Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1913, Síða 8

Sameiningin - 01.07.1913, Síða 8
136 grein að efni til úr einni spádómsbókinni í gamla testa- mentinn (Esaj. 29, 14): „Vizku vitringanna mun eg eyða, og skynsemi hinna skynsömu mun eg að engu gjöra“ (1. Kor. 1, 19). Það er guð sjálfr, sem þar hefir orðið. Hann lieitir því þar, að liann skuli gjöra skynsemis-trúna að beimsku, 0g hann hefir haldið orð sitt. Skynsemis- trúin er með Jesú Kristi orðin að heimsku. III. Hvernig rökstyðr nú Jesús þann dóm sinn, að það sé lieimska að hleypa ekki boðskap hans inn-í líf sitt? Það gjörir hann meðal annars með þessum orðum: „Og steypiregn kom ofan, og vatnsflóð komu, og stormar blésu, 0g skullu á því húsi, og það féll, og fall þess var mik- ið.“ Flestir skilja víst, hvað Jesús á við, er hann nefnir steypiregn, vatnsflóð og storma: Mótlætis-áföllin, sem mannlegt líf verðr hér fyrir. En í líkingarmáli því, sem nú er um að rœða, felst meira: Það allt, sem brjóta vill manninn niðr andlega 0g í einliverjum skilningi gjöra út- af við liann. Og vitanlegt er öllum, að í meðlætinu mœta mönnum einatt þær freistingar, er ógna því, sem bezt er og' göfugast í manns-sálinni, með dauða. Það blasir skýrt við í einni af dœmisögum frelsarans. Akr ríkismanns nokkurs hafði borið mikinn ávöxt; þá liugsaði maðrinn með sjálfum sér: Hvað á eg nú að gjöra ?—því eg hefi ekki rúm fyrir afurðir mínar. En svo datt honum þetta í liug: að rífa hlöður sínar og byggja aðrar stœrri;—þang- að skyldi hann safna hinum vaxandi auðœfum. Við sálu sína hyggst hann þá munu segja: „Þú liefir mikil auðœfi, geymd til margra ára; hvíl þig nú, et og drekk og vert glöð.‘ ‘ En guð sagði við hann: „Heimskingi! á þessarri nóttu verðr sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefir aflað?“ „Et og drelík og vert glöð“—þau orð úr samtali mannsins við eigin sál sína benda á, að hann hafi látið meðlætið eða hina jarðnesku velgengni brenna burt úr innra manni sínum allt hið göfugasta og bezta. Hagsældin jarðneska virðist hafa gjört út-af við mann þennan. Hver sá, er sökkt hefir sér niðr í fjárgróða, jarðneska lífsnautn eða jarðneska áliyggju, er á leið með að fremja andlegt sjálfsmorð, ef hann hefir ekki þegar

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.