Sameiningin - 01.10.1913, Side 27
251
19. Vegna manna mann og gu?S
mildan lofi sœtlega
sérhver tunga sanntrúu'S,
sjálfra vegna mannanna.
Á síðastliðnutn vetri fékk ritstjóri „Sam.“ línur frá húsfrú Vil-
'borgu Jónsdóttur á Unalandi viö íslendingafljót, ekkju Eyjólfs heit-
ins Magnússonar, með útklippu úr jólablaði „Lögbergs“ næsta á und-
•an, er á voru prentuð ljóðin, sem þar nefnast Manndómsvísur Jesú
Krists. Mælist hún til, að ljóð þau birtist endrprentuð í „Sam.“,
segir sér þyki sérstaklega vænt um kvæðið frá þvi er hún nam það
kornung af rnóður sinni, og telr líklegt, að það geti oröið til uppvakn-
ingar einhverjum, er blað þetta les. Einu erindi, sem vantaði í „Lög-
bergs“-útgáfuna, bœtir hún við.
Ritstjóra „Sam.“, sem kannaðist ofr lítið við kvæðið frá því er
hann var í œsku, þótti kvæðið vel þess vert, að þvi væri enn á loft
'haldið. En vér vildum ekki endrprenta það hér fyrr en vér gætum
J>á um leið frœtt lesendr blaðs vors um uppruna þess. í því skyni
leituðum vér upplýsinga til þeirra manna á Islandi, sem líklegastir
’þóttu til að veita fullnœgjandi úrlausn.
Ritstjóri „Bjarma“, hr. Bjarni Jónsson, hjálpaði i því efni upp-á
■oss, og kunnum vér honum beztu þökk fyrir. Hann sendi oss með
bréfi frá 12. Júlí í sumar vandað eftirrit af kvæðinu, sem hann sjálfr
hafði tekið, og er sumt þar augsýnilega réttara en í endrprentan
þeirri. er birtist í „Lögbergs“-blaðinu. 1 bréfi vinar vors stendr
þætta:
„Eg var orðinn vonlaus urn, að eg myndi nokkurn tíma geta út-
vegað yðr þessar vísur. En í dag rakst eg á gamlan mann, sem átti
nokkur blöð úr gamalli ljóðabók, líklega frá 1773, prentaðri á Hólum.
Hafði þar verið á Diarium Hallgríms prests Pétrssonar, að ætlan
bans, en eftir var: ‘Maríu-æfi eða lífssaga helgustu guðs móður’ i
ljóðum og þessar vísur.*J (Varð eg þá fegnari en frá megi segja,
því-að þá eru vísurnar áreiðanlega réttar, prentaðar að höfundinum
'lifandi. Á Landsbókasafninu finnst þessi útgáfa ekki.
„Guð vill, að vísuraar lifi —hugsaði eg.
„Gunnlaugr prestr Jhöfundr ljóðannaj var sonr Snorra prests að
Helgafelli, sem þessi vísa er um kveðin:
„Það er ekki lítið lán
að ljóma’ í skarlats-hökli
og vera fœddr alls þó án
undir Snæfellsjökli.
„Séra Gunnlaugr þótti lærðr á sinni tíð og einkar málfróðr, hinn
nákvæinasti læknir og leikinn að skrifa og teikna. Auk Fœðingar-
*) Bók sú, sem hér er átt vit>, mun vera nr. 85 i bókaskrá þeirri,
er Willard Fiske prófessor birti í Bibliograplíical Notices frá 188 9. 1
kveri því er—eftir þvf, sem þar stendr—ekki Diarium Hallgrims Pétrs-
sonar, heldr Diarium Jóns prests Vigfússonar, sem dó ungr áriS 1707,
en kveri'S prentað í Hrappsey 1783. Ritst.