svo kallaða “Colony of Mercy”. Verður það safn af líkn- arstofnunum í nágrenni hvor við aðra, þar sem sönn kristileg hjálpsemi á að koma fram við alla hina þurfandi og bágstöddu. Átta ungir menn útskrifuðust af Luther Academy í Melville, Sask. á síðastl. vori. Allir ætla þeir sér að byrja á guðfræðis- námi á þessu hausti. Að sögn, hafa 2,200 þýzk börn verið flutt til Noregs í sum- ar, til að ná sér þar eftir harmkvæli styrjaldarinnar. Norskt kirkjufólk hefir gengist fyrir þessari mannúðarstarfsemi. Lagafrumvarp hefir verið lagt fyrir brezka þingið, sem gengur í þá átt að gefa sérstöku kirkjuþingi löggjafarvald í kirkjumálum, án þess þó að hagga nokkuð grundvelli ríkiskirkj- unnar. Fríkirkjurnar á Englandi mæla harðlega á móti þessu, og heimta algerðan aðskilnað ríkis og kirkju. Horfur eru á því að prestaskólarnir í landinu verði betur sóttir á komandi skóla-ári en verið hefir í mörg ár. Hver í kapp við annan segja þeir frá því hve horfurnar séu góðar. Fjöldi ungra manna sé að bjóða sig fram til undirbúnings prest-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.