Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1916, Page 6

Sameiningin - 01.06.1916, Page 6
102 En Það sem jafnhliða er þörf á, og það er áherzlu- atriðið í texta vorum, er að vér mælum fram með oss með því að treysta einungis siðferðilegum og andlegum vopnum til sigurs í baráttu vorri, því enginn er sannur liðsmaður Jesú Krists, sem ekki ber fulla tiltrú til þeirra vopna andans—vopna réttlætisins—sem lmnn gefur oss til notkunar. Ef vér veitum eftirtekt orðum postulans um það, hvernig kristinn maður mælir með sér í hví- vetna, tökum vér eftir því, að hvert einasta þeirra gerir kröfu til siðferðilegra og andlegra skilyrða. “1 öllu mælum vér fram með oss sem þjónar Guðs”, og svo er talið fram úr óþrjótandi vopnabúri andans, þau siðferðilegu og andlegu einkenni, sem vér eigum að leggja rækt við og treysta á til að mæla fram með oss í þeirri baráttu, er vér eigum í, og því starfi, er vér vinn- um að. “Með grandvarleiJc.”—Hugtakið minnir á hreinleik og einlægni. Sönn meðmæli með oss geta einungis kom- ið fram í því, sem vér erum, en ekki því, sem vér svn- umst. Að vera sannur, heill, hreinn, óskiftur, ekta — eftir því á að sækjast. Með því, sem vér erum, leiðum vér mennirnir út frá oss langsterkustu áhrifin í lífi voru. Öll viðleitni vor í kristilega átt, þarf að eiga djúpar ræt- ur í veruleika þess sem vér sjálfir höfum öðlast. Ein- ungis eldur fær kveikt eld; kristilegur áhugi, kristilegan áhuga. Og þegar oss virðist starf vort árangurslaust eða árangnrslítið, ber oss vel að prófa, hvort orsökina megi ekki rekja að einhverju leyti til vöntunar og fátæktar inni fyrir hjá sjálfum oss, einmitt í því efni, sem starf- semi vor revnist ófrjó. Eigum veruleikann, og áhrif hans verða ekki með nokkru móti dulin. Eigum þá vönd- uðustu eftirstælingu af veruleikanum, og til frambúðar áhrifa og vitnisburðar er það einkisvert. Hvílík við- vörun gegn því, að leitast við að mæla fram með sér og málefni sínu einungis eða aðallega með einhverju yfir- borðstildri. Hvílík upphvatning til að mæla fram með sér með grandvarleik—með heitum, heilbrigðum, rót- festum kristindómi hjartnanna. “Með þekkingu.”—Til er margskonar þekking, og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.