Sameiningin - 01.09.1919, Page 29
217
sem hér er sagt frá? Á vesturströnd Galíleuvatns, í Desember,
árið 27, eða þar um bil. Vatnið var mjög fiskisælt—og er enn
í dag. Fiskur þaðan seldur í Jerúsalem og jafnvel norður f
Damaskus. Mátti oft sjá fiskibáta svo hundruðum skifti á
vatninu. 3. Hver guðspjallamaðurinn hefir lengsta frásögn um
þennan atburð? Lúkas. Hann segir frá mörgum atvikum, sem
hinir sleppa. (Sjá Lúk. 5, 1-11, les frásögn hans). 3. Hvað get-
um vér lært af þessari guðspjalls-sögu? (a) Að vér getum ekki
ráðið oss að hálfu hjá Kristi. Pétur og hinir voru að hálfu
lærisveinar, og að hálfu fiskimenn, og gafst hvorttveggja illa.
(b) Leyfðu Jesú skiprúm hjá þér, far svo að orðum hans. og þá
verður fljótt breyting til batnaðar á lífi þínu. (e) Hafi þér
gengið illa, þá hlýddu frelsara þínum betur og haltu lengra
út á djúp kristindómsins; halt þig ekki á grynningunum, upp í
landsteinum. par er lítil aflavon. (d) Láttu ekki synd þína og
óverðugleik aftra þér frá að fylgja Jesú. Hann kom einmitt
til þess að frelsa syndara eins og þig (Lúk. 5, 8-10; 14, 21-23;
Jak. 5, 19-20; Opb. 22, 17). (e) Yfirgefðu alt, sem skilur þig
frá frelsaranum og verki því, sem hann hefir kallað þig til;
fj-rst og fremst synd og óhlýðni, þar næst atvinnu, eigur, vini,
vandamenn, heimili, ef þörf gjörist. (f) Aðal verkefnið, sem
Jesús hefir fengið lærisveinum sínum, er að veiða menn, það
er að segja, leiða aðra til Krists með orðum og eftirdæmi. petta
eigum vér allir að gjöra, í hvaða stöðu sem vér erum. pað á að
vera vort æðsta og helgasta starf í lífinu.
Verkefni: 1. För Jesú hin fyrsta til páskahátíðarinnar. 2.
Dvölin í Júdeu. 3. För Jesú norður um Samaríu.
III. LEXÍA. — 19. OKTÓBER.
Jesús á heimili Péturs.—Mark. 1, 29-39.
Minnistexti: í dag hefir hjálpræði hlotnast húsi þessu.—
Lúk. 19, 9.
Umræðuefni: Jesús gestur í húsi Péturs. Til hliðsjónar:
Matt. 8, 14-17; Lúk. 4, 38-44. 1. Hvenær gjörðist þetta, sem
lexíu-textinn skýrir frá? Skömmu eftir fiskidráttinn og síðari
köllun þeirra Péturs, sem skýrt var frá í síðustu lexíu. Jesús
fór með lærisveinunum til Kapernaum, sem var all-stór bær
þar á ströndinni. 2. Hvað gjörði Jesús þar? Hann fór á hvíld-
ardeginum inn í samkunduhúsið, kendi fólkinu, og læknaði
mann, sem haldinn var af óhreinum anda. 3. Hvað sagði fólkið
um hann? Menn undruðust vald hans og guðdóms-kraft, sem
kom í ljós bæði í orðum hans og verkum (Mark. 1, 22. 27). 4.
Hvert fór Jesús úr samkunduhúsinu? Hann fór með Pétri heim
í hús hans, og læknaði tengdamóður hans, sem hafði þjáðst af
hitaveiki. 5. Hvað bar svo til um kvöldið? Mikill mannfjöldi—
allir borgarmenn og óefað fleira fólk—safnaðist saman eftir