Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1913, Page 5

Sameiningin - 01.10.1913, Page 5
229 heyrir aðallega nútíðinni til; það hugmyndasmíð allt, eða nálega allt, er miðaið við hag þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi á Islandi, eða atburði í þjóðlífinu þar, sem höfundrinn sjálfr liefir horft á og á því að þekkja út-í æsar. Lang-mest af skáldsögum heimsins er þeirrar tegundar, —- svo mikið, að ritverk þau yfirgnæfa vöxturn alla aðra bókagjörð. Það er sannkallað synda- flóð — bæði að því leyti, að árstraumr þess skáldskapap flóir í bylgjuköstum yfir löndin, en líka fyrir þá sök, að feykilega stór hluti ritverka þeirra er ónýtr eða enn verra: til ills eins. Skáldsögur, sem hafa það markm'ð að sýna atburði og persónur liðinna alda, liverfa nærri því í samanburði við hinn grúann allan. Til þess að g’eta vel eða viðunanlega fram-leitt eitthvað í þeirri skáldskapargrein þarf og mikið umfram það, er annars- konar skáldsögu-gjörð útheimtir. Sérstaka söguþekk- ing, nákvæma og íjósa, verðr slíkr rithöfundr að hafa til að bera samfara sterku ímyndunarafli og spámann- legri sjón andans. Skiljanlegt því, að tiltölulega fáir þeirra., sem þó finna lijá sér hvöt til að eiga við skáld- sögu-gjörð, hætti sér út-á svið þannig vaxirmar sérfrœði. A framför í íslenzkri skáldsögu-gjörð bendir það, að Jón Trausti hefir í þessu síðasta ritverki sínu hætt sér út-á svæði þetta. Og það er framför eins fyrir því, þótt ef til vill verði sumurn enn auðveldara að sýna fram-á gal'a á því ritverki hans en þeim beztu af eldri sögum hans, svo sem „Borgum" og „Leysing*'4. Skaftáreld og Móðuliarðindi er að telja meðal þess allrai mikilfengasta og œgilegasta í sögu íslands frá bví fyrst, er þar hófst mannabyggð, allt fram á þennan dag. Slíkir atburðir hefði átt að verða hverju mannsbarni íslenzku ógleymanlegir. Hinsvegar varð þó reyndin sú, að harmsögu-undr þau hurfu að miklu leyti á merki- lega stuttum tíma út-úr meðvitund íslenzks almennings, eða það dofnaði að minnsta kosti til stórra muna þar yfir þeim. Áðr en hundrað ár voru liðin frá þeim stór-atburðum gat svo virzt sem allr þorri Islenclinga hefði gleymt þeim með öllu. Á áratugunum síðustu munu þó endrminningar þær allra sízt hafa komið til greiua með þeirri tröllatrú á landinu og ágæti þjóðar vorrar, sem leiðtogar hennar margir hafa svo kappsam- lega verið að prédika henni. Þar kennir vitanlega öf- ugrar ættjarðar-ástar, sem þegar liefir af sér getið sorg-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.