Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1913, Síða 29

Sameiningin - 01.06.1913, Síða 29
125 hann, aö honum var um þaS kennt; þaS var sárt fyrir bezta og einlæg- asta vin þessa fólks, mann, sem vildi feginn leggja lifið í sölurnar fyrir þaS, aS vera af því grunaSr um fjandskap og fláræSi. Oft var setiS um líf hans og eitraSar örvar flugu allt í kring um hann; hvaS eftir annaS lá viS, aS hann væri myrtr. 23. Október 1871 komst hann loks aftr til Ujiji, aSfram kominn af þreytu, vanheilsu og hugarkvöl. Þegar þangaS kom, og hann ætlaSi aS vitja eigna sinna, sem hann átti þar, var búiS aS stela þeim öllum. Einn og allslaus var hann þar í óvina landi, meS aSeins örfáa trúa fylgdarmenn, sem skildu ekki viS hann meSan hann lifSi. En þegar neySin er stœrst, er hjálpin næst. 28. Okt. kom Susi þjónn hans hlaupandi meS öndina í hálsinum og sagSi, aS Englendingr væri þar á ferS. Og Livingstone sá hóp manna koma þar aS meS Bandaríkja- fánann í broddi fylkingar. Þar var þá kominn Henry Morton Stan- ley, sem eigandi blaSsins „New York Herald“ hafSi gjört út til þess aS finna Livingstone, ef hann væri enn á lífi. Þar varS, einsog nærri má geta, mikill fagnaSarfundr. Living- stone var orSinn meSalalaus og vistalaus, og á fimmta ár hafSi hann engin bréf fengiS aS heiman eSa fréttir úr löndum hvítra manna. Nú bœtti Stanley úr því öllu, og þaS var meiri nautn fyrir Livingstone en orS fá lýst, aS fá aftr aS tala viS menntaSan hvítan mann; hann varS einsog nýr maSr; þreytan hvarf, þrautirnar gleymdust, og hann lék viS hvern sinn fingr. Hálfan fimmta mánuS voru þessir tveir miklu menn saman, ým- ist á landkönnunarferSum norSr meS Tanganyika-vatni eSa um kyrrt. viS ritstörf, — og urSu innilega kærir hvor öSrum. Þær samvistir urSu til þess aS gjöra Stanley, sem fram-aS þessu hafSi veriS vantrú- aSr maSr, aS ákveSnum trúmanni. Átakanlegt er aS lesa um þaS, þegar þeir skildu 14. Marz 1872 og Stanley hélt heimleiSis; þvi hann gat meS engu móti fengiS Livingstone til aS fara heim meS sér; hann vildi ekki koma heim fyrr en hann hefSi rannsakaS til fullnustu þaS, sem hann hafSi sett sér fyrir: upptök stóránna þriggja. Þeir gjörSu þaS sín á milli, aS Stanley skyldi senda honum frá Zanzibar vistir og valda menn til föruneytis. MeS þeim lagSi hann svo upp í síSustu ferSina, sem stóS yfir hálfan níunda mánuS. Mest af þeim tíma var hann dauS-veikr; en samt fcerSi hann alltaf jafnóS- um í letr allt, sem fyrir bar, staSmælingar, landslag og jarSargróSr. Og þeirri reglu hélt hann til dauSadags, sem hann hafSi haft á öllum ferSum sínum, aS hafa daglegar guSrœknis-iSkanir meS förunautum sínum; og hvar sem hann var staddr á sunnudögum, safnaSi hann öll- um, sem hann náSi til, til guSsþjónustu, ef heilsa hans leyfSi þaS meS nokkru móti. En kraftarnir voru aS þrotum komnir. Hann var orSinn svo veikr og máttfarinn, aS hann gat ekki lengr gengiS, heldr varS aS láta bera sig á bakinu eSa háhesti yfir fen og vötn. En áfram vildi hann halda þrátt fyrir þaS, allt fram-aS deginum áSr en hann dó. 29. Apríl 1873 kom hann til þorps nokkurs, sem heitir Ilala, fyrir sunnan Bang- weolo-vatn, aSfram kominn. Kofi var reistr þar handa honum f

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.