Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1913, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.07.1913, Blaðsíða 6
134 ekki til, lieldr sé það tómt tál. Hlœgileg lieimska, en þó öllu fremr grátleg heimska; grátlegasta heimskan, sem til er. II. Jesús talar um mann, sem heyrir hoðskap hans og breytir eftir lionum; þeim manni, segir hann, má líkja við hygginn mann, er byggði hús sitt á bjargi; þótt steypi- regn kœmi og vatnsflóð, og þótt stormar blési og skylli á því liúsi, þá var því óliætt—af því að það var grundvallað á bjargi. 1 annan stað talar hann um mann, sem heyrir orð hans, en breytir ekki eftir þeim, og segir, að þeim manni sé að líkja við heimskingja, þann er byggði hús sitt á sandi; steypiregn kom og vatnsflóð, og stormar blésu og skullu á húsi því; það féll og fall þess var mikið. Svona endar fjallrœðan, víðtœkasta og djúpsettasta siðalærdóms-prédikan, sem flutt liefir verið liér í heimi. Næst á undan niðrlagsorðunum er þetta: „Farið frá mér þér, sem ranglæti fremjið.“ Það ei’U dómsorð drott- ins yfir öllum fals-kristindómi, allri trú á Jesúm Krist, sem ekki er annað en dauðr bókstafr; eilífðardómr drott- ins yfir lýð ranglætisins Og er það skýrt bergmál af dómi þeim, sem sérhver maðr með glaðvakandi samvizku kveðr upp yfir sjálfum sér, svo framarlega sem hann fæst ekki til að láta kristindóminn verða lijá sér að helganda og upplyftanda lífsafli. Svo lengi sem samvizkan er í lagi, heilbrigð, vakandi, segir liún hverjum manni, að kenning kristindómsins sé sannleikr. Og hún segir manni það allt eins fyrir því, þótt boðskapr sá í mörgum greinum liggi fyrir utan endimörk skynseminnar. Yantrúin segir það sé skynsemi að afneita undrum þeim hinum yfirnátt- úrlegu og óskiljanlegu, sem frá er sagt í guðs orði; en Jesús Kristr segir það sé lieimska. Yantrúin telr það heimsku að aðliyllast kristindóminn, fyrir þá sök að hann verði ekki samrímdr skynseminni; en Jesús talar um það sem vizku eða hyggindi að aðliyllast kenning hans af- dráttarlaust og a.f öllu hjarta, þótt liann vel viti, einsog hann líka tekr skýrt fram, að þau sannindi eru hulin spek- ingTim og vitrum mönnum—liggja með öðrum orðum fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.