Sameiningin - 01.06.1915, Page 31
127
Margrét fölnaði en svaraði engu.
“Svaraðu mér, telpa!” sagði maðurinn óþolinmóður, og Mar-
grét svaraði svo lágt að varla heyrðist: “Já.”
“Það var gott, að þú fékst málið,” svaraði hinn; “og segðu okk-
ur nú hvaða leið hann fór héðan.”
Aftur þagði Margrét.
“Sv'araðu undir eins,” sagði maðurinn harðneskjulega.
“Annars kant þú að hafa verra af því,” bætti hinn við.
Hjartað sló ótt í brjósti stúlkunnar, en engu orði svaraði hún.
Maðurinn greip hranalega í öxl hennar og hristi hana: “Ætlar
þú að svara mér eða ekki?” grenjaði hann.
Þá tók hún í sig kjark og sagði við hann: “Eg segi þér það
ekki.”
“Svo þú ætlar ekki að segja mér það ! Við skulum nú sjá til,
drósin góð !” — og aftur hristi hann hana svo að hún gat varla
staðið á fótunum. “Ætlar þú nú að segja mér það ?”
“Nei.”
Mennirnir fóru að hlæja og hæðast að henni og annar þeirra
tók svo fast utan um úlnlið hennar, að henni lá við að hljóða. En
ekki lét hún samt undan.
“Skjóttu kúlu í gegn um höfuðið á henni, Pétur; við skulum
ekki vera að tefja okkur á þessu lengur,” sagði annar komumaður-
inn.
“Ekki undir eins,” svaraði hinn og miðaði byssunni á köttinn.
sem kom malandi til stúlkunnar. Eins og örskot stökk Margrét til
og tók kisu í fang sér. En skotið reið af og kúlan fór í hatt Mar-
grétar svo að hann datt af henni. En hún stóð náföl með kisu í
fanginu og horfði á manninn.
Maðurinn illilegi hélt byssuhlaupinu rétt við andlit hennar og
sagði: “Talaðu nú, eða þú talar aldrei franiar. Hvaða leið fór
trúvillingurinn?”
Það hefði verið hægðarleikur fyrir Margréti að skrökva að
þeim og losna með því við þá; og manninn hefðu þeir ekki fundið,
hvora leiðina sem þeir hefðu farið. En það hefðu þá verið fyrstu
ósannindin, sem hún hefði talað. “Eg segi ykkur það aldrei,” svar-
aði hún skjálfandi.
Maðurinn varð sótrauður af reiði, og Margrét heyrði, að hann
spenti byssuna. En þá gekk félagi hans á milli og sagði:
“Láttu bamið í friði! Við drepum ekki aðra en trúvillinga, og
St. Claire fólkið hefir altaf verið rétttrúað og konungholt. Þessi
litli þrákálfur vitkast seinna, og það má hún eiga, að hún er enginn
hugleysingi. Sleptu henni. Við erum að eyða tímanum til ónýtis.”
Hinn lét sér segjast, þó reiður væri; en ekki gat hann samt stilt
sig um að hrinda stúlkunni sv'o hart, að hún datt niður í blómabeð,
sem var fyrir framan húsið. Þegar hún rankaði við sér aftur,
voru mennirnir allir á brott.
Hún titraði öll, þegar hún stóð á fætur. Þegar hún kom inn í