Sameiningin - 01.06.1913, Side 32
128
Gleymum aldrei olnbogabörnum mannlegs lífs. Dœmum ekki
heldr meS hörku og ónærgætni þá, sem eru sjálfir valdir að óláni sínu,
þegar þeir veröa á vegi vorum. Fyrirlítum ekki bersynduga einsog
Farísear, heldr réttum þeim hlýja bróðurhönd í nafni hans, sem
kom til að leita að hinu týnda og frelsa þaS.
„Hræfuglinn.“
Fyrir nokkrum árum koni prestr til borgar, þarsem mikið bar á
mótspyrnu gegn kristindómi, og flutti þar nokkrar trúvarnar-rœður,
sem mikið þótti til koma. Skömmu .síðar var hann á ferð upp-eftir
Mississippi-fljóti, og voru á skipinu með honum all-margir menn úr
þeirri borg, og meðal þeirra trúníðingr einn alkunnr. Undireins og
hann kom auga á prestinn, fór hann að guðlasta; prestr sat við borð
og var að lesa í bók, en hinn fékk félaga sína til að setjast með sér
hinum megin við borðið, og fór þar að segja þeim sögu, sem átti að
vera kristindóminum og kristnum mönnum til niðrunar.
Prestr leit ekki upp-úr bókinni og virtist ekkert taka eftir því, sem
fram fór kringum hann. Þ'egar hinn hafði sagt sögur sínar um stund,
stóð hann upp, gekk að presti, klappaði á öxl honum og mælti: „Hvað
segið þér um þetta, gamli kunningi?" Prestr leit upp, benti til lands
og sagði stillilega: „Hafið þér tekið eftir því, hvað landið þarna er
yndislega fagrt?“ — ,Já.“ — „Ef dúfa flygi yfir það, þá tœki hún
eftir allri fegrðinni og gleddist af henni; en ef hræfugl flygi þar yfir,
þá fyndist honum þar ekkert eftirtektarvert, nema ef hann kynni
að koma auga á eitthvert úldið hræ, sem öilum öðrum skepnum myndi
bjóða við; þangað myndi hann fljúga og setjast að krásinni með beztu
lyst.“ — „Dirfizt þér að líkja mér við hræfugl?"—sagði trúníðingrinn
með miklum reiðisvip. — „Eg veit ekki til þess, að eg nefndi yðr“—
svaraði prestr stillilega.
Hinn sneyptist burt. Og „Hræfuglinn“ var hann kallaðr það,
sem eftir var ferðarinnar.
„EIMREIÐIN", eitt fjölbréyttasta islenzka tímaritiS. Kemr út I
Kaupmannahöfn. Ritstjóri dr. Valtýr Guömundsson. 3 hefti á ári,
hvert 40 ct. Fsest hjá H. S. Bardal í Winnipeg', Jónasi S. Bergmann á
GarÖar o. fl.
“BJARMI“, kristilegt heimilisblaö, kemr út í Reykjavík tvisvar á
mánuði. Ritstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér í álfu 75 ct. árgangr-
inn. Pæst í bókabúö H. S. Bardals i Winnipeg.
„XÝTT KIRKJIJBIjA9“, hálfsmánaöarrit fyrir kristindðm og kristi-
lega menning, 18 arkir á ári, kemr út í Reykjavík undir ritstjórn hr.
pórhalls Bjarnarsonar, biskups. Kostar hér í áifu 75 ct. Pæst i bóka-
verzlan hr. H. S. Bardals hér í Winnipeg.
„SAMEININGIN“ kemr öt mánaöarlega. Hvert númer tvær arkir
heilar. Verð einn dollar um áriö. Skrifstofa 118 Emily St., Winnipeg,
Canada. — Hr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráðsmaðr „Sam.“,—Addr.:
Sameiningin, P.O. Box 3144, Winnipeg, Man.