Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1919, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.09.1919, Qupperneq 23
211 alloftast til þess aö varðveita glaðlyndið þó að eitthvað gengi á móti; og ekkert óttaðist hún meir en það, að hún kynni að verða send heim aftur, þegar þriggja mánaða reynslutíminn væri á enda. pað var svo margt, sem þurfti að læra, og svo margt, sem af henni var heimtað. Hún hafði skrifað bróður sínum heima: “Hvernig fer, ef eg verð gjörð afturreka? pað eru svo margir, sem hafa gætur á okkur, sem höfum verið tekn- ar til reynslu. Dr. Meade, yfirlæknirinn, gjörir það, og yfir- hjúkrunarkonan og læknarnir, og við þurfum að taka próf, og hjartað okkar er rannsakað. 1 gær var ein aumingja stúlka látin hætta, af því að eitthvað var að hjartanu hennar, og hún grét svo sárt að eg kendi innilega í brjósti um hana; og þá datt mér það alt í einu í hug, að hann langafi okkar dó úr hjartasjúkdómi. Heldur þú að hjartasjúkdómar gangi í erfðir?” En svo fór hún að gjöra að gamni sínu, til þess að bréfið yrði honum ekki að áhyggjuefni. Hún sagði fólkinu sinu heima ekki frá því, hve verkin voru erfið og oft ógeðfeld, né heldur frá því, að hjúkrunarkonurnar höfðu það til að hlæja að því sem henni varð á og henda gaman að því, hve sælleg hún var. En sjúklingarnir, sem hún hjúkraði, hentu ekki gaman að henni, því hún var svo blíð og nærgætin og þolinmóð við þá. Yfir- hjúkrunarkonan, sem hafði fyrir skemstu komist í þá stöðu og leit helzt til mikið á þá upphefði sína, var í vandræðum með Jóhönnu; það var svo stutt síðan henni sjálfri hafði farist ýmislegt klaufalega, að hún átti bágt með að umbera yfirsjónir annara; og hún átti bágt með að skilja örgeðja manneskju eins og Jóhönnu, því sjálfri hafði henni aldrei dottið í hug að gjöra annað en það, sem fyrirskipað var. Allir urðu forviða í spítalaeldhúsinu á Valentínsdag, þegar Jóhanna tók sig til og skar brauðsneiðarnar eins og hjarta í lögun handa sjúklingunum sínum, og batt lítil pappírs-hjörtu við skeiðar þeirra, sem máttu ekki fá nema spónamat. Hinar stúlkurnar hlógu að þessu tiltæki hennar, og Miss Flynn, yfir- hjúkrunarkonan horfði kuldalega á það; slíkt hafði aldrei áður komið fyrir undir stjórn hennar. “Hún segir Dr. Meade frá þessu, og hann leggur það við alt annað, sem þau hafa að þér að finna”, hvíslaði ein stúlkan að henni, þegar Miss Flynn var farin út, og Jóhönnu fór ekki að standa á sama. En hún gleymdi fljótt því áhyggjuefni, þegar hún sá gleði sjúklinganna. “Hvernig gatzt þú munað eftir þessum degi?” spurði einn þeirra. “Dagarnir eru hver öðrum svo líkir hér, að mér er ómögulegt að muna hver dagur vikunnar er.” “Kannske eg hafi haft sama ráðið, sem hann bróðir minn hafði til þess að muna eftir afmælisdeginum hennar mömmu”. svaraði Jóhanna glaðlega. “Hann átti svo erfitt með að muna eftir honum, og eitt ár tók hann það til bragðs, að nokkru á

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.