Sameiningin - 01.09.1919, Side 30
218
sólsetur úti fyrir húsi Péturs, og hafði með sér alla þá er sjúkir
voru á sál eða líkama, og Jesús læknaði sjúklingana. b. Hví
beið fólkið sólseturs? Á sabbatsdeginum máttu Gyðingar ekki
ferðast nema ör-stuttan spöl, og því síður flytja nokkuð með
sér. En sabbats-helginni var lokið um sólsetur. pá taldi fólk-
ið sér leyfilegt að bera sjúklingana til Jesú. 7. Hvað gjörði
Jesús eftir það? Hann fór fyrir dögun morguninn eftir út í
óbygð til að hvíla sig og biðjast fyrir. Síðan ferðaðist hann um
þorpin í grendinni, kendi í samkunduhúsunum og læknaði sjúka,
sem leituðu hans. 8. Hvað getum vér lært af lexíunni? (a) Að
vanrækja ekki kirkjuna okkar. Jesús lét engan hvíldardag svo
líða hjá, að hann ekki kendi fólkinu einhversstaðar í samkundu-
húsi, eða í musterinu, ef hann var staddur í Jerúsalem. peir
sem hafa ýmugust á kirkjusókn og guðræknisiðkunum, hafa
dæmi frelsarans á móti sér. (b) Að láta aldrei hjá líða að gjöra
gott, þegar vér höfum tækifæri til þess. Frelsarinn var sífelt
að hjálpa öðrum, hvíldardaga sem aðra daga. (c) Að hugsa
ekki, að kirkjan ein heyri frelsaranum til. Pétur bauð honum
heim með sér, og Jesús læknaði veiki á heimili hans. Bjóddu
Kristi heim með þér, þegar þú gengur úr kirkjunni. (c) Að þú
mátt ekki vera án bænarinnar. pegar Jesús var þreyttur eftir
átorðning fólksins, þá leitaði hann næðis, til þess að biðja
föðurinn. pví meir sem annirnar þrengja að þér, því meiri
þörf hefir þú á bæninni.
Verkefni: 1. Sabbatsdagur með Forn-Gyðingum. 2. Krafta-
verk Jesú. 3. Pétur og Jóhannes — hvað þeir höfðu lært af
frelsaranum fram að þessum tíma.
IV. LEXÍA. — 26. OKTÓBER.
Æfing í trausti.—Matt. 14, 22-33.
Minnistexti: Eg trúi; hjálpa þú vantrú minni!—Mark.
9, 24.
Umræðuefni: Hvernig styðja skuli óstöðugan lærisvein.
Til hliðsjónar: Mark. 5, 22-24, 35-43; Lúk. 7, 18-23. 1. Á hvaða
ferð voru lærisveinarir, þegar atburður þessi gjörðist? peir
voru á leið vestur yfir Galíleu-vatn. Jesús hafði þá um daginn
mettað fimm þúsund manns í óbygðinni austan vatnsins. Fólkið
varð svo frá sér numið, að það vildi taka Jesú til konungs yfir
sig. Hann sendi þá lærisveina sína á bátnum vestur yfir, en
'kom sjálfur frá sér fólkinu og fór upp á fjall til að biðjast fyrir
I<ærisveinarnir fengu hvast veður á móti sér og lentu í barningi
fram á nótt. 2. Hvað sáu þeir þá? Jesús kom til þeirra gang-
nndi á vatninu. 3. Hvernig varð þeim við þá sjón? peir héldu
að það væri vofa og æptu upp yfir sig af hræðslu. 4. Hvað sagðí
Jesús við þá? “Verið hughraustir, það er eg, verið óhræddir”.
5. Hvað gjörði Pétur? Hann steig út á vatnið, í trausti þess a^