Sameiningin - 01.07.1913, Side 3
I3i
(á bls. 230), að setja axarskaft þetta í prentvilluskrána
og ganga þar frá því með svo hljóðandi ummælum:
„Kristr spurði þó sjálfr“ : [Hvað er sJ] les: „Kristi
varð þó sjálfum svarafátt, er liann var spurðr:“ [Hvað
er s.!]. Með þessu er gráu bœtt ofaná svart.
Hyggindin mestu og heimskan
mesta.
,„Hverjum, sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim,
honum má líkja við heimskan mann.“ — Matt. 7, 26.
I.
Til er það, sem nefnt er skynsemis-trú. Og til eru
þeir menn, er kalla sig skynsemis-trúar-menn, og enn
fleiri, sem í raun og veru heyra sama mannflokknum til,
þótt ekki nefni þeir sig svo sjálfir, — fyrir þá sök að þeir
telja sér trú um, einsog hinir, sem opinberlega nefna sig
svo, að þeir trúi engu öðru en því, er þeir fullkomlega fá
samrímt við skynsemi sína. Því skynsemis-trú—eða það,
sem svo nefnist, — er sú ímyndan þess eða þess manns, að
liann hafi ekkert annað fyrir satt en það, sem liann til
íulls getr gjört sér grein fyrir frá sjónarmiði eiginnar
skynsemi. Mennirnir, sem hér er um að rœða, segjast
engu trúa og engu mega trúa öðru en því, sem þeir geti
skilið. Að trúa öðru sé heimskuleg hjátrú, ósamboðin ver-
um skynsemi gœddum. Skynsemin sé œðsta og í rauninni
eina þekkingar-ljósið, sem til sé fyrir manninn; og fari
maðr að ímynda sér, að til sé eitthvert annað og meira
Ijós, þá sé það herfileg missýning. Fyrir utan svæði það,
sem ljós skynseminnar nær út-yfir, sé 0g hljóti ætíð fyrir
mannlega vitund að vera tómt myrkr. Og ef einhverjum
sýnist þar vera ljós, eða lionum finnst hann sjái þar eitt-
hvað, þá sé slíkt rétt einsog mýraljósið í náttúrunni.
Ferðamaðr kemr á það auga í náttmyrkri, telr víst, að