Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1913, Page 25

Sameiningin - 01.10.1913, Page 25
249 réttar’, sem svo er nefndr; þaö er sérstakr dómstóll í ríkiskirkju Dana, sem dœma á í málum út-af brotum kirkjulegra embættismanna. Dómi prófasts-réttar má skjóta til œöra dómstóls, sem í eru biskup og stiftamtmaör; og síðast getr í slíkum málum oröiö dœmt af hæsta rétti ríkisins. Getr maör meö öðrum eins trúarskoöunum og þeim, er fram hafa komiö hjá Rasmussen, þjónaö prestsembætti í þjóðkirkj- unni dönsku? Úr þvi eiga nú eftir þessu dómstólarnir að skera. Meöan fullnaöardómr hefir ekki verið kveöinn upp i máli Rasmus- sens, getr stjórnin ekki veitt honum annað prestsembætti, og veröi hann fundinn sekr um þaö, sem á hann er borið, verðr honum að sjálfsögöu aö fullu og öllu vikið úr embætti. Á málrekstrinum getr sennilega lengi staðiö. Ef til vill veröa aðfarir þessar í Danmörk brœðrum voruin á ís- landi, þeim er mest ‘dependera’ af Dönum, bending til góðs. Kandídat Sigrbjörn Ástv. Gíslason hefir sent út boðsbréf um hugvekjusafn, sem hið bráðasta á að koma út í Reykjavik. Alls 121 hugvekja. Langmest í bókinni, sem á að verða 230 bls. að stœrö, þýtt úr dönskum, norskum og sœnskum guðsorða-bókum, er mikiö þykir í varið. Örfáar hugvekjur sagöar frumsamdar á ísl., af ó- nefndum höfundi. Góðu bandi lofaö á bókinni og verð á ísl. ákveðið 2 kr. 50 a. — Með riti þessu vill hr. S. Á. -G. reyna til að reisa við hnignandi heimilis-guðrœkni hjá löndum sínum, og verðskuldar þökk allra góðra manna. Bókin er nefnd „Góðar stundir“, og gefr hr. Pétr Halldórsson, bóksali, hana út. 1 Ágúst-mánuði létust hér í Winnipeg tvær íslenzkar konur roskn- ar, báðar ekkjur: Halldóra Brandsdóttir Vigfússon hinn 15., hálf-sjö- tug, og Jóhanna Bjarnadóttir Thorstcinsson, um sjötugt. Fráfalls. þeirra átti að verða minnzt í síðasta blaði.—Látinn er og Jakob Odds- son í Lundi norðr frá Gimli í Nýja íslandi, hálf-nírœðr, hinn 8. þ. m. Kom hingað til lands frá Húsavík í Þingeyjarsýslu árið 1884. Siginundr Jónatansson. — Hann lézt skyndilega af hjartaslagi sunnudagskvöldið 14. Sept. á heimili sínu í Minneota, Minn. Var fœddr að Hofi í Flateyjardal í Þingeyjarsýslu á fslandi 17. Ágúst 1837 °g á þeiin stöðvum uppalinn. Hann var kvæntr Hólmfríði Magnúsdóttur frá Sandi í Þingeyjarsýslu. Hún lifir mann sinn. Þau bjuggu í Köldukinn og á Vatnsnesi fyrstu árin. Um nokkur ár var Sigmundr Jónatansson gestgjafi á Húsavík, en löngum stundaði hann sjóróðra, var formaðr og hinn mesti sjóvíkingr. Árið 1873 fluttust þau hjón vestr um haf og settust þá fyrst að í Wisconsin-ríki. Árið 1876 komu þau til Lyon Co. í Minnesota og reistu bú. Þar bjuggu þau rneir en 30 ár, og var bú þeirra og heimili með mestu rausn og ríkmannlegt. Síðustu árin áttu þau hjónin heimili í bœnum Minneota. Til íslands ferðaðist Sigmundr heitinn fyrir nokkrum árum og hélt til dauðadags tryggð við ættlandið. l'vö börn þeirra

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.