Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1915, Side 17

Sameiningin - 01.06.1915, Side 17
113 enginn skilningur á því, að þeir eigi í öllum hlutum að beygja sig fyrir liinu guðlega. Þeir virðast ímynda sér, að þeir geti að ósekju fótumtroðið og fyrirlitið annað- hvort alt guðlegt, eða þá sumt af því. Af einhverjum á- stæðuni sinna sumir menn boðum Guðs í sumum atrið- um, en líf þeirra er að öðru leyti í hræðilegri mótsetn- ingu. En þetta er einmitt það, sem menn þurfa að skilja: Guð kemur þér við í öllu. Og eg vil segja: Hver sá maður, sem ekld leitast við að lifa þannig, hann liefir ekki í verulegiun skilningi, í djúpi sálar sinn- ar, í hjartans alvöru beygt sig fyrir Guði. Lotningarleysi fer ekki á mis við liegningu, og hegn- ingin veiður ætíð: meira lotningarleysi; fyrirlitning fyrir Guðs boðum í einu atriði, leiðir til fyrirlitningar fvrir boðum Guðs í fleiri atriðum. Fyrirlitning fyrir landslögunum hefir hræðilega komið í ljós í seinni tíð meðal margra fslendinga. Alt slíkt stafar af lotningarleysi fyrir Guði. Þegar eg þess vegna ræði um lotningarleysi, er eg ekki að tala um það, sem á sér stað að eins í fjarlægum heimsálfum, eða mannkynssögu fyrri alda, heldur um kýli með viðbjóðslegum ódaun, sem beint er til hjá oss. Það fer hryllingur um mig, þegar eg hugsa um alt það lotningarleysi, sem fyrirlitningin fyrir öllu guðlegu hjá fólki, sem engu kirkjulegu vildi sinna, þóttist hafið yfir alt þessliáttar, þóttist ekki þurfa að bevgja sig fvrir neinu; fyrirlitning fvrir guðlegum hlutum í kirkjulífinu sjáifu, með margvíslegri léttúðarfullri framkomu, þeg- ar helgar athafnir hafa verið framkvæmdar. Og ekki get eg heldur sagt, að skóli vor liafi verið algerlega laus við lotningarleysi. Þetta er alvörumál. Ekkert ráð A'ið þessu get eg gefið betra en ]>að, sem felst í textanum: lítið á hellubjargið, sem þér eruð af höggnir. Að kannast við það, að alt sé frá Guði og þess vegna tilheyri honum alt, hann komi oss við í öllu. að alt vort líf á að vera lotning fyrir honum, er það, sem felst í því að líta á hellubjargið. En eins og allir, sem læra að þekkja hinn eilífa föð-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.