Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1915, Page 27

Sameiningin - 01.06.1915, Page 27
123 Það var fyrir mörgum árum síöan, í fátækt og frumbýlingsskap Islendinga í þessarri borg, atS þér stofnuöuð félag vort- Viö marga öröugleika var þá að stríöa. sem hinar yngri félagskonur þekkja ekki nema aö nijög litlu leyti, þó fáeinar hafi meö yöur unniö alt frá byrjun. Frá lítilli og fátæklegri byrjun hefir félagiö v'axiö og þroskast undir leiðsögn og forystu yöar. Oss er fyllilega ljóst, aö yður er að langmestu leyti að þakka sá þroski, sem félagið hefir náö, og það traust, sem þaö nú nýtur, og einnig flest það góða, sem. því hefir auðnast aö láta af sér leiða. Þrek yðar og staöfesta hefir verið styrkur félagsins þessi mörgu ár, sem þér hafið stjórnað því, og trú yðar, sterk og hrein og einlæg, hefir umfram alt verið þess leiðarljós. Vér vonum, að félag vort víki aldrei af þeim vegi, sem þér hafið vísað því og leitt það eftir. Vér þökkum yöur hjartanlega fyrir leiösögnina og samvinnuna alla, fyrir öll yðar viturlegu og hollu ráð; fyrir þrekið og Vilja- kraftinn í baráttunni; en bezt af öllu þökkum vér fyrir trúarstyrk- inn, sem þér hafið veitt oss með yðar eigin óbifanlegu trúarvissu á sannleiksgildi kristindómsins og á sigursæld hins góða málefnis. Ávarpi þessu fylgir lítil gjöf, sem vér biðjum yður að þiggja og vonum, að hún megi verða yður til gagns í hinni löngu ferð, sem fyrir yður liggur. Vér kveðjum yður svo og óskum yður góðrar og ánægjulegrar ferðar. Verið vissar um, að kærleikur vor, veikur og ófullkominrb að vísu, en einlægur, fylgir yður, og vér biðjum algóðan Guð að leiða yður aftur farsællega heim til vor. Vér vonum, að mega enn njóta margra ánægjustunda með yður.. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg.” KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Deild þessa annast séra Kristinn K. ólafsson. Fyrir 50 árum voru að eins 10 kristniboðar í Japan. Nú eru þar 900 trúboðar. Tala kristinna manna þar nú er 189,000. Eru þar 1,600 sunnudagsskólar með 100,000 nemendum. í Valley City í Norður-Dakota er kennaraskóli ('Normal SchoolJ og sækja hann um 600 nemendur. Af þeim tilheyrir hér um bil helmingurinn lútersku kirkjunni. Hefir þar verið nýlega stofnað fé- lag lúterskra námsmanna, og var eitt af þvl fyrsta, er það gerði, að sjá um, að blaðið Lutheran Survey kæmist í lestrarstofu skólans. Áður höfðu engir kirkjuflokkar, nema kaþólskir og Christian Scient- ists, sýnt framkvæmd í að koma blöðum sínum þar að.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.