Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 21

Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 21
117 Úr bréfi frá Minnesota: ‘'ÞaÖ eru tveir sálmar, sem mér þykir vænt um, fremur flesta aöra í sálmabók' vorri, þeirri sem nú er mest notuö. Annar þeirra er sálmurinn nr. 266, eftir séra Valdemar Briem: “Ó hve mín skuld er skelfileg.” Mér þykir vænst um siöasta versið í þeim sálmi.. Það er svona: Ó, hve min skuld er skelfileg, ef skal eg sjálfur gjalda; því hvað er til? Og hvað á eg? Og hvað má sýknu valda? Minn Jesú, blessað blóðið þitt, það borgar alt, svo skuld er kvitt, hin þunga’ og þúsundfalda. “Hinn sálmurinn, nr. 150—þýddur af Helga Hálfdánarsyni — byrjar svona: Ó, höfuð dreyra drifið, er drúpir smáð og pint af höndum þræla hrifið, og hörðum þyrnum krýnt; ó, heilagt höfuð fríða, er himnesk lotning ber, en háðung hlauzt að líða, mitt hjarta lýtur þér. “Vitanlega eru mér margir sálmar mjög kærir í sálmabók- inni, bæði eftir unga og gamla; en sér í lagi eftir hina eldri höf- unda, og þá sérstaklega eftir Hallgrím Pétursson Sálmar hans flestir—að undanskildum Samúels-sálmum, því þeir eru alls annars efnis—og þó einkum Passíusálmarnir, eru svo inndælir, að þegar maður ætlar að fara að velja úr eða flokka þá niður, þá finst mér, að þar geti ekki orðið neinn endir á; því hver perlan er þar annarri fegurri og hver gimsteinninn öðrum bjartari og dýrlegri. Mér hefir verið 25. Passíusálmurinn mjög hjartkær frá æskuárum , með- fram fyrir þá sök, að það var hér um bil ófrávíkjanleg regla, þar sem eg ól aldur minn í æsku, að syngja þann sálm við alvarleg tæki- færi, eins og til dæmis þegar einhver sálaðist á heimilinu og líkið var borið út í framhýsi eða í kirkju, til að bíða greftrunar. Þá var sálmur þessi ætíð sunginn og vanalega byrjað á 9. versinu: En með því út var leiddur alsærður lausnarinn, gerðist mér vegur greiddur í Guðs náðar ríki inn og eilíft líf annað sinn; blóðskuld og bölvan mína burt tók Guðs sonar pína. Dýrð sé þér, Drottinn minn! “Það eru mörg vers og enda heilir sálmar, sem eiga við viss; tækifæri, eða eitthvert sérstakt hugarástand i hinu margbreytilega

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.