Sameiningin - 01.06.1915, Qupperneq 25
121
haföi fyrir umtalsefni “Iyúterskir námsmenn og stefnur samtíöar-
innar.” AtriSin, sem hann lagði áherzlu á, voru þessi: 1. Vanda-
mál borgarlifsins. 2. Vandamál sveitalífsins- 3. Líferni náms-
mannsins og 4. Eining lúterskra manna.
Dr. L. B. Wolf, framkvæmdarstjóri trúboös-nefndar General
Sýnódunnar, flutti fyrirlestur um efnið: “Stríðið mikla og áhrif
þess á kristniboðsstarfið.” Fyrsta afleiðingin, sem hann talaði um,
var sú, að allar tilraunir á Þýzkalandi til þess að undirbúa menn
undir trúboðsstarf, hefðu orðið að hætta, því nemendur og kennarar
hefðu gengið í herinn. í öðru lagi hefði öll peningasöfnun til
styrktar trúboðinu verið lögð niður. í þriðja lagi hefðu allir þýzk-
ir trúboðar verið kallaðir í herinn. Yfir 800 þýzkir trúboðar starfa.
í brezkum nýlendum, og flestir þeirra eru nú í varðhaldi. Enn frem-
ur sagði hann, að þjóðirnar tortrygðu alla trúboða, og þetta atriði
hafi valdið mestu óláni fyrir starfið. Trúboði Baptista í Wales var
handtekinn í byrjun stríðsins, og þegar leitað var á honum fundust
upplýsingar um stríðið í sólanum á skó hans- Þessi viðburður gaf
stjórninni tilefni til þess að gruna alla trúboða. Og þar sem vér
vitum, að það eru 600 þýzkir lúterskir trúboðar í Indlandi, þá skilj-
um vér, hvaða áhrif það hefir haft á kristindóms útbreiðsluna. Að
endingu bætti hann við með áherzlu, að vér, sem köllum oss kristna
menn og konur, ættum að fyrirverða oss fyrir áhugaleysi vort og
skort á sjálfsafneitun gagnvart útbreiðslu Guðs ríkis á jörðinni, þeg-
ar vér berum oss saman við sjálfsafneitun þeirra manna, sem leggja
lifið í sölurnar í stríðinu rnikla fyrir fósturjörðina.
Lögfræðingurinn A. T. Larsen frá Minneapolis talaði um efnið:
“Afstaða leikmanna við trúboðsstarfsemi kirkjunnar.” Kirkjan
talar til leikmanna nú að sínu leyti eins og Jesús talaði til Matteusar
forðum: “Fylg þú mér.” Og það er skylda hv'ers manns að hlýða
þeirri köllun, og taka sinn þátt í trúboðsstarfi kirkjunnar. Presta-
stéttin hefir ekki heimfært nógu sterklega boð Krists, “farið ]ovi og
kristnið allar þjóðir.” En vér megum ekki þar fvrir álita, að það
sé skylda prestsins, að framkvæma öll störf kirkjunnar.
Meira mætti um fyrirlestrana segja, en vér látum það, sem þeg-
ar er sagt, nægja. Margir erindrekanna og jafnvel sumir ræðu-
mannanna, efuðust um, að þetta þing lúterskra námsmanna rnyndi
vel hepnast- En fyrir lok þingsins voru allir sannfærðir um gildi
og gagn slíks þings og félagsskapar. Hin bróðurlega samvinna á
þinginu skýrði fyrir mönnum vandaspursmál kirkjunnar í heild
sinni og gaf von um rneiri og betri samvinnu í framtíðinni.
Sá, sem þetta ritar, kennir sjálfum sér um það, að íslenzkum
lúterskum námsmönnum hefir ekki verið tilkynt um tilgang og starf
þessa félags fyr en nú, með því að hann hefir v'erið ritari félagsins
á annað ár. En hann vonar samt, að íslenzkir námsmenn, hvar
sem þeir stunda nám, reyni að kynnast þessurn félagsskap. Það eru
ekki einungis kirkjuskólar, sem tak'a þátt í þessum félagsskap, heldur
líka lútersk stúdentafélög við ríkis-háskólana. Þessi hreyfing verð-