Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1913, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.10.1913, Qupperneq 11
235 ■ ' i sálarneyð lians er í algleymingi; en svona geta þær aldrei verið. Og aldrei getr annar eins heilaspuni og þetta orðið að skáldskap. Það mætti kalla það skáld- skapar-œxli. Og öll slík œxli ætti Jón Trausti sjálfr að skera burt úr ritverkum sínum — áðr en þau eru prentuð. Hvernig farið er með ástir í skáldsögum vegr ávallt stórkostlega mikið í réttlátum dómum manna um þau ritverk. Að sumu leyti hefir Jóni Trausta tekizt það vel — jafnvel ágætlega — í „Sögum frá Skaftáreldi“, a|ð sumu leyti miðr vel. Með litlum undantekningum segir hann prýðilega frá ástum þeirra Vigfúsar og Guðrúnar í fyrra partinum. Sumt af því er meðal þess, sem dýr- mætast er í bókinni. En er kemr að ástum séra Jóns Steingrímssonar sjálfs í síðara partinum, þá má með g’óðum og gildum ástœðum að ýmsu finna. Naumast getr annað virzt en að eitthvað sé miðr eðlilegt við þann þátt sögunnar. Maðrinn er of gamall til að lenda í ákafri ástaJ-baráttu á því skeiði æfinnar, orðinn ekkju- maðr og öldungr. Hitt þó enn fráleitara, að hann — á þeim aldri, og dásamlega vel kristinn maðr einsog hann var og- einsog söguskáldið vill sýna hann — er í einu að bug’sa um tvær stúlkur; biðr fyrst Kristínar Sigurðair- dóttur — vestr á landi — og síðan — til vara, ef hin skyldi bregðast — Ingibjargar Ólafsdóttur í nágrenni sínu. Þetta. er í mesta máta pokalegt, og hvernig sem séra J. St. kann alð hafa gengið frá málum þeim í æfi- sögu sinni, þá mátti Jón Trausti ekki fara með það svona ófagrlega. En hvað sem öllum gölluin líðr, er þó mikið varið í sögubálk þennan í heild sinni, og hann ætti að geta orð- ið fólki voru bæði til gagns og gamans- Gagnið helzt það, að iesendr sjá þar svo skýrt líf þjóðar vorrar á Islandi í eldraunum hennar hinum óviðjafnanlegu undir lok átjándu aldar, og fá með þeirri sjón svo sterka hvöt til trúaðrar, kristinnar, ættjarðarástar. IJm meðferð íslenzku í bókinni viljum vér sem minnst tala. Þó má þess geta, að þar gætir langt um of lítillar vandvirkni. Eitt er það, hve ofnotaðr er þar greinirinn í eiginnöfnum: MeðallandmM, Meðallandúl, Skaftártungujiwi, Mýrdalnwjn, Blönduhlíðmni, o. s. frv. Enn fremr: Ymba (Imba = Ingibjörg), sinnisveikr (~ geðveikr), unnti (fyrir unni), bækistöð (fyrir byggl

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.