Sameiningin - 01.09.1919, Qupperneq 27
215
þegar þú gekst fram hjá dyrunum meö gólfþvottaburstana.”
Jóhönnu þótti vænt um að hún hafði aldrei gengið þarna
framhjá þegar illa lá á henni. “pykir vænt um lifið! Já, sann-
arlega þykir mér vænt um það!” sagði hún glaðlega.
(Niðurl. í næsta blaði.)
Sunnudagsskóla-lexíur.
I. LEXÍA. — 5. OKTÓBER.
Jóhannes og Pétur gjörast lærisveinar Jesú.—Jóh. 1, 29-43.
Minnistexti: Jesús segir við hann: Fvlg þú mér! —
Jóh. 1, 44.
Umræðuefni: Hvað það þýðir að gjörast lærisveinn Jesú
Krists. Til hliðsjónar: Matt. 9, 9; Mark. 2, 13-17; Jóh. 1, 44-52.
Nú skiftir um efni í lexíunum. í næstu sex mánuði verða lexí-
urnar aðallega um tvo postula Jesú—þá Jóhannes og Pétur—
og verða textarnir úr guðspjöllunum, Postulasögunni, og bréf-
um þeirra beggja. pessi lexía segir frá þeim viðburði, þegar
postular þessir komu fyrst til Jesú, til þess að læra af honum.
1. Hvenær og hvar gjörðist þessi atburður, sem sagt er frá í
lexíunni? Nálægt ánni Jórdan, nokkrum vikum eftir skírn
Jesú. Frelsarinn var ný-kominn til baka úr eyðimörkinni, þar
sem hann hafði verið í sex vikur eftir skírnina. Mikill mann-
fjöldi var hjá Jóhannesi skírara, þegar Jesús kom aftur.
Jóhannes benti fólkinu á Jesúm og sagði: “Sjá Guðs-lambið,
er ber synd heimsins”. (Jóh. 1, 29). Daginn eftir benti hann
fólkinu enn á frelsarann, þar sem hann var á gangi, og sagði:
“Sjáið Guðs-lambið!” pá fóru tveir af lærisveinum hans á eftir
Jesú og slógust í för með honum (Jóh. 1, 35-41). 2. Hverjir
voru þessir lærisveinar Jóhannesar, sem yfirgáfu hann og fóru
á eftir Jesú? Annar þeirra var Andrés, bróðir Símonar Péturs
(Jóh. 1, 41). Hinn er ekki nafngreindur, en flestum kemur
saman um, að það muni hafa verið Jóhannes postuli, höfundur
guðspjallsins. 3. Hví halda menn það? Víðar í þessu guðspjalli
er getið um lærisvein, sem ekki er nafngreindur, og virðist alls
staðar átt við sama manninn. pessi ónafngreindi lærisveinn
var einn af þeim tólf. Hann var hjartfólgnastur meistaranum
og Pétur var þar næst, að því er virðist (Jóh. 13, 23-25; 21, 20.
22. og víðar). pað var hann, sem skrifaði Guðspjallið (Jóh. 21,
24). 4. Hvað vita menn um ætt og uppruna Jóhannesar? Hann
var fiskimaður frá Galíleu (sjá næstu lexíu), og því ómentaður
alþýðumaður. Faðir hans hét Zebedeus, móðir hans hét Salóme,
líklega systir Maríu, móður Jesú. Bróðir hans Jakob gekk með
honum í fylgd með Jesú. 5. Hvernig komst Símon í fylgd með