Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 22
118
sálarlífi mnnsins, og manni þar af leiðandi verða minnisstæS. Svo
er til dæmis um þetta Passíusálms-vers
Hörmung þá særir huga minn,
hef eg mig strax í grasgarS þinn,
dropana tíni’ eg dreyra þíns,
Drottinn, í sjóSinn hjarta míns;
þaS gjald alleina gildir bezt
hjá GuSi fyrir mín afbrot v'erst.
“Og þetta:
DauSans stríS af þín heilög hönd
hjálpi mér vel aS þreyja;
meStak þá, faSir, mína önd,
mun eg svo glaSur deyja.
“Sem sagt, hér yrSi enginn endir á, ef eg ætti aS fara aS skrifa
niSur öll versin úr Passíusálmunum, sem hafa hrifiS huga minn.
í>ó get eg ekki stilt mig um, aS setja hér síSasta versiS í því dýr-
lega sálmasafni:
DýrS, vald, vegsemd og virSing hæst,
vizka, makt, speki’ og lofgjörS stærst
sé þér, ó Jesú, herra hár,
og heiSur klár.
Amen, amen, um eilíf ár!”
Sálmurinn, “Ó, höfuS dreyra drifiS”, er þýSing á frægum sálmi
latneskum—passíusálmi eftir Bernard frá Clairvaux, sem uppi var á
fyrra helmingi tólftu aldar. Sálmur sá hefir veriS þýddur á mörg
tungumál. — Satt er þaS, sem bréfritarinn segir um Passíusálma
Hallgríms Péturssonar, aS þaS er ókleift verk aS velja það besta
úr þeim dýrmætu IjóSum.
Frá manni í Saskatchewan barst mér þetta:
“Jeg segi’ á móti, ‘jeg er hann,
Jesú, sem þér af hjarta ann,
orS þitt lát vera eins viS mig’
‘elska eg’, seg þú, ‘líka þig’;
eilíft þaS samtal okkar sé,
uppbyrjaS hér á jörSinne,
amen, eg biS svo skyldi ske.”
“Eg ætla í þetta skifti aS lýsa fáeinum óbrigSulum kenniteikn-
um sannarlegs guSselskara. (1) Ef þú hefir alla þína unun og
hugaránægju í GuSi og hans orSi. Kristur segir sjálfur JMatt. 6.
kap.J : ‘Þar sem fjársjóSur ySar er, þar mun og ySvart hjarta vera.’
Hafir þú yndi af aS tala viS hann og heyra um hann talaS—um þaS
segir Jesús: ‘Sá sem elskar mig, hann varSveitir mín orS’. (2)
Ef þú af hjarta hatar syndina og alt óguSlegt athæfi — ekki eina
synd, ekki margar syndir, heldur alla synd. Þ.ú varast aS styggja
þann, sem þú elskar af hjarta. Svo myndir þú breyta gagnvart
GuSi, ef þú elskaSir hann. Ef þú hatar þaS, sem GuS hatar, og
elskar þaS, sem hann elskar, þá elskar þú GuS sjálfan. (3) Ef þú