Sameiningin - 01.06.1915, Síða 11
107
síðasta píningarsálms, og er eg leit til öldungsins—var
hann liðið lík. —
Hálf öld er nú senn, hvað líður, síðan liðin, og
margar byltingar liafa síðan orðið í liugsunum mínum
og skoðunum. Eg hefi verið trúaður og vantrúað, kaþ-
ólskur og prótestanti, únítari og nýguðfræðingur, kynt-
mér allskonar “isma.” eða heimspeki, en hjarta mitt hef-
ir aldrei glevmt sálmum Hallgr. Péturssonar. Það er
líka mín lífsskoðun, að þjóðirnar eldist seint frá fórnar-
trúnni; öll trúarbrögð, sem lýst liafa voru kyni, og allir
sorgarleikir eldri og nýrri, liafa kent liið sama. Án
æðri hjálpar og friðþægingar verður lífsgátan ekki leyst
eða ráðin. (foetlie lætur Faust deyja í himneskum söng.
Sama hefir vort bezta skáld og spekingur gert; hann
hefir kent oss að deyja í himneskum söng—söng, sem
ekki má fyrnast meðan málið ekki deyr.—N. Khl.
Kletturinn.
Prédikun út af Bs.. 51, 1, flutt á trínitatis 1915 í Fyrstu lút. kirkju
í Winnipeg, viS uppsögn Jóns Bjarnasonar skóla.
Eftir sera Rúnólf Marteinsson.
Fimtudaginn 13. Sept. 1759, stóð ungur hershöfð-
ingi fyrir framan snarbratta, klettótta hæð, en liæðin
var norðurbakkinn á St. Lawrenee fljótinu, skamt fyrir
vestan borgina Quebee. Hann var foringi enska hers-
ins á þeim stöðvum, en geigvænlegur ófriður stóð þá
milli Engla og Frakka. Hershöfðingi þessi, James
Wolfe, hafði verið sendur til að taka Quebec, sterkasta
vígið í Norður-Ameríku, herskildi. Hann hafði þegar
barist við Frakka og beðið ósigur. Og nú voru Frakkar
uppi á klettinum, en hann fyrir neðan. Sjálfur hafði
hann legið veikur, var enn sárlasinn og var jafnvel von-
daufur um bata. Engin furða þótt honum ekki litist á,
er liann horfði upp hæðina, enda hafði hann orð á því
við einn félaga sinna. Jafnvel þótt liann og allur herinn
kæmust upp, var hættan skelfileg. Franskur her, stærri
en hans eigin, var innan borgarhliða Quebec og annar