Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1915, Síða 10

Sameiningin - 01.06.1915, Síða 10
106 um þetta efni. Það gerir ekert til, eg vil aftur minnast á mína fyrstu þjónustugerð við dánarbeð sjúks manns. Það var gamall náungi, hörkukarl, og enginn klerka eða kirkjuvinur, en þó raungóður og sæmilega skilvís mað- ur; var þá ekkjumaður og bjó með gamalli ekkju annars manns, og börn hans engin nærri. Þegar eg kom inn til hans og heilsaði, hvesti hann á mig augun hörð og illúð- leg, að mér þótti, en hendur lians fálmuðu ósjálfrátt til og frá um ábreiðuna. Mér varð hálf bilt við, og sá að maðurinn var kominn að andláti. Eg er enginn afreks- maður, en heldur liefði eg þá kosið, að fást við einlivern “fullsterk”, en fara með sakramenti á því augnabliki. En þá segir karlinn: “Yerið þér velkominn!” Eg lét liann ekki þurfa að tala fleira, því málfæri hans var orðið meira en óskýrt, og eins og að mér væri hvíslað livað við ætti, greip eg til versins: “Visnað tré eg að vísu er.” Og meðan eg söng, sá eg ljóma sló á svip mannsins og hendurnar urðu grafkyrrar. Eg talaÖi svo nokkur orð, sem eg man að mestu enn, t. d. þessi: ‘ ‘ Elskulegi bróðir! Gruði sé lof fyrir þessa stund, þótt hún vrði beggja okkar síðasta! Það er svo gott að deyja með frelsaranum, liætta þessu krossstríði ogsegja: “Faðir, í þínar hendur fel eg minn anda.” Svo söng eg aftur: “Alt liefi eg, Jesús, illa gert, alt það bæta þú kominn ert.”----- Svo fór eg í nokkuð aðra sálma og segi: Ujartnæmasti sálmur Hallgríms okkar Péturssonar held eg sé sálmurinn: “Stríðsmenn þá höfðu krossfest Krist.” Hér tók sá deyjandi fram í, og er eg laut niður að honum heyrðist mér hann segja: “Svngið, syngið !” Hann hafði verið sönglaginn. Eg söng þá fyrst versið: “Hentuglega féll hlutur sá”, o.s-frv. Síðan mælti eg nokkur orð, og heyrðist mér hann unda aftur, og söng eg þá versið: “Heyri eg um þig, minn herra, rætt” o.s.frv. Enn lá hann kvr og fögur ró yfir andlitinu; flýtti eg svo þjónustunni, og síðan söng eg síðasta vers hins

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.