Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 16
112 ir, að liann er hellubjargiÖ, sem vér erum allir af brotnir. Nú þegar vér lítum á hellubjargið og athugum, til þess að sjá samband vort við það, hlýtur tvent að verða augljóst: Pyrst það, að eðli vort, í óspiltu ástandi, er líkt eðli Gruðs, því “Guð skapaði manninn í sinni mynd”; hitt, að liann hlýtur að koma oss við í öliu. Hann gaf oss alt, sem vér eigum, því “sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna.” Vegna þess, að Guð er Guð, er ekki eitt ein- asta atriði í lífi voru honum óviðkomandi, ekki eitt ein- asta augnablik, sem lionum á ekki að vera helgað. Grundvallar-atriði í þssu máli er þetta: trúum vér á Guð I Að sjálfsögðu segja langflestir menn “já.” En sýna þeir það þá? Trúa menn á Guð með fram- komu sinni? Trúa þeir á Guð í daglegri vinnu sinni, í kaupinu, sem þeir gjalda verkafólki sínu, í afskiftum þeirra af neyðinni umhverfis sig? Trúa þeir á Guð í skrifstofunni, ekki síður en í kirkjunni, á heimilum sín- um, á strætinu, í skólanum, í liópi kunningja sinna? Eru þeir allstaðar Guðs dýrkendur, menn, sem í livívetna lifa þessa bæn: “Bæði í livíld og verk mitt við veri hann mitt stefnumið. ’ ’ f Eða er trúin á Guð fólgin í því, að segjast trúa. Að staðhæfa, að slík trú sé engin trú, ætti að vera algerlega óþarfi; en það er þó atriðið, sem mannheiminum virðist erfiðast að skilja, að hann eigi að trúa á Guð allstaðar. Og lvkillinn að þeim ófullkomleik lijá oss virðist mér vera lotningarleysi. Menn liafa að vísu alist upp í kristni, en kristindómurinn hefir, í sumum tilfellum, annað livort alls ekki náð til hjartans, eða þá að liann liefir að eins náð hinum ytri liervirkjum þess. Fjöldi þeirra, sem játa kristið nafn, beygja sig ekki í sál sinni fyrir hinum eilífa Guði. Það er ekkert tilbeiðslualtari. Þaðan stígur ekki upp neitt “Faðir vor, þú, sem ert á himnum”, enginn gluggi sálarinnar er opinn gagnvart hinu himneska, engin virðing er þar fyrir Guðs orði, engin tilfinning fvrir því, að Guð komi þeim neitt við;

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.