Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 15
239 þá liorfinn er liverskyns vandi.1 ‘ 18. „Nú langar mig lieim af hjartans rót í liimneskrar dýrðar sveitir. Þá verða mun sann-nefnd siðabót, mér sinn breiðir faðminn guð á mót og sjón mér og sæln veitir.“ ———o-------- HVAÐ ER TRÚ MIN MÉR? Eftir Jacob A. Riis. Þýtt hefir úr ensku (The Success and Circle Magasine) séra Rúnólfr Marteinsson. (Framh. og niðrlag.) Þjónustusemi er næst. Ef þetta eru börnin lians, hvernig get eg þá látið þau verða til í binum óheilnæma umheimi þeirra? Er eg ekki bróðir þeirra? Hvernig get eg látið ímvnd föður míns og föður þeirra troðna niðr- í saur og sorta, ef eg get komið í veg fyrir það? Mér skilst, að guð vinni verk sitt fyrir menn með höndum manna. Eg á þá að vera ein af liöndum lians. Það er mitt verk að gjöra það, sem eg get. Þarsem liönd mín ekki getr, tekr við einhver önnur bönd, sem meiri mátt hefir. Hann hefir nóg úr að velja. „Jörðin er hans og fylling hennar.“ Sjálfr er eg glaðr og upp-með mér af því að liann notar mig þarsem hann má, meðan eg hefi orku til. 1 söfnuði vorum var einu sinni djákn, sem liafði gjört sinn fullkomna hlut af örðugu starfi. Á bœnafund- um fór liann stundum að minnast á þá örðugleika; sneri hann sér þá að oss unglingum og sagði: „Þá tók eg og guð í strenginn og allt fór vel.“ Við hrostum að því, hvernig liann komst þar að orði, en mér fannst þá og finnst enn, að liugsun hins góða öldungs hafi verið rétt. Vér þurfum allir að finna til þess, að vér erum „samverka- menn guðs‘ ‘. Grjör þú þinn liluta og fel svo drottni liitt. Hann sér um það. Þótt þú sjáir ekki endalokin fyrir, þá gjörðu það, sem næst þér liggr, og heittu allri orku. Eg var eitt sinn trésmiðr og lagaði til margan trébút, sem eg ekki \ússi til livers átti að vera eða hvar átti að setja. En sá, sem gjörði uppdrátt af húsinu og stjórnaði verkinu,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.