Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 31
219 Jesús myndi hjálpa sér. 6. Hvernig fór fyrir honum? pegar hann sá vindinn, varð hann hræddur og tók að sökkva. En'Jesús rétti út hönd sína, tók í hann og hjálpaði honum upp í bátinn ísftur. 7. HvaS sagði Jesús við hann? “pú lítiltrúaði, hví ef- Jiðist þú ?” 8. Hvað sögðu lærisveinarnir, þegar þeir sáu þetta? "‘Sannarlega ert þú Guðs sonur”. 9. Hvað lærðu >eir? peir sáu mátt Jesú í nýju ljósi. Pétur lærði það að treysta frelsaranum hetur. peir sannfærðust um það, að Jesús væri Guðs sonur. 10. Hvað getum vér lært af lexíunni? (a) Að Jesús gleymir okkur ekki, þegar okkur gengur illa. Hann er þá nálægur. (b) Að máttur hans er guðdómlegur og óskiljanlegur. peim mætti beitir hann enn, til þess að frelsa sálir manna. (c) Vér þurfum aldrei að hræðast, þegar Jesús kemur til okkar. Hann kemur með líkn og náð. (d) Vér getum aldrei sýnt frelsaranum of mikið traust. Pétur treysti ekki nógu vel, því tók hann að sökkva. (e) Jesús sér aumur á veikri trú. Hann hjálpaði Pétri fyrst, og ávítaði hann á eftir, fyrir efann. (f) “Sannarlega ert þú sonur Guðs”, er samhljóða vitnisburður þeirra, sem hafa notið hjálpar Krists, frá postulatíðinni fram á þennan dag. Verkefni: 1. Kraftaverk og náttúrulögmál. 2. pýðing kraftaverkanna. 3. Hvað eftir verður, ef vér sleppum öllu yfir- náttúrlegu, sem frá er sagt í guðspjöllunum. V. LEXÍA. — 2. NÓVEMBER. Bindindislexía.—Jeremía 35, 1-8. 12-14. 18. 19. Minnistexti: Hvort sem þér því etið eða drekkið, eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það alt Guði til dýrðar.—1. Kor. 10, 31. Umræðuefni: Bindindisskyldan. Að þessu sinni er lexían tekin úr gamla testamentinu — úr spádómsbók Jeremía. Al- þjóða-lexíurnar (International Sunday School Lessons), hafa í mörg ár helgað bindindishreyfingunni fyrsta sunnudaginn í Nóvember. Og svo er gjört enn, þótt vínbann sé komið á í þessu landi. 1. Hvaðan er lexíutextinn tekinn? Úr spádómsbók Jeremía. 2. Hver var þessi ættflokkur Rekabíta, sem hér er talað um? Svo er að sjá, sem þeir hafi verið kvísl af ættbálki Keníta (1. Kron. 2, 55), en Kenítar voru hirðingjaflokkur, sem fluttist með ísrael inn í landið helga (Dóm. 1, 16; 4, 18-22; sbr. 4. Mós., 10, 29). Móses var venzlaður ættflokki þessum, og r.iðjar þeirra hafa sjálfsagt mægst við fsrael, einkum Júda- ættkvísl (1. Sam. 27, 10; 30, 29). Á dögum Jeremía voru þeir því sjálfsagt orðnir skyldir Júdamönnum og búnir fyrir löngu að taka trú þeirra. 3. Hvað bauð Drottinn spámanninum að gjöra við menn nokkra af þessum ættflokki? Hann bauð Jere- mía að fara með þá upp í loftsal musterisins, og bjóða þeim vín að drekka. 4. Hvað gjörðu menn þessir þegar þeim var boð- ið vínið? peir neituðu, og skýrðu um leið frá boði ættföður síns-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.