Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1915, Síða 18

Sameiningin - 01.06.1915, Síða 18
114 ur, hafa gengið um hlið lotningarinnar, eins er Jesús Kristur vegurinn fyrir alla menn að því liliði lotningar- innar fyrir öllu, sem er guðlegt, eins og liann sagði sjálf- ur: “Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðursins, nema fyrir mig.” Ráðið til þess, að þú lærir að þekkja hellubjargið, sem þú ert af höggvinn; ráðið til þess, að þú sjáir, að þú ert Guðs ættar; ráðið til þess, að þú kannist við þinn rétta uppruna, er það, að þú snúir þér af öllu lijarta til Jesú Krists, frelsara þíns. Með honum sér þú, að þú átt heima hjá Guði. Að líta á þjóðernislega liellubjargið, sem vér erum af liöggTiir, er líkt liinu, því, að kannast við Guð. Ef vér lítum svo á, að öll góð og öll fullkomin gjöf sé ofan að, hljótum vér einnig að kannast við, að hið góða í þjóðerni voru sé frá Guði. Fyrir því getum vér ekki annað en iborið virðingu, ef vér erum Guði og sjálfum oss sannir. Sem einstaklingar erum vér stein-flísar höggnar af íslenzku bergi. 1 íslenzku þjóðerni sjáum vér mynd af sjálfum oss. Yið það erum vér knýttir þeim erfðabönd- um, sem ekki verða leyst. Það verÖur liverjum manni Ijóst, sem les fornar íslenzkar bókiuentir, les sögu Islands ofan í kjölinn og athugar íslenzkt eðli nú, að sum mark- verðustu einkennin hafa geymst sem rauður þráður, er aldrei liefir slitnað og enn í dag liggur í gegn um þjóð- lífið. Vér erum hold af þess holdi, bein af þess heinum, sál af hinni íslenzku sál. Islenzk þjóð á svo mikið af andlegum auði, svo margar göfugar lyndiseinkunnir, svo mörg dæmi af sigri hins góða, svo mörg snildarmerki í bókmentum sínum, svo fagra tungu, sem hefir “þjóðinni verið guðleg móðir, liennar brjóst við hungri og þorsta, hjartaskjól, þegar burt var sólin, hennar Ijós í lágu hreysi, langra kvölda jóla-eldur”; svo mörg andans mikilmenni, sem liafa kveðið “heilaga glóð í freðnar þjóðir”, að vér megum ekki varpa þessu frá oss.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.